Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
414. fundur 01. mars 2018 kl. 17:00 - 18:38 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
  • Gunnar Jónsson
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2018 - Ísland ljóstengt - 2018020099

Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2018. Viðaukinn varðar tillögu 1003. fundar bæjarráðs frá 29. janúar sl., um að samþykkja styrkúthlutun Fjarskiptasjóðs að fjárhæð kr. 18.771.000,-, auk kostnaðar sem kemur í hlut Ísafjarðarbæjar vegna átaksverkefnisins Ísland ljóstengt, að hámarki 9,6 mkr., skv. tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa. Þessum kostnaði er mætt með tilfæringu innan málaflokksins, áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Ísafjarðarbæjar er því kr. 0,-.

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018 - viðbótargreiðsla til Hjallastefnunnar - 2018020099

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018. Viðaukinn varðar tillögu 1006. fundar bæjarráðs frá 19. febrúar sl., um að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna viðbótargreiðslu að fjárhæð 10 m.kr. til Hjallastefnunnar. Þessum kostnaði er mætt með tilfæringu innan málaflokksins, áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Ísafjarðarbæjar er því kr. 0,-.

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2018 - uppgjör við A-deild Brúar lífeyrissjóðs. - 2018020099

Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun, sem er vegna uppgjörs við A-deild lífeyrissjóðsins Brúar, en vegna þess gjaldfærast 14,4 milljónir króna á árinu 2018. Þeim kostnaði er mætt með lækkun á viðhaldi hjá eignasjóði og lækkun á ófyrirséðum kostnaði. Til viðbótar er aukinn vaxtakostnaður að fjárhæð 10 milljónir króna. Þeim kostnaði er mætt með lækkun handbærs fjárs um sömu fjárhæð.

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Dynjandisheiði á samgönguáætlun - 2018020100

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, gerir eftirfarandi tillögu að ályktun bæjarstjórnar vegna vegaframkvæmda á Dynjandisheiði:

„Bæjarstjórn mótmælir hugmyndum um að vegabætur á Dynjandisheiði bíði þar til Dýrafjarðargöng verða tilbúin. Brýnt er að hefjast handa sem fyrst þannig að nýr vegur um Dynjandisheiði verði kominn þegar Dýrafjarðargögnum lýkur.“
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Jónas Þór Birgisson, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir, Gunnar Jónsson, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Kristján Andri Guðjónsson.

Sigurður J. Hreinsson gerir eftirfarandi breytingartillögu:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mótmælir harðlega seinagangi í hönnun og undirbúningi vegna lagningar nýs vegar yfir Dynjandisheiði, milli Flókalundar, Dynjanda og Bíldudals. Jafnframt telur bæjarstjórn sérstaklega ámælisvert að ekki verið hafi sett til hliðar fjármagn á árinu 2018 til að hefja framkvæmdir á nýjum vegi yfir Dynjandisheiði, líkt og gildandi samgönguáætlun mælir þó fyrir um. Vegurinn um heiðina mun leysa af hólmi 60 ára gamlan moldarveg. Þessi vinnubrögð eru áfellisdómur yfir aðkomu Alþingis að frágangi fjárlaga yfirstandandi árs.
Alla tíð hefur legið fyrir að vegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg eru nauðsynleg forsenda þess að Dýrafjarðargöng nýtist Vestfirðingum sem samgöngubót, enda hefur það jafnan verið óumdeild krafa sveitarfélaga á Vestfjörðum að þessir vegir verði tilbúnir þegar kemur að verklokum jarðganganna.
Það væru svik af verstu sort við Vestfirðinga ef ekki verður tenging milli svæða á Vestfjörðum allt árið um kring, nú þegar langþráð markmið um framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hafa loksins náðst. Einnig þýddi það að fresta ætti nýtingu þeirrar miklu fjárfestingar sem göngin eru um nokkur ár, með tilheyrandi lækkun á arðsemi þeirra.

