Bæjarráð

1117. fundur 17. ágúst 2020 kl. 08:05 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Vestfjarðastofa - ýmis erindi 2020 - 2020040012

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til mánaðarlegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Verkefni Vestfjarðastofu rædd.

Bæjarráð þakkar Sigríði Ó. Kristjánsdóttur fyrir komuna.
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir yfirgaf fundinn kl. 8.50.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. - mæting: 08:15

3.Ársfjórðungsuppgjör Q2 2020 - 2020080014

Lagt fram til kynningar uppgjör Ísafjarðarbæjar fyrir annan ársfjórðung 2020 sem var sent Hagstofu Íslands 11. ágúst síðastliðinn, auk minnisblaðs fjármálastjóra, Eddu Maríu Hagalín, dags. 12. ágúst 2020.

Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu upp á 52 m.kr. fyrir janúar til júní 2020. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðum rekstrarafgangi upp á 281 m.kr.
Lagt fram til kynningar.

4.Stefnumótun og gerð langtíma fjárhags- og rekstraráætlunar Ísafjarðarbæjar - 2019030079

Lögð fram þrjú minnisblöð Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 12. ágúst 2020, varðandi útfærslur tillagna í skýrslu HLH ehf.

1) Minnnisblað um stefnu varðandi hlutfall veltufjár af rekstrartækjum.

2) Minnisblað um endurfjármögnun skulda.

3) Minnisblað um samþykkt reikninga verktaka.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Tillögur nr. 1) og 3) lagðar fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara nr. 2) um endurfjármögnun skulda.

5.Líkamsrækt á Ísafirði - 2017050073

Lagt fram til kynningar minnisblað Stefaníu Helgu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 14. ágúst 2020, varðandi líkamsræktarmál á Ísafirði.

Lagður fram til samþykktar styrktarsamningur Ísafjarðarbæjar við Ísófit ehf.
Minnisblað lagt fram til kynningar.

Samþykkt samnings frestað til næsta fundar.

6.Málefni hverfisráða - notkun á framkvæmdafé til næstu tveggja ára. - 2017010043

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jóndóttur, bæjarritara, dags. 13. ágúst 2020, varðandi málefni hverfisráða og notkun á framkvæmdafé til næstu tveggja ára.
Minnisblað lagt fram.

Tillögur bæjarritara samþykktar um nýtt verklag varðandi notkun á framkvæmdafé hverfisráða, til næstu tveggja ára, og framkvæmd annarra hugmynda hverfisráða um fegrun, hreinsun og viðhald umhverfisins.

7.Byggðasamlag Vestfjarða - samningar og viðaukar - 2020 - 2020050010

Kynntur tölvupóstur Sifjar Huldar Albertsdóttur, framkvæmdastjóra BsVest, dags. 30. apríl 2020, auk þess sem lagðir eru fram til samþykktar samstarfssamningur og þjónustusamningar milli Ísafjarðarbæjar og Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, ásamt þremur viðaukum.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir samstarfssamning og þjónustusamning milli Ísafjarðarbæjar og Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, ásamt þremur viðaukum.

8.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Lagt fram til kynnningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 7. ágúst 2002, varðandi svör við fyrirspurn Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur, bæjarfulltrúa Í-lista, sem lögð var fram á 1114. fundi bæjarráðs, þann 13. júlí 2020, varðandi íbúðir að Sindragötu 4a, Ísafirði.

Minnisblað lagt fram til kynningar.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans lagði fram eftirfarandi bókun:

„Þakka fyrir góða samantekt við spurningum er varða stöðu eigna og fjármála nýbyggingarinnar að Sindragötu 4a. Það er mikilvægt að nýjir eigendur fái kaupsamningum sínum þinglýst sem allra fyrst til að tryggja réttarstöðu þeirra og ráðstöfunarrétt sem lögmætir eigendur. Þar sem fyrsta kaupsamningnum hefur þegar verið þinglýst gerum við ráð fyrir að aðrir kaupendur fái úrlausn sinna mála sem fyrst. Sameiginlegur rekstur eignarinnar þarf einnig að vera skýr og samþykki húsfélags að liggja fyrir hið fyrsta svo eigendum sé ljóst hver rekstrarkostnaður sameignarinnar er. Gera má ráð fyrir að samþykkt húsfélagsins verði lögð fram til kynningar í bæjarráði eða bæjarstjórn þegar þær eru tilbúnar.
Bæjarfulltrúi Í-listans í bæjarráði óskar eftir því að samningur milli Ísafjarðarbæjar og HMS verðir lagður fram til samþykktar á næsta bæjarráðsfundi þar sem um verulega fjármuni er að ræða, og að samningnum óséðum má gera ráð fyrir að hann hafi neikvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins.“

Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram eftirfarandi bókun:
„Vegna bókunar Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur vill undirritaður taka fram að ástæða þess að ákveðið var að selja umrædda eign og endurgreiða stofnframlög var til að forðast að festast í áralöngum taprekstri með leigu eignarinnar á verði sem hefði ekki staðið undir stofnkostnaði. Með þessari aðgerð er bærinn að fá endurgreidda hundruðir milljóna af fjárfestingu sem hefur mjög jákvæð áhrif á fjárhag bæjarins.“

9.Niðurlagning starfa - 2020070058

Lagt fram til kynnningar minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 13. ágúst 2020, varðandi svör við fyrirspurn Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur, bæjarfulltrúa Í-lista, sem lögð var fram á 1115. fundi bæjarráðs, þann 20. júlí 2020, varðandi niðurlagningu starfa á bæarskrifstofum Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans lagði fram eftirfarandi bókun:
„Bæjarfulltrúi þakkar fyrir svör við spurningum er tengjast niðurlagningu starfa hjá Ísafjarðarbæ. Bæjarstjóri og minnihluti bæjarstjórnar leggja ekki sama skilning á að leggja niður störf er hafa áhrif á skipurit sveitarfélagsins og þá án umræðu bæjarfulltrúa og samþykkis bæjarstjórnar. Í bæjarmálasamþykkt bæjarstjórnar segir um hlutverk bæjarstjórnar í kafla II, 4. gr. Bæjarstjórn fer með stjórn Ísafjarðarbæjar... Jafnframt fer bæjarstjórn með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum sveitarfélagsins að svo miklu leyti sem bæjarstjórn hefur ekki falið öðrum slíka yfirstjórn.
Sú grein samþykktarinnar er bæjarstjóri vísar í, fjallar um eðlilegt starfsmannahald - ráðningar innan marka samþykkta og uppsagnir innan marka stjórnsýslulaga. Fulltrúi minnihlutans í bæjarráði fær ekki séð hvernig niðurlagning starfa sem leiða af sér breytingar á skipulagi sviðs, tilfærslu verkefna og áherslubreytingum, geti fallið undir eðlilegt starfsmannahald, þó uppsagnir per. se. séu það sannalega. Niðurlagning starfa sem krefjast sérmenntunar og kunnáttu er að mati fulltrúa Í-listans meiriháttar stefnubreyting sem hefði þurft umræðu í bæjarstjórn og kynningu á þeim möguleikum sem sú aðgerð hefur í för með sér, þá væntanlega til góðs fyrir rekstur sveitarfélagsins og þjónustu við íbúa.
Svar við spurningu tvö veldur ákveðnum vonbrigðum þar sem skýrt skipurit er mikilvægt til að efla sviðið og skýra umsvif þess, gerir boðleiðir skýrar og einfaldar - skýrir ábyrgð og umboð einstakra starfsmanna/deilda ásamt því að eftirlitsskylda varðandi verkefni er skýr. Því er mikilvægt nýtt skipurit verði gert fyrir U-Eig.
Fulltrúi Í-listan vísar í 21. gr. bæjarmálasamþykktar varðandi upplýsingagjöf. Þar segir "Vegna starfa sinna á bæjarstjórn á sérhver bæjarfulltrúi rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar og varðar málefni sem komið getur til umfjöllunar í bæjarstjórn. Séu gögn undanþegin upplýsingarétti almennings sbr. upplýsingalög nr. 140/2012 verð þau ekki afrituð eða farið með þau af skrifstofu. Því ítrekar fulltrúi Í-listans beiðnu um að sjá gögn sem styðja við fullyrðingar um ósk um starfslok og vinnu er tengjast þeim.“

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?