Skipulags- og mannvirkjanefnd - 287. fundur - 23. apríl 2008

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Gísli Úlfarsson, Albertína Elíasdóttir, Sæmundur Þorvaldsson, Björn Davíðsson, Þorbjörn J. Sveinsson slökkviliðsstjóri, og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissvið og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi sem var ritari fundarins.



1. Uppsögn á starfi. (2008-04-0075)


Lagt fram bréf, dags. 16. apríl sl., Ólafi Prebenssyni settum stöðvastjóra í Sorpbrennslunni Funa, þar sem hann segir upp starfi sínu við Sorpbrennslu Funa á Ísafirði.


Umhverfisnefnd þakkar Ólafi fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettfangi. Umhverfisnefnd felur sviðstjóra umhverfissviðs að auglýsa stöðuna til umsóknar.





2. Seljaland 21, Ísafirði ? breyting á innkeyrslu. (2008-01-0096)


Lagt fram bréf, dags. 7. apríl sl., frá Steinþóri Bjarna Kristjánssyni, þar sem sótt eru um leyfi til að útbúa innkeyrslu fyrir væntanlegan bílskúr frá Skógarbraut.


Umhverfisnefnd hafnar erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir neinni tengingu húsa, sem standa við Seljaland, inn á Skógarbraut.





3. Sæból II, Ingjaldssandi - sólstofa. (2008-04-0079)


Lagt fram bréf, dags. 16. apríl sl., frá Sveini D. K. Lyngmo fh. Elísabetar Pétursdóttur eiganda Sæbóls II, þar sem sótt eru um leyfi til að reisa sólstofu norðan við húseignina Sæból II, Ingjaldssandi samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða, dags. apríl 2008.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.





4. Tunguskógur 47, Ísafirði ? stækkun húss. (2007-08-0081)


Lagt fram bréf, dags. 11. apríl sl., frá Vilhjálmi Antonssyni, þar sem sótt eru um leyfi til að stækka sumarhús nr. 47 í Tunguskógi samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða, dags. 8. ágúst 2007.


Umhverfisnefnd óskar samþykkis eigenda sumarhúsanna á lóðum við Tunguskóg 39 og 48 áður en byggingarleyfi verður veitt.





5. Seljalandsvegur 73, Ísafirði ? endurnýjun byggingarleyfis. (2007-12-0026)


Á fundi umhverfisnefndar 22. febrúar s.l. var lögð fram endurnýjun á byggingarleyfisumsókn, dags. 14. febrúar 2008, frá Einari Ólafssyni, arkítekt FAÍ fh. eigenda Seljalandsvegar 73, Ísafirði, þar sem sótt var um leyfi fyrir viðbyggingu, útlitsbreytingum og breytingu á innra skipulagi eins og sýnt var á teikningum frá teiknistofunni Arkiteo ehf.


Umhverfisnefnd óskaði samþykkis eigenda húsa við Miðtún 23, 25, 27 og Seljalandsveg 68, 70, 71, 75 áður en byggingarleyfi yrði veitt. Engar athugasemdir hafa borist frá eigendum ofangreindra húsa.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.





6. Hafnarstræti 15 og 17, Ísafirði ? umsókn um lóð. (2006-09-0013)


Á fundi umhverfisnefndar 10. október 2007 var tekið fyrir erindi Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. fh. Íslenska eignafélagsins ehf, þar sem óskað var eftir því að úthlutun lóðarinnar væri staðfest og spurt hvenær lóðin yrði tilbúin til framkvæmda.


Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfissviðs að hafa samband við bæjarlögmann og skoða stöðu mála varðandi lóðina og að þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er.





7. Stofnun lögbýlis á Jökulfjörðum. (2006-04-0054)


Lagt fram bréf, dags. 17. apríl sl., frá Sólberg Jónssyni, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar vegna stofnunar lögbýlis á jörðunum Kjós lnr. 188884 og Leiru lnr. 188955. Vísar Sólberg í bréf sitt sem hann sendi Ísafjarðarbæ 18. apríl 2006.


Umhverfisnefnd vísar í fyrri bókun nefndarinnar frá 24. maí 2006 og bendir jafnframt á að verið er að vinna að aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020 og í tillögum þar er ekki gert ráð fyrir landbúnaðarsvæði í Leirufirði.