Greinargerð:
Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga fundaði í stækkaðri mynd í lok ágúst á síðasta ári. Útkoman af fundinum var erindi til samgönguráðuneytisins og samgönguráðs, vegna endurskoðunar á samgönguáætlun 2018-2029. Meðfylgjandi er texti úr erindinu, sem fjallar um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg.
„Bíldudalsvegur - Fjórðungssambandið bendir á að mikilvægt er að allur vegurinn frá Bíldudalsflugvelli upp á Dynjandisheiði verði endurnýjaður. Landssamgöngur eru eini samgöngukosturinn sem í boði er á milli sveitarfélaga í landshlutanum og er uppbygging vegarins forsenda fyrir uppbyggingu fiskeldis, ferðaþjónustu, þjónustu á svæðinu og opnar nýja möguleika fyrir hefðbundið atvinnulíf s.s. sjávarútveg og landbúnað. Mikil þörf er því á uppbyggingu vegar til að stytta vegalengd á milli norður og suðursvæðis ásamt styttingu inn á þjóðvegakerfið. Ný veglagning þar sem malarvegur er til staðar mun auka umferðaröryggi og vernda mannslíf. Óbundið slitlag, einbreiðar brýr og blindhæðir hverfa við þessa endurnýjun. Ljóst er að mun hagkvæmara er að keyra á bundnu slitlagi og stytting vegar minnkar eldsneytisnotkun og slit á ökutækjum sem koma í veg fyrir umhverfissóun. Mikilvægt er að framkvæmd verði lokið jafnt og framkvæmdir á Dýrafjarðargöngum og að framkvæmdir verði boðnar út í einu lagi þó verkinu sé áfangaskipt.
Dynjandisheiði - Landssamgöngur eru eini samgöngukosturinn sem er í boði á milli sveitarfélaga í landshlutanum. Því er mikil þörf á uppbyggingu vegar til að koma til móts við þá uppbyggingu á fiskeldi á svæðinu og ferðaþjónustu en vegurinn er forsenda fyrir uppbyggingu þessara atvinnugreina. Framkvæmdin mun tengja norður og suðursvæði Vestfjarða og auðvelda þjónustu á milli og þannig efla mannlíf beggja svæða. Ný veglagning þar sem malarvegur er til staðar mun auka umferðaröryggi og vernda mannslíf. Óbundið slitlag, einbreiðar brýr og blindhæðir hverfa við þessa endurnýjun. Ljóst er að mun hagkvæmara er að keyra á bundnu slitlagi og stytting vegar minnkar eldsneytisnotkun og slit á ökutækjum sem koma í veg fyrir umhverfissóun. Mikilvægt er að framkvæmd verði lokið jafnt og framkvæmd á Dýrafjarðargöngum og að framkvæmdir verði boðnar út í einu lagi þó verkinu sé áfangaskipt.““

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 9-0.

5.Tillaga Í-lista að ályktun vegna veiðigjalda. - 2018020064

Í-listinn gerir eftirfarandi tillögu að ályktun bæjarstjórnar vegna veiðigjalda.
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hvetur ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að leita allra leiða svo koma megi í veg fyrir alvarleg áföll í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum sem blasa nú við. Ástæða þess að horfur eru slæmar er að þessi fyrirtæki eru illa í stakk búin til þess að taka á sig gríðarlega hækkun veiðigjalda. Bæjarstjórn styður álagningu skynsamlegra veiðigjalda en flest eða öll vestfirsku sjávarútvegsfyrirtækin áttu ekki kost á þeirri góðu afkomu sem varð í sjávarútvegi árið 2015 og myndar grunn að háum veiðigjöldum á árinu 2018. Lykilinn til að sigrast á þessu verkefni er að þekkja það og því ætti, án tafar, að fela til þess bærum stofnunum ríkisins að kanna áhrif veiðigjaldanna á efnahagslíf á Vestfjörðum ? fyrirtækin og sveitarfélögin, en fyrst og fremst samfélögin.
Grípa þarf strax til aðgerða til að forða bráðu tjóni á Vestfjörðum. Í framhaldinu er nauðsynlegt að ríkisstjórn og Alþingi geri leiðréttingar á því samkeppnisumhverfi sem gerir sjávarútvegsfyrirtækjum illmögulegt að blómstra á Vestfjörðum, þrátt fyrir hið mikla návígi við auðugustu fiskimið Íslands. Augljóst úrræði væri t.d. að innheimt veiðigjöld yrðu nýtt til að fjárfesta í innviðum atvinnulífs og samfélags á Vestfjörðum.

