Skipulags- og mannvirkjanefnd - 415. fundur - 9. júlí 2014

Umhverfisnefnd hefur nú hlotið nafnið skipulags- og mannvirkjanefnd

 

Dagskrá:

1.

2012110034 - Endurskoðun erindisbréfa nefnda.

 

Lögð fram drög að erindisbréfi skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur tæknideild að vinna áfram að erindisbréfinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

 

Gísli Halldór Halldórsson vék af fundi.

 

 

2.

2014060065 - Lóðamörk milli Hafnarstrætis 18 og Mjallargötu 4.

 

Lagt fram erindi dags. 20. júní sl. frá húseigendum í Hafnarstræti 18, Ísafirði þar sem óskað er eftir viðræðum um breytingar á lóðamörkum á milli Hafnarstrætis 18 og Mjallargötu 4, Ísafirði.

 

Lagt fram til kynningar. Tæknideild falið að finna lausn á erindinu.

 

   

3.

2014060081 - Skrúfuhaus við Árnagötu.

 

Lagt fram erindi dags. 23. júní sl. frá Sverri Péturssyni hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvör hf. þar sem óskað er álits skipulags- og mannvirkjanefndar á lagfæringum/breytingum á skrúfuhaus sem stendur á horni Suðurgötu og Árnagötu.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið.

 

   

4.

2013060015 - Fossárvirkjun í Skutulsfirði - framkvæmdarleyfi.

 

Lagt fram bréf dags. 6. júní sl. frá Sölva Sólbergssyni framkvæmdastjóra Orkusviðs Orkubús Vestfjarða fh. OV þar sem sótt er að nýju um framkvæmdaleyfi fyrir Fossárvirkjun í Engidal.

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt fyrir Fossárvirkjun með eftirfarandi skilyrðum:
Að sveitarfélagsvegurinn fram Engidalinn verð lagfærður að framkvæmd lokinni, í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar, enda vegurinn ekki gerður fyrir umferð þungavinnuvéla.
Að framkvæmdaslóðar sem ekki eru tilgreindir á deiliskipulagi verði afmáðir.
Að umgengni og frágangur verði til fyrirmyndar og allt rask á framkvæmdatíma verði takmarkað.
Framkvæmdaleyfi verði gefið út eftir að greinargerð um framkvæmd á ofangreindum atriðum hefur verið skilað inn til Ísafjarðarbæjar.

 

   

5.

2010120048 - Snjóflóðavarnir undir Kubba.

 

Lagt fram minnisblað á frumhönnun þvergarð án stoðvirkja sem ver byggð neðan Kubba annars vegar og samverkandi þvergarðs og stoðvirkja hins vegar, ásamt samanburði á þessum tveimur varnartilhögunum m.t.t. áhættu. Minnisblaðið er unnið af Verkís, dags. 4. júní 2014.

 

Lagt fram til kynningar. Tæknideild falið að svara erindi Gauta Geirssonar frá 28. janúar 2014.

 

   

6.

2014010001 - Skipulagsstofnun - ýmsar tilkynningar 2014

 

Lagður fram tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dags. 26. júní sl. þar sem tillkynnt er um Skipulagsdaginn 2014, árlegan samráðsfund Skipulagsstofnunar með sveitarfélögum sem haldinn er í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Fundurinn verður haldinn 29. ágúst nk. á Grand Hótel Reykjavík.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

2013060014 - Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting.

 

Lögð fram lýsing á breytingu á Skipulags- og matslýsing Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Breytingin er unnin af Teiknistofunni Eik, dags. maí 2014.

 

Lagt fram. Tæknideild falið að vinna áfram að lýsingunni og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.

 

   
       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:35

 

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Magni Hreinn Jónsson

Sigurður Mar Óskarsson

 

Ásgerður Þorleifsdóttir

Jóhann Birkir Helgason

 

Gísli Halldór Halldórsson

Anna Guðrún Gylfadóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?