Skipulags- og mannvirkjanefnd - 355. fundur - 13. júlí 2011

 

Dagskrá:

1.      2009-05-0011 - Leira í Leirufirði - breytingar.

Lagt fram bréf dags. 28. júní sl. frá Sólberg Jónssyni vegna stækkunar tækjarýmis í Leirufirði. Erindið var síðast á dagskrá 27. apríl sl.

Umhverfisnefnd frestar erindinu en óskar eftir áliti lögmanns Sambands Íslenskra Sveitarfélaga, auk  frekari upplýsinga um staðhæfingar bréfritara.

2.      2011-07-0017 - Úttekt á leikvöllum og opnum svæðum.

Lögð fram skýrsla á úttekt á leiksvæðum Ísafjarðarbæjar. Skýrslan er unnin af Jóhanni Bæring Gunnarssyni umsjónamanni eigna.

Umhverfisnefnd óskar eftir samantekt og tillögum til úrbóta þar sem þeirra er þörf ásamt forgangsröðun og kostnaðarmati.

3.      2011-07-0023 - Reglugerð um landsskipulagsstefnu - umsagnarbeiðni.

Lagt fram bréf dags. 4. júlí sl. frá Sigríði Auði Aradóttur fh. umhverfisráðherra þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á drögum að reglugerð á einum kafla í nýrri skipulagsreglugerð sem ber heitið landsskipulagsstefna. Umsagnir skulu berast ráðuneytinu eigi síðar en 15. ágúst nk.

Erindið verður tekið fyrir á næsta fundi umhverfisnefndar.

4.      2011-06-0003 - Gerð nýrrar byggingarreglugerðar.

Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 7. júlí sl.

Málið rætt og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.      2009-04-0020 - Sjókvíaeldi í Dýrafirði.

Lagt fram bréf dags. 7. júlí 2011 frá Fiskistofu þar sem óskað er umsagnar á umsókn Dýrfisks ehf. um rekstrarleyfi til sjókvíeldis á lax og regnbogasilungi í Dýrafirði.

Umhverfisnefnd óskar eftir umsögn  íbúasamtakanna Átaks á erindinu. Einnig óskar umhverfisnefnd eftir upplýsingum frá Fiskistofu um önnur rekstarleyfi til fiskeldis í sveitarfélaginu.

 

6.      2011-04-0098 - Reglugerð um bann við dragnótaveiðum í fjörðum Vestfjarða.

Lagt fram bréf dags. 7. júlí 2011 frá Jóhanni Guðmundssyni f.h. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem kynntar eru breytingar ráðuneytisins á áður útsendum tillögum að veiðisvæðum dragnóta í fjörðum Vestfjarða.

Lagt fram til kynningar.

 

7.      Önnur mál.

  • Framkvæmdir á Ingjaldssandi.

Byggingarfulltrúi skýrði frá stöðu mála á Ingjaldssandi.

 

  • Skógrækt í Ísafjarðarbæ.

Rætt um skógrækt í Ísafjarðarbæ. Umhverfisnefnd óskar eftir fundi með stjórn         Skógræktarfélags Ísafjarðar.

 

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:00.

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.

Gísli Halldór Halldórsson.                                         

Sigurður Jón Hreinsson.

Lína Björg Tryggvadóttir.                                          

Magnús Reynir Guðmundsson.               

Daníel Jakobsson.                                                                                    

Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.                                           

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?