Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 52. fundur - 19. ágúst 2015

Þetta var gert:          

 

1.      Staða framkvæmda. 2011-12-0009.

Ágúst Gíslason, byggingarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda á Eyri.  Lóðaframkvæmdum verður lokið um næstu mánaðamót, unnið er að tyrfingu svæðisins, í næstu viku verður farið í niðursetningu plantna.

Málun utanhúss hefst á mánudag og verður lokið um mánaðamót ef veður leyfir.

Frágangi innanhúss er að ljúka, 26. ágúst verður framkvæmdum innanhúss lokið, þá verður unnið að þrifum.

Nefndin þakkar kynninguna..

 

2.      Greinargerð varðandi samskipti Ísafjarðarbæjar og Velferðarráðuneytis vegna byggingarkostnaðar. 2011-12-0009.

Lögð fram greinargerð unnin af Jóhanni Birki Helgasyni, þar sem fjallað er um nokkur atriði er varða samskipti Ísafjarðarbæjar og Velferðarráðuneytisins vegna byggingarkostnaðar.

a)      Breyting á byggingarreglugerð

b)      Stækkun íbúða vegna kröfu ráðuneytisins, iðjujálfun og tengigangur.

c)      Tafir á upphafi framkvæmda.

d)     Vísitöluhækkun á leigugreiðslum.

Greinargerðin lögð fram, starfsmanni falið að ganga frá henni endanlega og leggja hana fyrir á næsta fundi.

 

3.      Fundur með stjórnendum HSVEST. 2011-12-0009

Fundarmenn fóru eftir fundinn á fund með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Torfnesi.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00.

 

Sigurður Pétursson, formaður.

Magnús Reynir Guðmundsson                                            

Jóhann Birkir Helgason         

Ágúst Gíslason, byggingarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?