Ný og glæsileg kortasjá

Ný og nokkuð glæsilegt kortasjá hefur verið tekin í notkun fyrir Ísafjarðarbæ á slóðinni map.is/isafjordur/. Þar má nú þegar fá ýmsar upplýsingar á myndrænu formi eins og t.d. um raf-, vatns- og frárennslislagnir, deiliskipulag, húseignir, verndarsvæði, áhættulínur vegna náttúruváar og forgang snjómoksturs svo eitthvað sé nefnt. Við höldum áfram að dæla þarna inn nytsamlegum upplýsingum eftir því sem ástæða og efni eru til. Þannig verður innan tíðar hægt að flétta upp húsateikningum í kortasjánni, en þess ber að geta að innskönnun og flokkun þeirra er í hægri en öruggri vinnslu.

Kortasjáin er lagskipt og getur fólk hakað við hvaða upplýsingar það vill fá hverju sinni.