Íþrótta-og tómstundanefnd - 122. fundur - 13. apríl 2011

Mætt voru: Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður og Guðný Stefanía Stefánsdóttir. Þórdís Jakobsdóttir og Hermann V. Jósefsson boðuðu forföll og mættu Guðríður Sigurðardóttir og Arna Sigríður Albertsdóttir í þeirra stað. Dagur H. Rafnsson mætti ekki og enginn í hans stað. Jafnframt sátu fundinn Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV.

Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.

 

Þetta var gert:

 

1.      Tillaga að breytingum á reglum um val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar. 2009-11-0015.

Lögð fram drög að breytingum á reglum um val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar, þar sem gert er ráð fyrir að tillögum um íþróttamann Ísafjarðarbæjar sé skilað til HSV.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingatillagan verði samþykkt.

 

2.      Rekstrar og starfsskýrsla HSV árið 2010. 2011-04-0045.

Lögð fram til kynningar rekstrar- og starfsskýrsla HSV fyrir starfsárið 2010.

Nefndin þakkar fyrir greinagóða skýrslu.

 

3.      Afnot af íbúðum Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., ósk frá HSV. 2011-04-0046.

Lagt fram bréf frá HSV dagsett 8. apríl 2011, þar sem óskað er eftir afnotum af fleiri íbúðum Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., en gert er ráð fyrir í samstarfssamningi Ísafjarðarbæjar og HSV.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið svo framalega að íbúðir séu fyrir hendi og ekki komi til auka kostnaður fyrir Ísafjarðarbæ.

 

4.      Forvarnastefna Ísafjarðarbæjar. 2008-03-0032.

Lögð fram til kynningar ný samþykkt forvarnastefna sveitarfélagsins.

Nefndin lýsir yfir ánægju með stefnuna og þakkar góða vinnu.

 

5.      Dagur Umhverfisins. 2011-03-0101.

Lagt fram til kynningar bréf frá umhverfisráðherra dagsett 14. mars 2011, þar sem sagt er frá degi umhverfisins 25. apríl ár hvert og hvatt til virkrar þátttöku í deginum t.d. með uppákomum eða fræðslu um skóga eða önnur umhverfismál.

 

6.      Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum. 2011-03-0095.

Lögð fram drög að vinnuáætlun við stefnumótun.

Nefndin felur starfsmanni nefndarinnar og formanni að vinna áfram að vinnuáætluninni og senda í tölvupósti til nefndarmanna.

 

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 16:50.

 

 

Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður.

Guðríður Sigurðardóttir.                                                        

Guðný Stefanía Stefánsdóttir.

Arna Sigríður Albertsdóttir.                                                   

Margrét Halldórsdóttir.

Margrét Geirsdóttir.                                                               

Kristján Þór Kristjánsson.      

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?