Skipulags- og mannvirkjanefnd - 332. fundur - 26. maí 2010


Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Magdalena Sigurðardóttir, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.



1.             Langi Mangi. - Rekstrarleyfi. (2010-051-00xx).



Erindi dagsett 18. maí 2010, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Karenar E. S. Ingvarsdóttur, um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina Langa Manga að Aðalstræti 22, Ísafirði.



Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Langa Manga enda í samræmi við aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. Þar sem um nýtt leyfi er að ræða gefur byggingarfulltrúi sér umsögn.



2.             Höfðastígur 1 ? 3, Suðureyri. - Rekstrarleyfi. (2010-05-00xx).



Erindi dagsett 17. febrúar 2010, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Jóns Svanbergs Hjartarsonar fh. Hvíldarkletts ehf., um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Höfðastígur 1 ? 3, Suðureyri.



Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir starfstöðina, Höfðastígur 1 ? 3, Suðureyri.



3.             Eyrargata 7, Suðureyri. - Rekstrarleyfi. (2010-05-00xx).



Erindi dagsett 10. maí 2010, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Jóns Svanbergs Hjartarsonar fh. Hvíldarkletts ehf., um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Eyrargata 7, Suðureyri.



Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir starfstöðina, Eyrargata 7, Suðureyri.



4.             Aðalgata 25, Suðureyri. - Rekstrarleyfi. (2010-05-00xx)



Erindi dagsett 10.maí 2010, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Jóns Svanbergs Hjartarsonar fh. Hvíldarkletts ehf., um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Aðalgata 25, Suðureyri.



Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir starfstöðina, Aðalgata 25, Suðureyri. Þar sem um nýtt leyfi er að ræða gefur byggingarfulltrúi sér umsögn.



5.             Eyrarvegur 3, Flateyri. - Rekstrarleyfi. (2010-05-00xx).



Erindi dagsett 11.maí 2010, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Jóns Svanbergs Hjartarsonar fh. Hvíldarkletts ehf., um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Eyrarvegur 3, Flateyri.



Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir starfstöðina, Eyrarvegur 3, Flateyri.



6.             Grundarstígur 4, Flateyri. - Rekstrarleyfi. (2010-05-00xx).



Erindi dagsett 11.maí 2010, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Jóns Svanbergs Hjartarsonar fh. Hvíldarkletts ehf., um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Grundarstígur 4, Flateyri.



Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir starfstöðina, Grundarstígur 4, Flateyri. Þar sem um nýtt leyfi er að ræða gefur byggingarfulltrúi sér umsögn.



7.             Moldarvinnsla. (2010-02-0042).



Lagt fram bréf dags. 14. maí sl. frá Einari Úlfarssyni fh. Vinnuvéla Einars ehf., þar sem sótt er um leyfi til að taka efni af svæði fyrir ofan núverandi námu í Engidal til moldarvinnslu.



Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að leyfi verði veitt á efnistöku á svæðinu en felur umhverfisfulltrúa að skoða svæðið og kanna eignarhald á því.



8.             Reyrhóll, Hesteyri. ? Leyfi fyrir vélknúið ökutæki. (2010-05-00xx).



Lagt fram bréf dags. 20. maí sl. frá Sölva R. Sólbergssyni, þar sem sótt er um leyfi til að flytja sjóleiðina að Hesteyri vélknúið tæki til að nýta til framkvæmda í tvö sumur.



Í B-deild Stj.tíð. nr. 332/1985 gr.2 segir að umferð vélknúinna farartækja utan vega og merktra slóða sé bönnuð, nema leyfi Umhverfisstofnunar komi til. Með vísan í framangreint vísar umhverfisnefnd erindinu til Umhverfisstofnunar. Einnig má benda á að öll efnistaka og umferð vélknúinna tækja er háð samþykki landeigenda.



