Náttúruverndarstofnun – Sérfræðingur í gerð stjórnunar- og verndaráætlana
Viltu móta framtíð friðlýstra svæða og leggja þitt af mörkum til verndar íslenskri náttúru?
Náttúruverndarstofnun leitar að metnaðarfullum sérfræðingi með framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni til að taka þátt í gerð stjórnunar- og verndaráætlana. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og gefandi og verður starfsmaðurinn hluti af samhentu teymi þar sem fagmennska og virðing fyrir náttúrunni eru í forgrunni.
Starfinu er unnt að sinna frá einhverri af 15 starfsstöðvum Náttúruverndarstofnunar sem staðsettar eru víða um land. Ráðið verður í starfið tímabundið til 3 ára.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði
- Samskipti við stofnanir, sveitafélög, landeigendur og aðra hagsmunaaðila
- Þátttaka í stefnumótun og þróun verkferla
- Þátttaka í gerð umsagna vegna skipulagsmála
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum og þjónustulund
- Góð skipulagsfærni og geta til að forgangsraða verkefnum
- Gott frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Reynsla eða þekking á stefnumótunarvinnu kostur
- Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
- Gott vald á íslensku og ensku
- Góð almenn tölvukunnátta
- Áhugi á umhverfismálum og náttúruvernd
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Um Náttúruverndarstofnun
Náttúruverndarstofnun tók til starfa þann 1. janúar 2025 þegar starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs og sá hluti Umhverfisstofnunar sem sneri að náttúruvernd og lífríkis- og veiðistjórnun sameinuðust í nýja stofnun. Stofnunin hefur víðtækt hlutverk í náttúruvernd, sjálfbærri þróun og vernd friðlýstra svæða ásamt umsjón með villtum dýrum og veiðistjórnun. Markmið hennar er að tryggja að náttúra Íslands njóti verndar til framtíðar.
Vinsamlegast látið ferliskrá og kynningarbréf þar sem færð eru rök fyrir hæfni í starfið fylgja með umsókninni.Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð kyni og uppruna.Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 05.12.2025
Nánari upplýsingar veitir
Hákon Ásgeirsson
Tölvupóstur: hakon.asgeirsson@nattura.is
Sími: 591 2134
Davíð Örvar Hansson
Tölvupóstur: david.o.hansson@nattura.is
Sími: 591 2136