Umsjónarmaður félagsstarfs aldraðra – Flateyri
Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns félagsstarfs aldraðra á Flateyri. Um er að ræða 22% starfshlutfall, frá byrjun janúar 2026 eða eftir nánara samkomulagi. Næsti yfirmaður er öldrunarfulltrúi á velferðarsviði.
Helstu verkefni
- Skipulagning félagsstarfs og kynning á starfsemi
- Aðstoða þjónustuþega við félagsstarf og tómstundaiðju
- Aðhlynning við dagdvalargesti
- Innkaup og umsjón með síðdegiskaffi fyrir þjónustuþega í félagsstarfi og dagdvöl
Menntun og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af starfi með öldruðum er kostur
- Lipurð, sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, drift og skipulagshæfni
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (Kjöl/ VerkVest).
Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2025. Umsóknir skulu sendar til Svanlaugar Bjargar Másdóttur, öldrunarfulltrúa á netfangið svanlaugm@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af prófskírteinum. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Nánari upplýsingar veitir Svanlaug, í síma 450-8000 eða í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
-Við þjónum með gleði til gagns-