Bæjarráð

1057. fundur 08. apríl 2019 kl. 08:05 - 09:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi, Seljalandsvegur 102 - 2015030069

Lagt fram bréf Steinunnar Fjólu Sigurðardóttur og Maríönnu Said, f.h. umverfis- og auðlindaráðuneytis, dagsett 26. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er heimilað að selja húseignirnar Seljalandsveg 100 og 102 með kvöðum um notkun þeirra.
Lagt fram til kynningar.

2.Endurbætur á bryggju við Bæi á Snæfjallaströnd - 2019040010

Lagt fram bréf Engilberts S. Ingvarssonar, dags. í fyrstu viku apríl 2019, þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær láti framkvæma aðkallandi viðferð á bryggjunni við Bæi á Snæfjallaströnd. Leggur Engilbert til að sótt verði um styrk vegna verksins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og að Ísafjarðarbær greiði það sem ekki fæst greitt úr opinberum sjóðum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

3.Umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði 2017 - 2019 - 2017030091

Lagt fram bréf Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðumanns Minjastofnunar Íslands, dagsett 2. apríl sl., þar sem tilkynnt er að Ísafjarðarbær hljóti ekki styrk úr fornminjasjóði vegna Bárðarslipps í Neðstakaupstað.
Lagt fram til kynningar.

4.Ósk um niðurfellingu fasteignagjalda af friðlýstu húsi - 2019020088

Lagt fram bréf Áslaugar Jóhönnu Jensdóttur, dagsett 24. febrúar sl., ásamt fylgigögnum, þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda af Faktorshúsinu í Hæstakaupstað, sem er friðlýst hús.
Marzellíus Sveinbjörnsson lýsir sig vanhæfan og yfirgefur fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð hafnar erindinu.

5.Skíðasafn í Sóltúni - 2019040013

Lagt fram bréf Guðmundar Friðriks Jóhannssonar, f.h. Ísfirðingafélagsins, dagsett 2. apríl sl., þar sem óskað er eftir áliti Ísafjarðarbæjar á því hvort hægt sé að setja upp skíðasafn í Sóltúni, húsi félagsins á Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

6.Notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir fatlað fólk - 2014110066

Lagt fram bréf Hjartar Arnar Eysteinssonar, framkvæmdastjóra NPA miðstöðvarinnar svf., dagsett 29. mars sl., með áskorun til sveitarfélaga um að fara eftir ákvæðum reglugerðar nr. 1250/2018 um framkvæmd notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.
Lagt fram til kynningar.

7.Ályktanir aðalfundar Félags eldri borgara á Ísafirði og nágrenni - 2019040012

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar C. Halldórsdóttur, formanns Félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ og nágrenni, dagsettur 4. apríl sl., með ályktunum aðalfundar félagsins frá 2. apríl sl. Ályktanirnar snúa að skerðingu á lífeyri eldri borgara, álagningu fasteignagjalda á eldri borgara hjá Ísafjarðarbæ og mismunun fólks af landsbyggðinni þegar kemur að því að leita sér lækninga.
Bæjarráð þakkar ályktanir Félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ og nágrenni.

8.Tengiliður Búnaðarfélagsins Bjarma við bæjarstjórn - 2019040017

Lagt er fram bréf Árna Brynjólfssonar, f.h. stjórnar Búnaðarfélagsins Bjarma, dags. 19. mars sl., þar sem óskað er eftir að félagið fái tilnefndan tengilið við bæjarstjórn líkt og hverfisráð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

9.Aðalgata og Túngata Suðureyri heildar skipulag. - 2018100033

Lagður fram til kynningar undirritaður verksamningur milli Verkís hf. og Ísafjarðarbæjar, dagsettur 28. mars 2019, vegna hönnunar á Aðalgötu, Túngötu, umhverfi tjarnar og aðkomu að Suðureyri.
Samningurinn er lagður fram til kynningar.
Brynjar yfirgefur fundinn kl. 8:43.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:39

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður er fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndarsviðs Alþingis, dags. 4. apríl, sl. þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutning búfjárafurða), 766. mál.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í umhverfis- og framkvæmdanefnd og atvinnu- og menningarmálanefnd.

11.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2018 - 2019010013

Kynnt eru drög að ársreikningi Ísfjarðarbæjar og stofnana fyrir árið 2018 ásamt drögum að samstæðuársreikningi Ísafjarðarbæjar 2018.
Bæjarráð vísar ársreikningi Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir árið 2018 ásamt samstæðureikningi til fyrri umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
Edda María yfirgefur fundinn kl. 9:05.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:47

12.Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 1 - 1903025F

Fundargerð 1. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal sem haldinn var 20. mars sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?