Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1053. fundur 11. mars 2019 kl. 08:05 - 09:36 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður og varaformaður bæjarráðs eru fjarverandi á fundinum og hefst fundurinn því á að kjósa fundastjóra. Arna Lára Jónsdóttir var samhljóða kjörinn fundarstjóri.

1.Lánasjóður 2018-2019 - 2018010032

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 8. mars sl., vegna lántöku Ísafjarðarbæjar á árinu 2019.
Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð vísa tillögu til bæjarstjórnar að samþykkja lánveitingu að fjárhæð kr. 489.000.000,- hjá Lánasjóði sveitarfélaga, vegna framkvæmda ársins.
Bæjarráð gerir eftirfarandi tilllögu til bæjarstjórnar:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 489.000.000,- til 16 ára með föstum verðtryggðum vöxtum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir ársins 2019.
Jafnframt er Guðmundi Gunnarssyni, kt. 230976-5119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari.“

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:07

2.Mánaðaryfirlit 2018 - 2018060078

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra fjármálasviðs, dags. 8. mars sl., um skatttekjur og laun frá janúar til desember 2018. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 23,5 milljónum króna undir áætlun og eru 2.040 milljónir króna fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 36 milljón krónur yfir áætlun eða 890 milljónir króna. Að lokum er launakostnaður 5 milljón krónur yfir áætlun eða 2.518 milljón krónur í lok desember 2018.
Lagt fram til kynningar.

3.Ársfjórðungsskil Q4 2018 - 2019030016

Kynnt eru drög að uppgjöri Ísafjarðarbæjar fyrir fjórða ársfjórðung 2018.
Drögin kynnt fyrir bæjarfulltrúum.

4.Eyrarskjól - viðbygging - 2016020093

Kynnt yfirfarin niðurstaða tilboða í verkið „Eyrarskjól viðbygging“, dags. 7. mars 2019.
Málið kynnt fyrir bæjarráði. Tilboðin verða tekin fyrir á næsta fundi bæjarráðs þar sem jafnframt verður farið yfir möguleika til að mæta kostnaði umfram fjárhagsáætlun.
Edda María yfirgefur fundinn kl. 9:07.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:54

5.Umsóknir 2018 í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða - 2018100074

Lagt er fram bréf Guðrúnar Dóru Brynjólfsdóttur f.h. Ferðamálastofu, dags. 8. mars sl., þar sem tilkynnt er að umsókn Ísafjarðarbæjar um styrk til byggingar þjónustuhúss að Skrúði hafi verið samþykkt og styrkur veittur að fjárhæð kr. 13.781.542,-.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Framkvæmdasjóðs Skrúðs um verkefnið og aðkomu sjóðsins að byggingu þjónustuhússins.

6.Ísland ljóstengt 2019 - 2018110069

Lagt fram tilboð Fjarskiptasjóðs til Ísafjarðarbæjar, dags. 25.febrúar 2019, vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2019.
Bæjarráð tekur tilboði Fjarskiptasjóðs og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn við Fjarskiptasjóð f.h. Ísafjarðarbæjar.

7.Grunnskóli Ísafjarðar - rannsókn á myglusveppum - 2019030008

Kynnt vinnuskjal sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, Margrétar Halldórsdóttur, dags. 8. mars sl., þar sem farið er yfir fyrstu viðbrögð og aðgerðir þegar upp kom mygla í Grunnskólanum á Ísafirði.
Bæjarráð þakkar fyrir greinargóð svör og viðbragðsáætlun stjórnenda. Bæjarráð óskar eftir áframhaldandi upplýsingagjöf um málið.
Margrét og Brynjar Þór yfirgefa fundinn kl. 9:27.

Gestir

  • Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:16

8.Öll vötn til Dýrafjarðar - 2018090052

Lagður er fram tölvupóstur Agnesar Arnardóttur, verkefnastjóra Allra vatna til Dýrafjarðar - Þingeyri, dags. 7. mars sl., með upplýsingum um þau verkefni sem hlutu styrk úr sjóði verkefnastjórnar á vegum Byggðastofnunar til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð, ásamt fréttatilkynningu og rökstuðningi fyrir styrkúthlutun.
Lagt fram til kynningar.

9.Samningur um rannsóknar- og virkjunarleyfi Úlfsár í Dagverðardal. - 2018010007

Kynnt eru drög að málflutningsyfirliti sem Andri Árnason, hrl., bæjarlögmaður Ísafjarðarbæjar mun leggja fram á mánudaginn í aðalmeðferð í máli Orkubús Vestfjarða gegn Ísafjarðarbæ.
Málið kynnt fyrir bæjarráði.

10.Fyrirhugaður samruni Advania Holding hf. og Wise - umsagnarbeiðni Samkeppniseftirlitsins - 2019030021

Lagt er fram bréf Markúsar Árna Vernharðssonar, f.h. Samkeppniseftirlitsins, dags. 1. mars sl. sem barst 4. mars sl., þar sem óskað var umsagnar Ísafjarðarbæjar vegna fyrirhugaðs samruna Advania Holding hf. og Wise lausna ehf., ásamt samrunaskrá og viðbóta við samrunaskrá.
Bæjarráð hefur áhyggjur af því að samruninn leiði af sér hærra verð til sveitarfélaga á bókhaldslausnum þar sem samkeppni verður minni. Hins vegar vonast Ísafjarðarbær eftir því að samlegðaráhrifin leiði til bættrar og einfaldari þjónustu og þar með hagræðingar fyrir sveitarfélög.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir Ísafjarðarbæ til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál.
Lagt fram til kynningar.

12.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2019 - 2019030020

Lögð er fram til kynningar fundargerð 117. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða sem haldinn var þriðjudaginn 5. mars sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:36.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?