9.             Dalsorka ehf. -  Framkvæmdaleyfi. (2010-05-00xx).



Lagt fram bréf dags. 11. maí sl. frá Birki Friðbertssyni fh. Dalsorku ehf., Súgandafirði, þar sem sótt er um framkvæmdarleyfi fyrir jarðvegsstíflu með yfirfalli úr læk í Rjúpnahvilft og lagningu á u.þ.b. 600 m plaströri, 110 mm í þvermál, frá stíflusvæði og niður á móts við sjónvarpshús neðan við Hvíldarklett við Búrfell fyrir botni Súgandafjarðar.



Umhverfisnefnd getur ekki fjallað um erindið fyrr en fullnægjandi gögn liggja fyrir.



10.         Þjónustuaðstaða í Reykjanesi. (2009-12-0026).



Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 17. maí sl., var lagt fram erindi frá Rnes ehf., Reykjanesi við Djúp, dagsett 6. maí sl., er varðar umsókn um leyfi til að setja upp söluskála, klósettaðstöðu og breytta staðsetningu á bensínafgreiðslu í Reykjanesi.



Bæjarráð vísaði bréfi Rnes ehf. til umhverfisnefndar með ósk um að málinu verði hraðað sem kostur er.



Umhverfisnefnd þykir leitt hversu langan tíma málið hefur tekið. Þarna er um mismunandi sjónarmið að  ræða en ekkert deiliskipulag er af svæðinu. Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu af Reykjanesi og að þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er með framtíðarhagsmuni svæðisins í huga.



11.         Fiskeldisstöðin GJK. ? Umsögn um rekstrarleyfi. (2010-05-0026).



Lagt fram bréf dags. 7. maí sl. frá Áslaugu Eir Hólmgeirsdóttur fh. Fiskistofu, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á rekstrarleyfi fyrir Fiskeldisstöðvarinnar GJK til framleiðslu á 199 tonnum af þorski.



Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu á  rekstarleyfi fyrir 199 tonnum af þorski fyrir Fiskeldisstöðina GJK. Umhverfisnefnd ítrekar bókun sína frá fundi 25. febrúar sl.,  um mikilvægi þess að sveitarfélög öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum og beinir því til bæjarstjórnar að hún beiti sér í málinu.






12.         Svalvogaleið og Hrafnseyrarheiði. ? Ferðamannahringvegur. (2010-05-00xx).



Greinagerð frá Einari Birgissyni, landslagsarkitekt hjá Landmótun, þar sem lögð er fram tillaga um menningarlegan og vistvænan ferðamannahringveg, sem liggur frá Þingeyri um Svalvogaleið og Hrafnseyrarheiði.



Lagt fram til kynningar.



13.         Dagverðardalur í Skutulsfirði. - Deiliskipulag. (2008-06-0063).



Lögð fram greinargerð og deiliskipulagstillaga af Dagverðardal í Skutulsfirði. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik ehf., Ísafirði og dags. 17. maí 2010.



Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst með þeim breytingum þó að sumarhús verði eigi stærri en 60 m2.



14.         Norðurlandaráðstefna LÍSU samtakana. (2010-05-00xx).



LÍSU samtökin í samvinnu við Fasteignaskrá Íslands halda ráðstefnu á Akureyri miðvikudaginn 26. maí 2010,  um skráningu jarða og lóða og gagna sem liggja þar að baki



Lagt fram til kynningar.



15.         Grenjavinnsla 2010. (2009-12-0007).



Lagt fram bréf dags. 21. maí sl. frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, þar sem kynnt er ráðning refa- og minkaveiðimanna á grenjatímabilinu 2010.



Lagt fram til kynningar.



Formaður umhverfisnefndar þakkar nefndarmönnum og starfsmönnum tæknideildar fyrir góða samvinnu sl. 4 ár og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.






Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:30.





Svanlaug Guðnadóttir, formaður


Sigurður Mar Óskarsson


Magdalena Sigurðardóttir


Sæmundur Kr. Þorvaldsson


Jóna Símonía Bjarnadóttir


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi


Jóhann Birkir Helgason,
 sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs



Er hægt að bæta efnið á síðunni?