Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1004. fundur 05. febrúar 2018 kl. 08:05 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Torfnes - Nýtt Deiliskipulag - 2017030092

Lögð fram fundargerð starfshóps um byggingu fótboltahúss og minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 2. febrúar 2018, varðandi kostnað við fótboltahús við hlið Íþróttahússins á Torfnesi.
Umræður fóru fram um byggingu fótboltahúss á Torfnesi.

2.Sindragata 4a - umsókn um stofnframlag. - 2016100023

Kynnt kostnaðarmat Tækniþjónustu Vestfjarða, dagsett 29. janúar 2018, á kjallara fyrirhugaðs fjölbýlishúss við Sindragötu 4a.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að skoða með velferðarsviði möguleikana á því að sleppa kjallaranum við Sindragötu 4a og minnka íbúðirnar á efstu hæðinni.
Brynjar Þór Jónasson yfirgefur fundinn kl. 8:30.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

3.Gangstéttir 2018 - 2017090075

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þór Jónassonar, dagsett 31. janúar 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Verkís hf. um verkfræðihönnun, útboð og eftirlit vegna gangstéttaframkvæmda 2018.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að samið verði við Verkís hf., vegna útboðs og eftirlits vegna gangstéttaframkvæmda 2018.

4.Upplýsingamiðstöð ferðamála á Þingeyri - styrkur til Koltru 2018 - 2018020004

Lagður fram tölvupóstur Jónínu H. Símonardóttur, f.h. handverkshópsins Koltru á Þingeyri, dagsettur 23. janúar sl., þar sem sótt er um aukinn styrk til reksturs upplýsingamiðstöðvar á Þingeyri árið 2018. Sótt er um aukningu að fjárhæð kr. 100.000,- eða samtals kr. 750.000,- á árinu 2018.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að gera samning við handverkshópinn Koltru á Þingeyri.

5.Fyrirspurn um hækkun fasteignagjalda - 2018020006

Kynnt bréf Kristínar Hálfdánsdóttur, dagsett 2. febrúar sl., þar sem óskað er útskýringa á hækkunum á fasteignagjöldum á sumarbústaðnum Birkilaut í Tunguskógi.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að kanna hvort og með hvaða hætti hægt sé að bregðast við þessari miklu hækkun, í ljósi þeirrar takmörkuðu notkunar sem heimil er á þessum tilteknu sumarbústöðunum. Ástæða hækkunar fasteignagjalda er mikil hækkun lóðarmats sumarbústaðalóða.

6.Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál - 2017050098

Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 1. febrúar sl., með upplýsingum í tengslum við breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna.
Lagt fram til kynningar.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 31. janúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 50. mál. Umsagnarfrestur er til 14. febrúar nk.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar tillögunni til umsagnar í velferðarnefnd.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Baldurs Erlingssonar, f.h. atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsettur 31. janúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ eru send til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi. Umsagnarfrestur er til 9. febrúar nk.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að undirbúa umsögn í samráði við bæjarfulltrúa.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Guðjóns Bragasonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 22. janúar sl., ásamt umsögn sambandsins um frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur.
Frumvarpið felur í sér miklar breytingar, en engin kostnaðargreining hefur verið gerð fyrir sveitarfélögin. Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um þetta frumvarp.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2018 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2018020005

Lagður fram tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 2. febrúar sl., ásamt fundargerð 856. fundar stjórnar sambandsins, sem haldinn var 26. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Fræðslunefnd - 388 - 1801022F

Fundargerð 388. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 1. febrúar sl. Fundargerðin erí 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?