Velferðarnefnd

469. fundur 21. mars 2023 kl. 14:30 - 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson formaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Hlynur Reynisson varamaður
  • Dagbjört Sigrún Hjaltadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Harpa Stefánsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
  • Svala Sif Sigurgeirsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Öldungaráð - ýmis mál 2023 - 2023020053

Öldungarráð mætt til fundar til þess að ræða málefni aldraðra og áhersluatriði tengd þeim.
Fundi með velferðarnefndar með öldungarráði var frestað til næsta fundar velferðarnefndar.

2.Nýr bæklingur Fjölmenningarseturs - Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna - 2023030084

Lagt fram bréf Nicole Leigh Mosty, forstöðumanns Fjölmenningarseturs, ódagsett, þar sem kynntur er bæklingurinn „Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna.“ Bæklingurinn er einnig lagður fram til kynningar.
Velferðarnefnd þakkar fyrir kynningu á bæklingi um mótttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna og bindur miklar vonir við að áætlunin gangi eftir.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 9. mars 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál. Umsagnarfrestur er til 23. mars.
Þingsályktunartillaga lögð fram til kynningar og telur velferðarnefnd ekki þörf á að senda inn umsögn.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur Margrétar Mjallar Benjamínsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 9. mars 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, 165. mál. Umsagnarfrestur er til 23. mars.
Þingsályktunartillaga lögð fram til kynningar og telur velferðarnefnd ekki þörf á að senda inn umsögn.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?