Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1020. fundur 13. júní 2018 kl. 08:05 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Aron Guðmundsson varamaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Málefnasamningur meirihluta nýrrar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar - 2018060018

Kynnt verður stefnuskrá meirihluta nýrrar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, fulltrúa B lista og D lista.
Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs, fer yfir málefnasamning meirihluta bæjarstjórnar. Umræður voru meðal fundarmanna um efni hans og málefni honum tengt.
Margrét Geirsdóttir og Margrét Halldórsdóttir yfirgáfu fundinn kl. 9:35.

Gestir

  • Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:05
  • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:05
  • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05

2.Sindragata 4A, útboð og framkvæmd verkþátta. - 2018050038

Kynnt bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 12. júní 2018, þar sem farið er yfir opnun tilboða og áætlaðan kostnað við byggingu fjölbýlishúss að Sindragötu 4a, Ísafirði.
Brynjar Þór Jónasson fór yfir stöðuna á byggingu fjölbýlishússins að Sindragötu 4a, Ísafirði.

Bæjarráð lagði til að íbúðirnar yrðu verðmetnar og skoðað yrði hvort hluti eða allar íbúðirnar yrðu seldar. Jafnframt yrði skoðað hvort hægt sé að setja aldursviðmið á íbúa í fasteigninni eða tilteknum hæðum fasteignarinnar.

Bæjarráð vísar ákvörðun um töku tilboðs til bæjarstjórnar.
Brynjar Þór Jónasson yfirgefur fundinn kl. 9:57.

3.Ráðning bæjarstjóra - 2018060019

Kynnt er minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra varðandi ráðningarferli bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar auk draga að viðauka við starfandi bæjarstjóra.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska frekari upplýsinga frá tveimur ráðningastofum og upplýsa bæjarfulltrúa þar um. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

Þórdís Sif yfirgefur fundinn kl. 10:15 og mætir aftur til fundarins 10:17.

Bæjarráð felur Daníel Jakobssyni, formanni bæjarráðs að ganga frá viðauka við ráðningasamning við Þórdísi Sif Sigurðardóttur, bæjarritara, um gegna starfi bæjarstjóra þar til nýr bæjarstjóri mætir til starfa.

Gestir

  • Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 09:59

4.Kosningar til sveitarstjórnar 2018 - 2018010117

Lagt fram bréf Jónasar Guðmundssonar, sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 4. júní sl. og barst með tölvupósti sama dag þar sem upplýst er að engar kærur hafi borist sýslumannsembættinu vegna nýliðinna sveitarstjórnarkosninga, aðrar en þær sem bárust vegna kosninganna í Árneshreppi.
Lagt fram til kynningar.

5.Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur - 2018020100

Lagt fram bréf Egils Þórarinssonar f.h. Umhverfisstofnunar, dagsett 25. maí sl., ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um tillögu að matsáætlun um framkvæmdina „Vestfjarðavegur (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði, Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ“.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar óskar eftir fresti til að koma fram með umsögn við matsáætlun um framkvæmdina til og með 6. júlí n.k.
Bæjarráð óskar eftir tillögum að umsögn frá skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.

6.Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum - 2016110092

Lögð fram frétt af heimasíðu Umhverfisstofnunar, https://www.ust.is/ sem birt var 7. júní sl., ásamt auglýsingu um friðlandið á Hornströndum frá 13. ágúst 1983 og drögum að stjórnunar- og verndaráætlun um friðland á Hornströndum, dagsettum í júní 2018. Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum um drögin er til 17. júlí nk.
Bæjarráð óskar eftir tillögum að umsögn frá skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.

7.Stafræn smiðja (Fab Lab) - 2011100054

Kynnt eru drög að samningi um starfsemi Fab Vest, stafrænnar smiðju á Ísafirði, en um er að ræða breytt rekstrarsnið frá því sem verið hefur hingað til. Framlag Ísafjarðarbæjar verður í samræmi við fjárhagsáætlun.
Bæjarráð vísar samningnum til fræðslunefndar. Óskað er eftir því að fræðslunefnd taki ákvörðun um það hvort verkefnið eigi að vera forgangsverkefni í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.

8.Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126

Lagt fram minnisblað Sigurðar Más Eggertssonar, verkefnastjóra við innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar, dagsett 8. júní sl., þar sem farið er yfir stöðu mála varðandi innleiðinguna.
Jafnframt lagt fram minnisblað Sigurðar, dagsett 12. júní sl., vegna ráðningar persónuverndarfulltrúa fyrir sveitarfélagið.
Bæjarráð óskar eftir að Sigurður Már mæti til næsta fundar bæjarráðs.

9.Fyrirspurn um raforkukaup - 2018060026

Lagt fram bréf Magnúsar Júlíussonar, framkvæmdastjóra Íslenskrar orkumiðlunar, dagsett 4. júní sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum og gögnum í tengslum við raforkukaup sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

10.Melrakkasetur - aðalfundur 2018 - 2018060025

Lagt fram bréf stjórnar Melrakkaseturs Íslands ehf.,dagsett 1. júní sl., þar sem boðað er til aðalfundar setursins 16. júní nk.
Lagt fram til kynningar.

11.Stjórnsýsluhús - ársreikningur 2017 - 2018060022

Lagður fram ársreikningur Stjórnsýsluhússins á Ísafirði fyrir árið 2017, dagsettur 5. júní sl. og barst með tölvupósti 6. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Náttúrustofa - ársskýrsla 2017 - 2018020038

Lögð fram ársskýrsla Náttúrustofu Vestfjarða fyrir árið 2017, dagsett í maí 2018.
Lagt fram til kynningar.

13.63. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2018040051

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Vestfjarðastofu, dags. 8. júní sl., ásamt þinggerð 63. fjórðungsþings Vestfirðinga og þingskjölum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?