Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1003. fundur 29. janúar 2018 kl. 08:05 - 10:52 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ísafjarðarappið - umsókn um styrk - 2018010064

Á 1002. fundi bæjarráðs 22. janúar sl. var lögð fram styrkbeiðni Hauks Sigurðssonar, er barst með tölvupósti 16. janúar sl., þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 1.000.000, fyrir "Ísafjarðarappið", smáforrit fyrir snjallsíma með fræðslu fyrir ferðamenn um fólk, menningu og sögu Ísafjarðar.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu beiðnarinnar og óskaði eftir fundi með styrkbeiðanda.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjórn að sjá um afgreiðslu málsins.
Haukur yfirgefur fundinn kl. 8:20.

Gestir

  • Haukur Sigurðsson - mæting: 08:05

2.Styrkbeiðni vegna Stútungs 2018 - 2018010100

Óskað er eftir styrk til leigu á Íþróttahúsinu á Flateyri vegna Stútungs 2018.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Stútung um leigu á húsnæði, gólfi og pöllum.

3.Breyting á fjárfestingaráætlun vegna kaupa á fjölplógi fyrir þjónustumiðstöð - 2017020049

Á 1002. fundi bæjarráðs var tekið fyrir mál 2018-01-0070, um kaup á fjölplóg fyrir þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, um kaup á nýjum fjölplógi og fól bæjarstjóra að gera viðauka vegna kaupanna.
Lögð er fram tillaga að breyttri fjárfestingaráætlun m.t.t. til fjárfestingarinnar. Ekki telst þörf á viðauka þar sem gert er ráð fyrir ófyrirséðum framkvæmdum í fjárfestingaráætlun Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.

4.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Lagt fram bréf Ómars Ingþórssonar f.h. Skipulagstofnunar, dagsett 24. janúar sl., ásamt tilkynningu um allt að 700 tonna eldi á þorski og regnbogasilungi Hábrúnar í Skutulsfirði. Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

5.Sindragata 4a - tillaga að töku tilboðs - 2016100023

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þór Jónassonar, dagsett 26. janúar 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. um verkfræðihönnun, útboð og eftirlit vegna byggingar fjölbýlishúss að Sindragötu 4a.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um að semja við Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:41

6.Sindragata 4a - viðræður við Bjarg íbúðafélag - 2016100023

Lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 17. janúar sl., vegna viðræðna við Bjarg íbúðafélag, um mögulegt samstarf við byggingu íbúða við Sindragötu 4a.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna Bjargi íbúðafélagi athugasemdir sviðsstjóra varðandi mögulegt samstarf byggingarinnar.
Brynjar Þór yfirgefur fundinn kl. 9:28.

7.Ísland ljóstengt 2018 - 2017100045

Tæknideild Ísafjarðarbæjar í samráði við verkfræðistofuna Eflu sótti um styrk vegna átaksverkefnisins Ísland ljóstengt 2018. Heildarkostnaður verkefnis var 44.000.000 sótt var um styrk að upphæð 27.600.000 mótframlag Ísafjarðarbæjar var áætlað 9.600.000, inntaksgjöld 6.800.000
Ekki fékkst sú upphæð sem sótt var um, úthlutun fjarskiptasjóðs var 18.771.000
Lagt er til við bæjarráð að samþykkja styrkúthlutun Fjarskiptasjóðs, auk kostnaðar vegna vinnu Eflu, verði framlag Ísafjarðarbæjar til verkefnisins allt að 9,6 mkr. og í framhaldinu verði leitað til þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á þátttöku í verkefninu um þeirra tillögur um útfærslu á því. Miðað verði við að sem flestir staðir verði tengdir. Fyrir það fé sem er til ráðstöfunar.

Fjarskiptafélögin Míla og Snerpa hafa lýst yfir áhuga á samstarfi einnig hefur Efla lýst yfir áhuga á stökum verkþáttum.
Gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna framlags bæjarins. Enn fremur er lagt til við bæjarráð að bæjarstjóri fái heimild bæjarráðs til staðfestingar samnings við Fjarskiptasjóð um
úthlutaðan styrk sem greiðist sbr. 24. gr. í skilmálum Fjarskiptasjóðs.
Lagt er til að Skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að rita Mílu og Snerpa bréf þar sem greint er frá áformum bæjarráðs og viðkomandi aðilum boðið að skila tillögum um grófhönnun sem síðar verði lögð fyrir að nýju fyrir bæjarráð.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að útbúa viðauka vegna málsins og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa.

8.Lánsumsókn til Ofanflóðasjóðs 2018 v. 2016-2017 - 2017010035

Lagt er fram afrit af lánsumsókn Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 24. janúar sl., til Ofanflóðasjóðs vegna kostnaðar 2016 og 2017, samtals 43 milljónir króna, sem lagt er til að sent verði til Ofanflóðasjóðs. Um er að ræða hluta af áætlaðri lántöku ársins 2018.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að lántöku

9.Leigusamningur um Hafnarstræti 20. - 2017050073

Kynntur húsaleigusamningur um Hafnarstræti 20, sem hýsir líkamsræktarstöðina Stúdíó Dan, dagsettur 26. janúar sl.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðan húsaleigusamning.

10.Stúdíó Dan ehf - leigusamningur - 2017050073

Kynnt drög að leigusamningi um húsnæði, tæki og búnað í Stúdíó Dan ehf. til einkahlutafélags.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að leggja samninginn fullbúinn fyrir bæjarstjórn.

