Ísafjarðarbær semur við Arkís um heildarendurskoðun á Aðalskipulagi 2020-2032

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Þorvarður Lárus Björgvinsson framkvæmdastjóri Arkís, Axel Rodrigu…
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Þorvarður Lárus Björgvinsson framkvæmdastjóri Arkís, Axel Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, og Björn Guðbrandsson, arkitekt og eigandi Arkís við undirritun samningsins.

Samningur við arkitektastofuna Arkís um heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2020-2032 var undirritaður miðvikudaginn 2. október. Arkís bauð lægst í verkið en þetta er í fyrsta skipti sem endurskoðun á aðalskipulagi fer í gegnum örútboð Ríkiskaupa.