8. Borun vinnsluholu fyrir jarðhita í Tungudal (2008-03-0012)


Á fundi umhverfisnefndar 12. mars sl. var tekið fyrir erindi Orkubús Vestjarða hf. þar sem sótt var um framkvæmdaleyfi fyrir borun vinnsluholu og byggingu 2.100 m² plans í kringum borholuna. Afgreiðslu erindisins var frestað þar til frekari gögn lægju fyrir.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að leyfið verði veitt. Framkvæmdaraðili þarf að kosta færslu á vatnslögn og ganga frá svæðinu í verklok í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar.





9. Vistvænar samgöngur. (2008-04-0070)


Lagt fram bréf, dags. 36. apríl sl., frá Jóni Birni Skúlasyni framkvæmdastjóra Icelandic New Energy Ltd., þar sem hann leggur fram bækling um notkun á vistvænum bílum almennt. Bæklingurinn heitir Visthæfar samgöngur, stefna og aðgerðir fyrirtækja.


Lagt fram til kynningar.





10. Rekstrarleyfi fyrir starfstöðina Dalbær. (2008-04-0091)


Erindi dagsett 8. apríl sl., frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Sigurðar Sigurðssonar fh. Þórdunu ehf., um rekstrarleyfi fyrir starfsstöðina Dalbær Snæfjallaströnd.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt fyrir starfsstöðina Dalbær Snæfjallaströnd.





11. Rekstrarleyfi fyrir starfstöðina Hótel Núpur . (2008-04-0093)


Erindi dagsett 8. apríl sl., frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Sigurðar A. Helgasonar fh. Sveitasælu ehf., um rekstrarleyfi fyrir starfsstöðina Hótel Núpur.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt fyrir starfsstöðina Hótel Núpur.





12. Fljótavík, Geirmundarstaðir ? deiliskipulag (2007-04-0010)


Lögð fram deiliskipulagstillaga, dags. 11. apríl 2008, af Geirmundarstöðum í Fljótavík. Deiliskipulagið er unnið af Landmótun.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu, skv. 3. tl. bráðabirgða ákvæðis skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, þar sem ekki liggur fyrir staðfest aðalskipulag af Geirmundarstöðum í Fljótavík. Umhverfisnefnd vísar erindinu einnig til skipulaghóps norðan Djúps.





13. Frumvarp til skipulags- og mannvirkjalaga. (2008-02-0123) og (2008-02-0124)


Lögð fram umsögn Sambands Íslenskra Sveitafélaga, dags. 8. apríl 2008, um skipulagsmál. Um er að ræða frumvarp til nýrra heildarlaga um skipulagsmál sem jafnframt fela í sér aðskilnað skipulags- og byggingarmála.


Umhverfisnefnd tekur undir umsögn Sambands Íslenskra Sveitafélaga um frumvarpið. Byggingarfulltrúa er falið að svara erindinu.





14. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. (2006-03-0038)


Lögð fram drög að niðurstöðum skipulagshóps norðan Djúps, Aðalskipulags Ísafjarðar 2008 - 2020.


Umhverfisnefnd samþykkir drög hópsins og felur formanni að fara með þau á næsta fund hópsins til endanlegrar samþykktar.





15. Breiðadalsvirkjun í Breiðadal ? deiliskipulag. (2008-02-0077)


Lögð fram deiliskipulagstillaga, dags. 21. apríl 2008, af Breiðadalsvirkjun í Breiðadal við Önundarfjörð. Deiliskipulagið er unnið af Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar á deiliskipulaginu skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997, þar sem ekki liggur fyrir staðfest aðalskipulag af Breiðadal við Önundarfjörð.





16. Frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna. (2008-04-0052)


Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 21. apríl s.l. var lagt fram bréf frá efnahags- og skattanefnd Alþingis dagsett 10. apríl s.l., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna, 529. mál, starfsemi og fjármögnun Fasteignamats ríkisins. Svarfrestur er til 28. apríl n.k. Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.


Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu.





17. Önnur mál.


Umhverfisstyrkir Ísafjarðarbæjar 2008. Lagðar fram umskóknir um umhverfisstyrk Ísafjarðarbæjar 2008. Umsóknir skoðaðar, erindið tekið fyrir að nýju á næsta fundi umhverfisnefndar.


Björn Davíðsson vék af fundi undir þessum lið.





Ráðning í starf umsjónarmanns eigna. Gerður Eðvarðsdóttir mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar kom inn á fundinn og gerði grein fyrir umsóknum vegna starfsins.


Umhverfisnefnd er sammála mati sviðstjóra umhverfissviðs og mannauðsstjóra og felur þeim að leggja fram tillögu til bæjarráðs.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:30.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Gísli Úlfarsson.


Sæmundur Þorvaldsson.


Björn Davíðsson.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?