Grunnskólinn á Suðureyri - Skólastjóri

Laust er til umsóknar 100% starf skólastjóra við Grunnskólann á Suðureyri. Leitað er að öflugum og framsýnum leiðtoga til að leiða þróttmikið skólastarf. Í dag eru nemendur Grunnskóla Suðureyrar um 40 og eru einkunnarorð skólans ástundun, árangur og ánægja. Skólinn er Uppbyggingarskóli og hefur innleitt leiðsagnarnám í samstarfi við aðra skóla á svæðinu. Sérstakt verkefni hefur verið í gangi um uppbyggingu orðaforða og einnig eru áhugasviðsverkefni nemenda mikilvægur hluti skólastarfsins. Næsti yfirmaður skólastjóra er sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs.

Í Ísafjarðarbæ búa tæplega 4000 íbúar. Suðureyri er eitt hinna „fögru fimm“ þorpa sem mynda sveitarfélagið og búa þar um 300 manns. Á Suðureyri er íþróttahús, sundlaug og lítil verslun og einkennist svæðið af einstakri náttúrufegurð. Stutt er í alla þjónustu og er Ísafjörður í um 20 km fjarlægð. Nánari upplýsingar er að finna á www.isafjordur.is.

Starfssvið:

  • Að veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
  • Að leiða samstarf nemenda, starfsmanna, heimila og skólasamfélagsins í heild
  • Að stýra skólanum og bera ábyrgð á daglegri starfsemi, starfsmannamálum, fjárhagsáætlunum og rekstri

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf grunnskólakennara og kennslureynsla á grunnskólastigi
  • Leiðtogahæfileikar, lipurð og færni í samskiptum
  • Metnaður, hugmyndaauðgi og skipulagshæfni
  • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri æskileg
  • Vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að miðla upplýsingum bæði í mæltu máli og rituðu
  • Reynsla af þátttöku í þróunarstarfi (kostur)

Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum, er skapandi, metnaðarfull(ur) og með mikla samstarfshæfni. Starfið er laust frá 1. ágúst 2024. Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknafrestur er til og með 2. apríl 2024.

Umsókn þarf að fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), afrit af leyfisbréfi til kennslu og prófskírteinum, upplýsingar um frumkvæði á sviði skólamála og annað er málið varðar (kynningarbréf). Umsóknum skal skilað til mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar í netfangið baldurjo@isafjordur.is. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Upplýsingar um starfið veitir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, Hafdís Gunnarsdóttir, í síma 450-8000 og í gegnum tölvupóst: hafdisgu@isafjordur.is.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?