Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
360. fundur 15. október 2015 kl. 08:00 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir fulltrúi skólastjóra og Bryndís Birgisdóttir fulltrúi kennara.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Kristín Björk Jóhannsdóttir fulltrúi skólastjóra og Bryndís Ósk Jónsdóttir fulltrúi foreldra.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Fréttabréf grunnskóla 2015-2016 - 2015090015

Lagt fram fréttabréf Grunnskólans á Ísafirði.
Fræðslunefnd þakkar fyrir fróðlegt og skemmtilegt fréttabréf.

3.Starfsáætlun 15-16 - 2015090025

Lögð fram starfsáætlun fyrir skólaárið 2015-2016, frá Grunnskólanum á Suðureyri.
Lagt fram til kynningar.

4.Skólanámsskrár - 2015100015

Lögð fram skólanámskrá og bekkjarnámskrá frá Grunnskólanum á Suðureyri.
Lagt fram til kynningar.

5.Trúnaðarmál - 2011120043

Lagt fram eitt trúnaðarmál.
Eitt trúnaðarmál tekið fyrir sem fært var til bókar í trúnaðarmálabók og geymt í trúnaðarmálamöppu fræðslunefndar.

6.Ársskýrslur 2014-2015 - 2015090003

Lögð fram Ársskýrsla leikskólans Grænagarðs fyrir skólaárið 2014-2015.
Lagt fram til kynningar.

7.Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum - 2013010070

Lagt fram minnisblað, dagsett 6. október 2015, frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs, um framtíðarlausn í leikskólamálum á Ísafirði, er varðar þörf á leikskólaplássum.
Fræðslunefnd frestar málinu til næsta fundar og óskar eftir kostnaðaráætlun og hverjir eru kostir og gallar við þessar hugmyndir.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?