Skipulags- og mannvirkjanefnd - 290. fundur - 28. maí 2008

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Benedikt Bjarnason, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem var ritari fundarins.



1. Atlastaðir, Fljótavík ? Endurbygging Júlíusarhúss. (2007-02-0017)


Lagðar fram teikingar frá Teiknivang vegna endurbyggingar Júlíusarhúss í Fljótavík í Sléttuhreppi. Á fundi umhverfisnefndar 21. febrúar 2007 var tekið fyrir erindi Magnúsar Geirs Helgasonar þar sem hann sótti um leyfi til að endurbyggja Júlíusarhús í Fljótavík. Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdir við endubyggingu Júlíusarhúss, samkvæmt umsögn sem barst frá þeim 8. maí 2007.





Jóhann Birkir Helgason vék af fundi undir þessum lið.





Með vísan í bréf umsækjanda dagsett 5. febrúar 2007 þar sem tekið er fram að húsið verði eins líkt gamla húsinu og fyrir var, auk umsagnar Umhverfisstofnunar frá 13. júní 2007, þá telur umhverfisnefnd að framlagðar teikningar séu ekki í samræmi við ofnangreint og getur því ekki veitt byggingarleyfi á grundvelli þeirra.



2. Vestfjarðarvegur um Hjarðardalsá í Dýrafirði ? framkvæmdaleyfi. (2008-05-0035)


Lagt fram bréf, dags. 13. maí sl., frá Guðmundi Rafni Kristjánssyni hjá Vegagerðinni, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir nýja brú á Hjarðardalsá í Dýrafirði og endurbyggingu vegar að brúnni.


Umhverfisnefnd samþykkir veitingu leyfissins.



3. Urðunarstaður við Klofning. (2008-05-0039)


Lagt fram bréf, dags. 13. maí sl., frá íbúasamtökum Önundarfjarðar, þar sem íbúasamtökin skora á umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar að kynna sér ástand á urðunarstað Klofnings. Íbúasamtökin lögðu fram kæru til lögreglunnar á Ísafirði, 13. maí sl., vegna óánægju með umgengni á urðunarstaðnum.


Umhverfisfulltrúi mun fara yfir starfsreglur og urðun til að tryggja að rekstur urðunarstaðarins sé í í samræmi við gildandi starfsleyfi. Umhverfisnefnd bendir á að í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2008 er gert ráð fyrir að á urðunarstaðnum eigi að girða og planta í sumar.



4. Hótel Ísafjörður - rekstrarleyfi. (2008-05-0075)


Erindi dags. 23. júlí s.l., frá sýslumanninum á Ísafirði þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Ólafs Ólafssonar f.h. Hótels Ísafjarðar um rekstrarleyfi fyrir starfsstöðvarnar: Hótel Ísafjörður, Gamla Gistihúsið Mánagötu 1 og Hótel Edda Torfnesi.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt fyrir ofangreindar starfstöðar Hótels Ísafjarðar.



5. Geirmundarstaðir Fljótavík - byggingarleyfi. (2007-04-0010)


Lagt fram bréf, dags. 16. apríl sl., frá Skipulagsstofnun, vegna umsagnar Ísafjarðarbæjar á deiliskipulagi Geirmundarstaða í Fljótavík. Skipulagsstofnun gerir ekki athugsemd við að deiliskipulagstillagan verði auglýst. Einnig hefur borist bréf, dags. 9. maí 2008, frá Ólafi Theódórssyni, þar sem hann bendir á eignarhald á Geirmundarstöðum.


Umhverfisnefnd frestar auglýsingu deiliskipulagsins þar til eignarhald á Geirmundarstöðum liggur ljóst fyrir.


Albertína Elíasdóttir vék af fundi kl 9.40



6. Olíubirgðarstöð á Ísafirði. (2006-01-0054)


Auglýsingar og athugasemdarfrestur vegna deiliskipulagstillögu við Mávagarð er liðinn. Ein ábending barst frá Kampa ehf..


Umhverfisnefnd þakkar Kampa ehf. ábendinguna. Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt óbreytt.



7. Geymsluhús á flugvallarsvæðinu á Þingeyri. (2008-05-0064)


Lagt fram bréf, dags. 22. maí sl., frá VST-Rafteikningu hf. fh. Flugstoða, þar sem lögð er fram fyrirspurn til umhverfisnefndar um hugmyndir um byggingu á geymsluhúsi á flugvallarsvæðinu á Þingeyri. Um er að ræða 250 m² stálgrindarhús sem mun þjóna flugvellinum sem tækjageymsla.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tækjageymsluna á þessum stað en leitar umsagnar Skipulagsstofnunar á framkvæmdinni sbr. 3 tl. bráðabirgðaákvæðis Skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997.



8. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


Lagfæring á gluggum og hurðum hússins að Klukkulandi í Mýrarhreppi.



9. Önnur mál.


Lögð fram framkvæmdaráætlun vegna námu í Dagverðardal. Albertína Elíasdóttir lagði fram ósk um að tæknideild verði falið að skoða framkvæmdir við námuna í Dagverðardal á síðasta fundi nefnarinnar.





Sviðstjóri umhverfissviðs óskar tilnefningar frá umhverfisnefnd um setu nefndarmanna í ráðningarferli fyrir stöðvastjóra í Funa. Sigurður Mar Óskarsson mun sitja í ráðningarferlinu.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:15.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.


Sigurður Mar Óskarsson.


Benedikt Bjarnason.


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?