11.Afskriftarbeiðnir Sýslumanns 2018 - 2018010092

Kynnt afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum, dagsett 18. janúar sl., vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda að fjárhæð 1.826.762. Krafan er fyrnd en fyrning á einstaklinga er tvö ár.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkir að afskrifa kröfuna í bókum Ísafjarðarbæjar.

12.Rammasamningar - 2017090026

Á 998. fundi bæjarráðs 11. desember sl., var bæjarstjóra falið að skoða kosti og galla rammasamninga fyrir sveitarfélagið. Nú er málið lagt fyrir aftur ásamt minnisblaði Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 26. janúar 2018.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkir að fresta því að gerast aðilar að rammasamningi Ríkiskaupa þar til búið er að taka á ýmsum athugasemdum varðandi rammasamningana sem tengiliðahópur um opinber innkaup hefur gert við Ríkiskaup.

13.Orkuréttindi og eignarhald þeirra - 2017010011

Lagt fram bréf Elíasar Jónatanssonar, orkubússtjóra Orkubús Vestfjarða, dagsett 22. janúar sl. varðandi vatnsréttindi og samning sem Ísafjarðarbær hefur gert við AB-fasteignir vegna virkjunar í Úlfsá.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara. Bæjarstjóri upplýsti að hann á fund með orkubússtjóra síðar í dag.

14.Móttaka kvótaflóttamanna á árinu 2018. - 2017120027

Umræður um móttöku flóttamanna.
Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, mætir til fundarins og gerir grein fyrir stöðu móttöku kvótaflóttamanna á Norðanverðum Vestfjörðum í febrúar 2018.
Margrét yfirgefur fundinn kl. 10:15.

Gestir

  • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 10:05

15.Fyrirspurn um rekstur Byggðasafns Vestfjarða - 2018010072

Lagt er aftur fram til kynningar svar Gísla H. Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 22. janúar 2018, við fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar um rekstur Byggðasafns Vestfjarða, dags. 14. janúar 2018.
Umræður fóru fram um svar Gísla H. Halldórssonar, bæjarstjóra, við fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar, bæjarfulltrúa.

16.Sveinseyrarflugvöllur aðalflugvöllur Vestfjarða - ályktun Þingeyrarakademíunnar - 2018010102

Lagður fram tölvupóstur Hallgríms Sveinssonar f.h. Þingeyrarakademíunnar, dagsettur 24. janúar sl., ásamt ályktun um Sveinseyrarflugvöll sem mögulegan aðalflugvöll fyrir Vestfirði.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar þakkar Þingeyrarakademíunni erindið, mál aðalflugvallar Vestfjarða er þegar í skoðun.

17.Samningar um samstarf sveitarfélaga - 2018010103

Lagt fram bréf Hermanns Sæmundssonar og Ólafs Kr. Hjörleifssonar, f.h. samöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dagsett 25. janúar sl., þar sem óskað er upplýsinga um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að, sem og áliti sveitarfélagsins á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að taka til upplýsingarnar og leggja aftur fyrir bæjarráð.

18.Framtíð líkamsræktaraðstöðu í Skutulsfirði - kaup á Stúdíó Dan - 2017050073

Lagt er fram til kynningar minnisblað Andra Árnasonar, lögmanns, hrl., dags. 24. janúar 2018, varðandi greiðslu kaupverðs vegna hluta í Stúdío Dan ehf.
Kristján Andri Guðjónsson og Marzellíus Sveinbjörnsson bæjarfulltrúar í Ísafjarðabæ leggja fram eftirfarandi bókun varðandi framlagt álit bæjarlögmanns á greiðslu á kaupum á Studíó Dan ehf.:

„Undiritaðir bæjarfulltrúar taka undir orð bæjarlögmanns ísafjarðabæjar Andra Árnasonar að bæjarstjóri Ísafjarðabæjar hafi innt af hendi greiðslu upp á kr. 7,5 milljónir án þess að hafa til þess heimild. Ljóst má vera svo notuð séu orð bæjarlögmanns að um yfirsjón bæjarstjóra er að ræða en ekki er hægt að taka undir bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi bæjarstjórnar þann 18. janúar sl. að um sé að ræða ámælisverðan gjörning enda nær álit bæjarlögmanns engan vegin þeim hæðum. Hins vegar er það krafa okkar sem bæjarfulltrúa Ísafjarðabæjar að ávallt skuli hafa góða stjórnsýslu að leiðarljósi og að ávallt skuli leitast við að gera betur í þeim efnum.“

19.Fundargerðir 2018 - Fjórðungssamband Vestfirðinga - 2018010033

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 24. janúar sl., ásamt fundargerð stjórnar sambandsins frá 18. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

20.BsVest - fundargerðir og tilkynningar 2018 - 2018010101

Lagður fram tölvupóstur Sifjar Huldar Albertsdóttur, verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dagsettur 23. janúar sl., ásamt fundargerðum stjórnar Byggðasamlagsins frá 20. desember og 18. janúar sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Umræður fóru fram um efni fundargerðarinnar.

21.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 492 - 1801015F

Fundargerð 492. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 24. janúar sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 492 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar undir vegsvæði Vegagerðar úr landi Kjaransstaða.

    Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi við afgreiðslu erindis.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 492 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja meðfylgjandi tillögu og heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulega breytingu.

    Nefndin telur um að einungis sé verið að gera leiðréttingu m.v þinglýst gögn og rúmist innan þess að vera óveruleg breyting miðað við gátlista Skipulagsstofnunar.

    Magni Hreinn Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindis.

22.Velferðarnefnd - 424 - 1801010F

Fundargerð 424. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 23. janúar sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:52.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?