Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 34. fundur - 29. janúar 2014

Mættir aðalmenn voru Kristín Hálfdánsdóttir, formaður, Svanlaug Guðnadóttir og Sigurður Pétursson.

Jafnframt voru mættir Ágúst Gíslason, byggingarstjóri, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta var gert: 

 

1.      Framvinduskýrslur. 2011-12-0009.

Lagðar fram framvinduskýrslur fyrir nóvember og desember 2013.  Skv. verkáætlun er verkið 6-7 vikur á eftir áætlun, þó er gert ráð fyrir að verktaki komist á áætlun um miðjan febrúar. 

Tilboðsupphæð verktaka er kr. 464.112.073,-, samþykktir hafa verið reikningar fyrir kr. 152.159.492,-.  Alls hefur verið framkvæmt fyrir 32,78 % af samningsupphæð.

Lagt fram til kynningar. 

 

2.      Hjúkrunarheimlið Eyri,  útboðsgögn fyrir frágang innanhúss. 2011-12-0009.

Byggingarstjóri kynnti útboðsgögn fyrir frágang innanhúss.  Búið er að auglýsa útboðið, tilboð verða opnuð 25. febrúar kl. 13:00. 

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.   11:50.

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.

Svanlaug Guðnadóttir.

Sigurður Pétursson.

Ágúst Gíslason.

Jóhann Birkir Helgason.

Daníel Jakobsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?