Íþrótta-og tómstundanefnd - 76. fundur - 17. apríl 2007

Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Stella Hjaltadóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Torfi Jóhannsson, fulltrúi HSV, Erik Newmann, forstöðumaður Félagsmiðstöðvar og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.  Þórdís Jakobsdóttir mætti ekki og engin varamaður í hennar stað.


Fundargerð ritaði Jón Björnsson.


 


Þetta var gert:





1. Auglýsingar í íþróttahúsum sveitarfélagsins, endurskoðun á reglum.


Rætt um núverandi reglur um auglýsingar í íþróttahúsum sveitarfélagsins. Engar reglur gilda um auglýsingar við íþróttavallarsvæðið við Torfnes.  Ákveðið var að fela formanni nefndarinnar og íþrótta- og tómstundafulltrúa að yfirfara  reglurnar, samræma þær milli húsa og útisvæða og leggja fram drög að endurbættum reglum á næsta fundi nefndarinnar.  



2.   Afreksmannasjóður, reglur sjóðsins og endurskoðun vegna væntanlegrar yfirtöku HSV á sjóðnum.


Rætt um reglur afrekssjóðsins og breytingar á þeim samhliða áætlun þess efnis, að sjóðurinn verður færður yfir til HSV. Nefndin felur formanni nefndarinnar, framkvæmdastjóra HSV og íþrótta- og tómstundafulltrúa að endurskoða reglugerðina og samræma reglum afrekssjóðs HSV.


 


3. Starfsemi Vinnuskólans á komandi sumri.


Starfsemi vinnuskólans á komandi sumri kynnt. Stefnt er að því að vinnuskólinn hefji starfsemi sína 4. júní n.k.. Starfsemi vinnuskólans verður með svipuðu sniði og áður. Starfsemi Morrans er í skoðun.  Aðstaða vinnuskólans verður í Gamla apótekinu.  Erik Newmann mætti undir þessum lið.


  


4. Önnur mál


a. Glímudeild Harðar, styrkbeiðni vegna utanferðar 2007-03-0111. 


Lagt fram bréf frá Hermanni Níelssyni, formanni og þjálfara glímudeildarinnar, dagsett 26. mars s.l., áframsent frá bæjarráði,  þar sem óskað er eftir styrk til utanfara glímumanna.  Nefndin vísar erindinu til HSV.


b. Motocrossbraut við Þingeyri. 


Lagt fram bréf frá  stjórn Íþróttafélagsins Höfrungs dagsett 10. apríl s.l.,  þar sem félagið fer fram á, fyrir hönd áhugamanna um motocross, að reist verði motocrossbraut í nágrenni Þingeyrar. Nefndin vísar erindinu til umhverfisnefndar og aðalskipulagsvinnu Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:56.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Ingólfur Þorleifsson.     


Stella Hjaltadóttir. 


Svava Rán Valgeirsdóttir.    


Torfi Jóhannsson, fulltrúi HSV.  


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?