Menningarmálanefnd - 152. fundur - 7. október 2008

Mættir eru:  Inga Steinunn Ólafsdóttir, formaður, Ingunn Ósk Sturludóttir  og Þorleifur Pálsson, bæjarritari, sem ritaði fundargerð.  Anna Sigríður Ólafsdóttir var í símasambandi á meðan á fundinum stóð.



Þetta var gert:



1. Bréf Kómedíuleikhússins. ? Beiðni um afnot af Tjöruhúsi. 2007-09-0059. 


Til fundar við menningarmálanefnd er mættur Elfar Logi Hannesson, vegna erindis Kómedíuleikhússins samkvæmt bréfi dagsettu 10. ágúst s.l., þar sem verið er að óska eftir afnotum af Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað veturinn 2008-2009, til æfinga og einhverra leiksýninga. Erindið var áður tekið fyrir á 150. fundi menningarmálanefndar.


Menningarmálanefnd samþykkir að Kómedíuleikhúsið fái aðgang að Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað nú í vetur til æfinga og sýninga.  Jafnframt fái Kómedíuleikhúsið heimild til geymslu leikmuna á lofti Tjöruhússins í vetur, sé þar rými til.  Haft verði fullt samráð við Þorstein Traustason, húsvörð, varðandi þessi mál.   



2. Veturnætur 2008. ? Undirbúningur. 2008-10-0002


Rætt var um hátíðina ,,Veturnætur?, sem haldin verður dagana 23. til og með 26. október n.k.  Lögð voru fram drög að dagskrá.  Undirbúningi verður fram haldið út frá þeim drögum.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 12:20.


Inga Steinunn Ólafsdóttir, formaður.


Ingunn Ósk Sturludóttir.  


Þorleifur Pálsson, ritari.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?