Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1051. fundur 25. febrúar 2019 kl. 08:05 - 08:48 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sindragata 4A, útboð og framkvæmd verkþátta. - 2018050038

Lögð fram til kynningar fundargerð 13. verkfundar, dagsett 22. febrúar 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Eyrarskjól - viðbygging - 2016020093

Lagður fram til samþykktar verksamningur milli Ísafjarðarbæjar og Tækniþjónustu Vestfjarða ehf., dagsettur 20. febrúar 2019, vegna eftirlits með viðbyggingu við Eyrarskjól.
Bæjarráð samþykkir verksamninginn, en bæjarráðsfulltrúar höfðu áður samþykkt samninginn með tölvupósti.

3.Uppbyggingasamningar 2019 - 2018080049

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem farið er yfir þær beiðnir um uppbyggingasamninga sem fyrir liggja. Jafnframt eru lagðar fram beiðnir íþróttafélaganna og fylgigögn sem fylgdu umsóknunum.

Í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2019 sem samþykkt var í desember 2018, var sú fjárhæð sem verið hefur í uppbyggingasamningum lækkuð úr tólf milljónum í sex milljónir. Nú þegar hefur þremur milljónum verið ráðstafað með eldri samningi. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði uppbyggingasamningar við þau fjögur félög sem óskað hafa eftir samningum og hvert félag fái kr. 1.000.000 til eins árs og upphæð til uppbyggingasamninga verði kr. 7.000.000 í stað kr. 6.000.000.
Málið rætt. Sviðstjóra falið að vinna málið áfram í íþrótta- og tómstundanefnd.
Margrét yfirgefur fundinn kl. 8:26.

Gestir

  • Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:11

4.Afreksbraut við Menntaskólann á Ísafirði - 2018040003

Á 1050. fundi bæjarráðs sem haldinn var 18. febrúar sl., var bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Menntaskólann á Ísafirði vegna afreksíþróttabrautar og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Lagður er fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2019 til að mæta kostnaði við styrk Ísafjarðarbæjar við afreksíþróttasvið Menntaskóla Ísafjarðar. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki viðaukann og samninginn milli Ísafjarðarbæjar og Menntaskólans á Ísafirði, dags. 21. febrúar sl.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og samninginn milli Ísafjarðarbæjar og Menntaskólans á Ísafirði um styrk við afreksíþróttasvið Menntaskóla Ísafjarðar.

5.Ósk um samstarf við Ísafjarðarbæ til að leita úrbóta fyrir villta ketti - 2016080022

Lagt fram bréf frá Dýraverndunarfélaginu Villiköttum, dagsett 1. nóvember sl., þar sem óskað er eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ um heimildir félagsins til að sinna dýravelferð í bæjarlandi Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra skoða málið áfram.

6.Innviðagreining fyrir Vestfirði - 2019020072

Lagður fram tölvupóstur Línu Bjargar Tryggvadóttur f.h. Vestfjarðastofu, dagsettur 18. febrúar sl., ásamt bréfi þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær tilnefni fulltrúa í samráðshóp vegna vinnu við innviðagreiningu á Vestfjörðum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilnefna fulltrúa í samráðshópinn.

7.Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2018 - 2019020071

Lagður fram ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2018.
Lagt fram til kynningar.

8.Frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 21. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255. mál. Umsagnarfrestur er til 14. mars.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í velferðarnefnd.

9.Tillaga til þingsályktunar um velferðartækni, 296. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 21. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um velferðartækni, 296. mál. Umsagnarfrestur er til 14. mars.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í velferðarnefnd.

10.Tillaga til þingsályktunar um staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll á Vestfjörðum. 152. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 21. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll á Vestfjörðum. 152. mál. Umsagnarfrestur er til 7. mars.
Bæjarráð fagnar umræðunni um nýtt staðarval fyrir nýjan flugvöll og felur bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar að útbúa umsögn um tillöguna.

11.Velferðarnefnd - 436 - 1902015F

Fundargerð 436. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 21. febrúar. Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:48.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?