Skipulags- og mannvirkjanefnd - 358. fundur - 14. september 2011

Dagskrá:

 

1.      2010-12-0036 - Torfnesvöllur. - Umsókn um lóð.

Lögð fram umsókn um lóð dags. 16. júní 2011  frá óstofnuðu eignarhaldsfélagi ST2011 ehf.  Erindi var síðast tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar 29. júní 2011.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðarumsóknin verði samþykkt á grundvelli nýsamþykkts deiliskipulags með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða.  Lóðaumsóknin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar. Ekki er tekin afstaða til annarra þátta bréfsins. Umhverfisnefnd óskar eftir því að byggingarnefndarteikningar verði lagðar fyrir nefndina  þegar þær liggja fyrir.

 

2.      2010-01-0039 - Umferðaröryggisáætlun sveitarfélaga.

Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 6. september sl., var lagt fram bréf undirritað af Önundi Jónssyni, yfirlögregluþjóni á Vestfjörðum, dagsett 23. ágúst sl., er varðar umferðarmerkingar í Ísafjarðarbæ og viðhald og endurnýjun þeirra merkja sem til staðar hafa verið.  Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

Umhverfisnefnd felur tæknideild að vinna málið í samstarfi við yfirlögregluþjón og leggja niðurstöðurnar fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2012.

 

3.      2011-06-0018 - Fjallskil 2011.

Síðast tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar 15. júní sl.

Umhverfisnefnd leggur til að smölun fari fram á þann veg að bændur og aðrir fjáreigendur smali eftir niðurröðun í sláturhúsi.

Fyrri smölun verði laugardaginn 24. september nk. og seinni smölun 8. október nk.

Það eru tilmæli umhverfisnefndar til bænda og annarra fjáreigenda, að þeir sleppi ekki fé í haga fyrr en eftir 9. október n.k.

Lagt er til að eftirtaldir verði gangna- og réttarstjórar í Ísafjarðarbæ.

Í Skutulsfirði:

Hraunsrétt:                                                                  Hjálmar Sigurðsson.

Kirkjubólsrétt:                                                             Kristján Jónsson.

Arnardalsrétt:                                                  Halldór Matthíasson.

 

Í Súgandafirði.

Keflavík að Seli:                                                          Svavar Birkisson.

Frá Seli að Sunddal:                                                   Karl Guðmundsson.

Sunddalur fyrir Sauðanes að Flateyri:                        Þorvaldur H. Þórðarson.

Í Önundarfirði:

Svæði 1. Frá Flateyri að Breiðadalsá:                        Ásvaldur Magnússon.

Svæði 2. Frá Breiðadalsá að Vífilsmýrum:                 Magnús H. Guðmundsson.

Svæði 3. Vífilsmýrar að Þórustöðum:                         Ásvaldur Magnússon.

Svæði 4. Þórustaðir að Ingjaldsandi:              Jón Jens Kristjánsson og

                                                                                    Guðmundur St. Björgmundsson.

Í Dýrafirði, Mýrahreppi hinum forna:

Svæði 1. Ingjaldssandur:                                             Elísabet Pétursdóttir.

Svæði 2. Frá Fjallaskaga um Ytri- Hlíðar,

Nesdal og Barða:                                                        Elísabet Pétursdóttir.

Svæði 3. Frá Fjallaskaga að Alviðru:                         Hermann Drengsson.

Svæði 4. Alviðrufjall og Núpsdalur:                            Guðmundur Ásvaldsson og

                                                                                    Jón Skúlason.

Svæði 5. Frá Hvassahrygg að Glórugili:                    Jón Skúlason og Karl A Bjarnason

Svæði 6. Frá Glórugili að Höfða:                               Hermann Drengsson og

                                                                                    Steinþór A. Ólafsson.

Svæði 7. Höfði að Botnsá:                                          Sighvatur Jón Þórarinsson og

                                                                                    Guðmundur Steinþórsson.

Í Dýrafirði, Þingeyrarhreppi hinum forna:

Svæði 1. Frá Botnsá að Þingeyri:                               Ómar Dýri Sigurðsson.

Svæði 2. Brekkudalur að Kirkjubólsdal:                     Guðrún Steinþórsdóttir.

Svæði 3. Kirkjubólsdalur að Hólum:                          Sigrún Guðmundsdóttir.

Svæði 4. Hólar að Lokinhömrum:                              Friðbert Jón Kristjánsson og

                                                                                    Kristján Gunnarsson.

Í Arnarfirði, Auðkúluhreppi hinum forna:

Svæði 1. Lokinhamradalur:                                        Friðbert Jón Kristjánsson.

Svæði 2. Stapadalur og Álftamýri:                              Guðmundur G. Guðmundsson.

Svæði 3. Bauluhús að Hjallkárseyri:                           Hreinn Þórðarson.

Svæði 4. Hjallkárseyri að varnarg. á Mjólkárhl.:       Steinar R. Jónasson.

Svæði 5. Frá Mjólkárhlíð til og með Hokinsdal:         Árni Erlingsson.

                                   

Húsráðendur þar sem aðkomufé er rekið til réttar eða húsa skulu tilkynna eigendum þess um það svo fljótt sem auðið er.

Sigurður Jón Hreinsson lét bóka eftirfarandi:

 Málefni fjallskila og flestra annarra mála sem snúa að landbúnaði hafa verið í mjög slæmum farvegi frá því að landbúnaðarnefnd var lögð niður. Sést það ágætlega með því  að í dag er samþykkt niðurröðun gangnastjóra vegna fjallskila sem þegar eru hafin.

Umhverfisnefnd tekur undir bókunSigurðar og  að finna þurfi stjórn fjallskila betri farveg.

 

4.      2011-08-0024 - Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. - Tillaga til þingsályktunar.

Erindi frestað á síðasta fundi umhverfisnefndar 30. ágúst sl.

Erindinu frestað.

 

5.      2011-08-0021 - Deiliskipulag. - Ásgeirsbakki, Ísafirði.

Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 30.ágúst sl.

Hafnarstjórn tók deiliskipulagstillöguna fyrir á fundi sínum 6 sept.sl. Hafnarstjórn fagnar því að byggt verði á þessum reit (1a), en hafnar framkominni tillögu varðandi breytingar á deiliskipulagi er snýr að lóð inn á Ásgeirsbakka, Ísafirði. Lóðarmörk verði í sömu línu og aðrar byggingar, sem nú þegar standa við Ásgeirbakka.

Lögð fram breytt deiliskipulagstillaga frá Teiknistofunni Eik. dags. 13. sept. 2011 í samræmi við athugasemdir hafnarstjórnar.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

 

6.      Önnur mál.

  • Skógræktarfélag Ísafjarðar.

Umhverfisnefnd óskar eftir fundi með Skógræktarfélagi Ísafjarðar, um framvindu skógræktar í Skutulsfirði.

Ralf Trylla falið að boða forsvarsmenn Skógræktarfélags Ísafjarðar á næsta fund umhverfisnefndar.

  • Umhverfisstefna Ísafjarðarbæjar.

Umhverfisnefnd felur tæknideild að vinna drög að áætlum um gerð umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:25.

 

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.

Gísli Halldór Halldórsson.                                   

Sigurður Jón Hreinsson.

Lína Björg Tryggvadóttir.                                    

Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.                                           

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.  

Er hægt að bæta efnið á síðunni?