Greinargerð:
Umframkostnaður sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum vegna aðstöðumunar hefur á síðustu áratugum gert það að verkum að fyrirtækin hafa farið halloka í hinu harða samkeppnisumhverfi sem kvótakerfið leiðir af sér. Ein umtalaðast afleiðingin af þessu er hve miklar aflaheimildir hafa verið keyptar frá Vestfjörðum frá árinu 1990. Skert samkeppnistaða stafar fyrst og fremst af kostnaðarsömum og erfiðum samgöngum, sem gera öflun aðfanga og þjónustu mun óhagkvæmari en víðast annars staðar. Fjarlægð fyrirtækjanna frá millilandaflugvelli, sem annars gæti gert þeim mögulegt að flytja ferskar afurðir með flugi til útlanda, skerðir möguleika þeirra í vali á vinnsluaðferðum. Einnig má nefna að strandflutningar lögðust af um margra ára skeið með miklum kostnaðarauka ? þeir hófust sem betur fer aftur árið 2013, fyrir þrýsting frá stjórnvöldum, en á árinu 2017 hófu flutningafyrirtæki hinsvegar að leggja á sérstakt strandflutningagjald sem eykur samkeppnishindranir á nýjan leik. Að auki má benda á skert aðgengi að fjármagni og hærri fjármagnskostnað í boði íslenskra lánastofnana og lífeyrissjóða.
Mikil hækkun kostnaðar af veiðigjöldum kemur sér illa fyrirtækjum í erfiðum rekstri og með skerta samkeppnisstöðu. Veiðigjöldin nú byggjast á góðu árferði árið 2015 - árferði sem nýttist hinum vestfirsku fyrirtækjum lítið eða ekkert en gerði betur stæðum útgerðum og útgerðum í sumum greinum sjávarútvegs kleift að styrkja verulega stöðu sína. Mörg mikilvæg sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum hafa tæplega náð endum saman undanfarið ár, m.a. eftir glímu við hátt gengi krónunnar, og hafa alls ekki burði til að taka á sig tvöföldun veiðigjalda á þessari stundu.
Að sjálfsögðu eru fyrirtækin á Vestfjörðum misjafnlega í stakk búinn undir þessa álagningu, en sammerkt er með öllum þeim sem rætt hafa við Ísafjarðarbæ að þau þola ekki þessi gjöld í núverandi umhverfi. Í stað þess að ríkið komi í kjölfar gjaldþrota, með neyðaraðgerðir til að bjarga smærri byggðum, ætti að bregðast við strax, með nauðsynlegum forvarnaraðgerðum og til lengri tíma með sjálfbærum lausnum.“

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Daníel Jakobsson, Gísli H. Halldórsson

Daníel Jakobsson ber upp eftirfarandi breytingartillögu:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hvetur ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að leita allra leiða svo koma megi í veg fyrir alvarleg áföll í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum sem blasa nú við. Bæjarstjórn styður álagningu skynsamlegra veiðigjalda en margt í núverandi fyrirkomulagi álagningar þarfnast betri skoðunar s.s. töf á greiðslum m.v. álagningu en nú er verið að greiða fyrir afkomu ársins 2015. Jafnframt er ekki tekið nægjanlegt tillit til útgerðaforma. Þannig má ætla að litlar útgerðir og útgerðir í krókaaflamarkskerfinu s.k. eigi erfiðara um vik en stórútgerðir að standa undir þessum gjöldum. Hafa ber í huga að þau eru byggð á meðaltalsafkomu útgerða. Jafnframt er að mati bæjarstjórnar ekki tekið nægjanlegt tillit til betri afkomu uppsjávarútgerða í samanburði við botnfiskútgerðir. Óhófleg veiðigjöld munu leiða til frekari samþjöppunar í greininni og það er miður.“

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan felld 3-4. Daníel Jakobsson tók til máls vegna atkvæðagreiðslunnar og óskar eftir að greidd verði atkvæði aftur við breytingartillöguna.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 6-3.

6.Tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærsla (borgaralaun), 9. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 2. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærsla (borgaralaun), 9. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.

Bæjarráð tók erindið fyrir á 1005. fundi sínum 12. febrúar sl., og vísaði til velferðarnefndar, sem gerði eftirfarandi bókun á 425. fundi 20. febrúar sl.

„Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar er ekki hlynnt tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun). Hins vegar telur velferðarnefnd mjög brýnt að taka til endurskoðunar VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, þ.e. kaflann um fjárhagsaðstoð. Nefndin vill þá sérstaklega benda á að endurskoða þurfi 19. gr. laganna.“

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að taka undir bókun 425. fundar velferðarnefndar frá 20. febrúar sl., og sendi umsögn til nefndasviðs Alþingis í samræmi við hana.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Daníel Jakobsson, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Arna Lára Jónsdóttir.

