Íþrótta-og tómstundanefnd - 75. fundur - 21. mars 2007

Á fundinn mættu: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jóna Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir, Ingibjörg María Guðmundsdóttir, sviðsstjóri og  Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. 


Ingólfur Þorleifsson boðaði forföll og mætti Helga Margrét Marzelíusardóttir í hans stað.  Fundargerð ritaði Jón Björnsson.


 


Þetta var gert:


1. Aðalskipulagsmál. - Tillögur íþrótta- og tómstundanefndar.  2006-03-0038.


Nefndin leggur til fjölgun opinna leiksvæða í sveitafélaginu þannig að í stað afmarkaðra opinna leiksvæða á vegum sveitarfélagsins þá verði fleiri og þéttari opin leiksvæði í öllum hverfum og tiltölulega stutt á milli. Notendahópur opinna leiksvæða verði aukinn með því að á leiksvæðum verði eitthvað fyrir alla s.s. leiktæki fyrir yngra fólkið, bekkir og slíkt fyrir eldri og ýmislegt sem nýtist öllum hópum í almenna hreyfingu og til að örva og þroska hreyfifærni íbúanna. Lagt verði upp úr að nýta náttúruleg leiktæki eftir því sem kostur er.


Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að efld verði öll göngustígagerð og aflagðir þjóðvegir verði skráðir og merktir, til að almenningur geti nýtt þá. Stefnt verði að því að koma upp merktum gönguleiðum milli hverfa sveitarfélagsins. Á gönguleiðum verði komið upp bekkjum og borðum og t.d. slá til að teygja við. Einnig verði tryggður aðgangur almennra íbúa að ræktuðum svæðum á vegum sveitarfélagsins s.s. Skrúði og öðrum görðum.


Útivistarsvæði verði efld til sérstakrar útivistar s.s. púttvöllur fyrir eldri borgara, minigolfvöllur, bekkir og borð á ákveðnum stöðum, fólkvangur að sumri á skíðasvæði og strandblakvöllur þar sem það á við. Stutt verði við sérstaka viðburði í íþrótta- og tómstundamálum s.s. Fossavatnsgöngu, braut fyrir torfæruhjól og fjórhjól og öryggi hjólreiða tryggð með stígum, göngum og ljósum. Stefnt verði að hjólreiðastígum innan hvers hverfis og síðar milli hverfa.


Stefnt verði að betri nýtingu náttúrunnar til útivistar s.s. að nýta sandfjöru og grjótfjöru, skógsvæði, árstíðarbundin útivistarsvæði með áherslu eftir árstíðum,  þar sem það er hægt og merkja slík svæði sem útivistarsvæði.


Með þessu útvíkkum við hugtakið opin leiksvæði fyrir alla íbúa og alla aldurshópa sveitarfélagsins.



2. Önnur mál.


Kynnt fyrstu drög að samningi Ísafjarðarbæjar og HSV.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:30


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.


Helga Margrét Marzellíusardóttir.   Stella Hjaltadóttir. 


Svava Rán Valgeirsdóttir.    Þórdís Jóna Jakobsdóttir.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir,   Jón Björnsson, 


sviðsstjóri Skóla- og fjölskylduskrifstofu.  íþrótta- og tómstundafulltrúi. 





Er hægt að bæta efnið á síðunni?