Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
2. fundur 14. mars 2024 kl. 08:15 - 09:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir formaður
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varaformaður
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Kristbjörg Sunna Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda, sat fundinn á meðan skólamálin voru rædd.

1.Erindi til fræðslunefndar frá Þóri Guðmundssyni, varðandi eineltisteymi í Grunnskólanum á Ísafirði - 2024030044

Lagt fram erindi er barst frá Þóri Guðmundssyni nefndarmanni í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd, erindið varðar verkferla í eineltismálum í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Kristjáni A. Ingasyni, skólastjóra GÍ, fyrir góða kynningu á verkferlum þegar einelti og samskiptavandi eru tilkynnt í skólanum. Nefndin ítrekar mikilvægi þess að farið sé eftir þeim þegar tilkynningar berast skólanum.

Gestir

  • Kristján Arnar Ingason skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði

2.Málstefna Ísafjarðarbæjar - 2023090020

Á 1254. fundi bæjarráðs, þann 11. september 2023, var lagt fram erindi innviðaráðuneytisins, dags. 5. september 2023, um hvatningu til sveitarstjórna um mótun málstefnu, í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga. Var jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 6. september 2023, vegna málsins.

Bæjarráð samþykkti að hafin verði vinna við gerð málstefnu og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram. Málið var aftur tekið fyrir á 1271. fundi bæjarráðs, þar sem drög að málstefnu Ísafjarðarbæjar voru lögð fram.

Var málinu vísað til umsagnar fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefnd, nú skóla-, íþrótta-, og tómstundanefndar.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd telur mikilvægt að í málstefnu Ísafjarðarbæjar sé mótuð skýr stefna varðandi veitta túlkaþjónustu á vegum Ísafjarðarbæjar.
Þórir Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið.

3.Uppbyggingarsamningar 2024 - 2023100122

Lagðar fram umsóknir um uppbyggingarsamninga fyrir árið 2024 frá aðildarfélögum HSV.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði uppbyggingarsamningar við eftirfarandi félög. Heildarupphæð úthlutunar er 12.000.000. Nefndin leggur til að upphæðin skiptist eftirfarandi:

Klifurfélag Vestfjarða kr. 1.160.000
Golfklúbbur Ísafjarðar kr. 5.830.000
Skíðafélag Ísfirðinga kr. 2.800.000 fyrir snjógirðingum.
Knattspyrnudeild Vestra kr. 2.210.000 til að standsetja gestaklefa (klefa meistaraflokks kvenna) eins og tilgreint er í umsókn.

Verkefnin sem sótt var um í uppbyggingarsjóð eru mörg hver góð og hvetur nefndin umsækjendur sem ekki fengu styrk að sækja um aftur að ári. Nefndin leggur áherslu á að verkefni fá fullan styrk svo líklegra sé að þau verði framkvæmd á árinu.

Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn að upphæð uppbyggingarsamninga verði hækkuð á næsta ári en hún hefur haldist óbreytt í mörg ár. Það er kominn tími til að endurskoða upphæðina sem og að vísitölutengja hana.

4.Starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar 2024. - 2024010134

Lögð fram fundargerð 3. fundar starfshóps um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar, fundurinn var haldinn 6. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?