Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
95. fundur 07. apríl 2020 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Fundur haldinn með Zoom fjarfundabúnaði.

1.Göngustígar 2020 - 2020010070

Lögð fram samantekt um áætlaðan kostnað vegna göngustíga í samræmi við fundarbókun fyrri fundar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að farið verði í þessar framkvæmdir og bætt verði við áningastöðum. Umhverfisfulltrúa er falið að hefja hugmyndavinnugerð vegna göngustígs að Siggakofa, einnig að göngustígatengingu við Engidal.

2.Terra - eftirlit 2020 - 2020010053

Lagt fram minnisblað Ralfs Trylla, umhverfisfulltrúa dags. 21.2.2020 varðandi hækkun gjaldskrár fyrir sorp á móttökustöð með tilliti til hækkunar urðunargjalds og vísitöluhækkana skv. samningi um sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd minnir á að staðið verði við gerða samninga. Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar til bæjarstjórnar breyttri gjaldskrá vegna hærra urðunargjalds og vísitölubreytinga.

3.Hundaeftirlit 2020 - 2020030070

Umræður um samþykkt um hundahald í Ísafjarðarbæ og svæði þar sem hundar mega vera í lausagöngu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd minnir á að lausaganga hunda er bönnuð innan þéttbýlis og hundaeigendur þurfi að taka tillit til annarra og sýna kurteisi. Málinu er vísað til skipulags- mannvirkjanefndar til frekari útfærslu.

4.Kría í sveitafélaginu - 2020030082

Umræður um kríur og aðkomu sveitarfélagsins um varpsvæði þeirra.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd minnir á að krían er friðaður fugl. Umhverfisfulltrúa er falið að vinna að lausnum næst mannabyggðum, þar sem vandamálið er stærst.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?