Skipulags- og mannvirkjanefnd - 448. fundur - 13. janúar 2016

Dagskrá:

1.  

Mannvirkjastofnun - ýmis erindi 2014-2015 - 2014100048

 

Lagt er fram bréf Péturs Valdimarssonar, f.h. Mannvirkjastofnunar, dags. 14. desember sl., þar sem vakin er athygli á því að brunavarnaráætlun Ísafjarðarbæjar sé fallin úr gildi. Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu brunavarnaráætlunar sem er í vinnslu hjá slökkviliðinu.

 

 

Gestir

 

Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri - 08:00

 

   

2.  

Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði - 2011020059

 

Deiliskipulag hafnar- og iðnaðarsvæðis, Suðurtanga.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir að sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs meti hvaða lóðir eru úthlutunarhæfar og hvað þarf til að gera þær byggingarhæfar.

 

   

3.  

Aðalgata 15. Umsókn um byggingarleyfi, - 2015120023

 

Fishermann ehf. sækir um leyfi til að stækka gistiheimili til suð-vesturs. Um er að ræða timburbyggingu ofan á steypta hæð sem er fyrir. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags fyrir svæðið.

 

   

4.  

Reykjafjörður, Borgartún. Umsókn um byggingarleyfi - 2015120025

 

Sigurður Stefánsson sækir um leyfi til þess að byggja ljósavélahús/geymslu við sumarhús sitt í Reykjafirði. skv. teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.

 

Engin grenndaráhrif eru vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Erindið er samþykkt.

 

   

5.  

Hlíðarvegur 45, Umsókn um byggingarleyfi - 2015120046

 

Þráinn Eyjólfsson og Gréta Gunnarsdóttir sækja um leyfi til að loka svölum skv. uppdráttum frá Tækinþjónustu Vestfjarða 17.12.2015.

 

Samþykki meðeigenda liggur fyrir. Erindið samþykkt.

 

   

6.  

Mjallargata 1, Umsókn um byggingarleyfi - 2015120045

 

Kristján Rafn Guðmundsson og Íris Rut Jóhannesdóttir sækja um leyfi til að byggja yfir svalir á 3. hæð skv. uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 18.12.2015.

 

Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna. Afgreiðslu frestað.

 

   

7.  

Sæborg í Aðalvík - stofnun þriggja lóða - 2016010020

 

Eigendur Sæborgar í Aðalvík sækja um leyfi til að stofna þrjár nýjar lóðir skv. uppdráttum frá teiknistofunni Eik, dags. 17.12.2015.

 

Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna. Afgreiðslu frestað.

 

   

8.  

Hafnarstræti 4, Ísafirði - fyrirspurn - 2016010013

 

Gunnar Torfason, f.h. Gullauga, sendir fyrirspurn um hvort hækka megi húsið við Hafnarstræti 4, setja lyftu í húsið og hringstiga aftan við það skv. uppdráttum frá Arkiteo dags. 17.12.2015.

 

Hækkun hússins stangast á við hverfisvernd í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og gildandi deiliskipulag fyrir svæðið.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15

 

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Erla Rún Sigurjónsdóttir

Sigurður Mar Óskarsson

 

Ásgerður Þorleifsdóttir

Inga Steinunn Ólafsdóttir

 

Jón Kristinn Helgason

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?