Sigurður J. Hreinsson gerir eftirfarandi breytingartillögu á tillögu að umsögn bæjarstjórnar:

„Skilyrðislaus grunnframfærsla er hugmynd að kerfi sem ætlað er að leysa almannatryggingakerfið af hólmi eða í það minnsta einfalda það verulega, gera það réttlátara og sömuleiðis uppræta ákveðinn innbyggðan ójöfnuð í samfélaginu. Óskasamfélag Íslendinga hlýtur að vera samfélag þar sem rík áhersla er lögð á mannréttindi, lýðræði og frelsi, í stað þeirrar hugmyndafræði að velferðarstefna eigi að byggist á skilyrtri velferðarforsjá í formi lágmarksaðstoðar eða áherslu á góðgerðarstarfsemi og ölmusu fyrir þá verst settu.
Framkomin þingsályktunartillaga fjallar um að þessi leið verði könnuð, í stað núverandi flækjustigs. Tilllagan er ekki um að þessu kerfi verði komið á strax, heldur skipaður verði starfshópur og að málið verði athugað gaumgæfilega.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar framkominni þingsályktunartillögu um um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun) og hvetur Alþingi til að samþykkja tillöguna.“

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan felld 2-6.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 5-1. Sigurður J. Hreinsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

7.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 35. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 14. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 35. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Á 1006. fundi bæjarráðs 19. febrúar sl. var bæjarstjóra falið að undirbúa umsögn um frumvarpið.

Bæjarstjóri taldi ekki ástæðu til að útbúa umsögn.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri.

Lagt fram til kynningar.

8.Frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 12. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Á 1006. fundi bæjarráðs 19. febrúar sl., var málinu vísað til velferðarnefndar, sem ekki hefur gert umsögn.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

9.Frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 12. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Á 1006. fundi bæjarráðs 19. febrúar sl., var málinu vísað til velferðarnefndar, sem ekki hefur gert umsögn.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

10.Frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi), 133. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 13. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi), 133. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Á 1006. fundi bæjarráðs 19. febrúar sl., var málinu vísað til velferðarnefndar, sem ekki hefur gert umsögn.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

11.Frumvarp til laga um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu), 128. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 13. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu), 128. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Á 1006. fundi bæjarráðs 19. febrúar sl., var málinu vísað til velferðarnefndar, sem ekki hefur gert umsögn.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál. Umsagnarfrestur rann út til 27. febrúar sl.
Á 1006. fundi bæjarráðs 19. febrúar sl., var málinu vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem hefur ekki gert umsögn.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður J. Hreinsson

Sigurður J. Hreinsson, bæjarfulltrúi Í-lista, gerir eftirfarandi tillögu að umsögn um framlagða þingsályktun:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að ríkið hafi það sem meginreglu að með eignarhaldi sínu á jörðum víðsvegar um land, að standa með byggð á viðkomandi svæði og stuðla að eflingu hennar, í stað þess að draga vagninn í byggðarröskun eins og staðan virðist vera í dag.
Ríkið getur vel haft þá stefnu að eiga allar þær jarðir áfram til langrar framtíðar, sem það á nú þegar. Að því þó gefnu að fjölskyldum eða einstaklingum sé gefinn kostur á að búa á jörðunum og nýta þær sér til framfærslu og efla með því byggð á landsbyggðinni.“

Forseti leggur til að tillagan verði tekin inn á fundinn með afbrigðum.

Tillaga forseta samþykkt 8-0.

Forseti leggur tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 6-0.

13.Bæjarráð - 1006 - 1802015F

Fundargerð 1006. fundar bæjarráðs sem haldinn var 19. febrúar sl. Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Bæjarráð - 1007 - 1802020F

Fundargerð 1007. fundar bæjarráðs sem haldinn var 26. febrúar sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 61 - 1802013F

Fundargerð 61. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 20. febrúar sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Velferðarnefnd - 425 - 1802016F

Fundargerð 425. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 20. febrúar sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi, óskar eftir að taka til máls í lok fundar og tilkynnir að hann muni ekki gefa kost á sér sem aðalfulltrúa Í-lista í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili.

Fundi slitið - kl. 18:38.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?