Íþrótta-og tómstundanefnd - 120. fundur - 12. janúar 2011



Mætt voru: Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Þórdís Jakobsdóttir, Dagur H Rafnsson og Hermann V. Jósefsson. Jafnframt sátu fundinn Jóhann Bæring Gunnarsson, umsjónamaður eigna, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður skóla- og fjölskylduskrifstofu og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV.



Fundargerð ritaði Margrét Geirsdóttir.



 



Þetta var gert:



 



1.      Tillaga að vatnsleikjadögum.



        Lögð fram tillaga frá Kristjáni Andra Guðjónssyni dagsett 4. janúar 2011, er vísað var frá bæjarstjórn til íþrótta- og tómstundanefndar, þar sem hann fer þess á leit að stór vatnaleikföng verði leyfð einu sinni í mánuði í sundlaugum Ísafjarðarbæjar. 



Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að leikjadagar verði leyfðir einu sinni að vori og einu sinni að hausti í Sundhöll Ísafjarðar.  Gæta þarf sérstaklega að öryggisþáttum og óskar nefndin þess að umsjónarmaður eigna hafi samráð við starfsmenn um útfærsluna.



 



2.      Þjónustusamningur Ísafjarðarbæjar við Skíðafélag Ísafjarðar. 2010-12-0074.



Lögð fram til kynningar drög að þjónustusamningi Ísafjarðarbæjar og Skíðafélag Ísafjarðar vegna vinnu á skíðasvæðinu.  Stærsta breytingin frá fyrri samningi er að mánaðargreiðslur lækka og jafnframt að mánaðargjaldið lækkar um 40% ef ekki kemur til opnunar.  Hér er einnig um að ræða þá nýbreytni að í stað þess að gerður sé sérstakur samningur um hvort skíðasvæðið um sig, er hér verið að semja um þjónustu á báðum svæðum í einum samningi.  Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar felur starfsmanni að leggja fullmótaðan samning fyrir bæjarstjórn. 



Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki samninginn.



 



3.      Samningar við Boltafélag Ísafjarðar. 2011-01-0019.



Lögð fram drög að tveimur samningum við Boltafélag Ísafjarðar, þar sem afnotaréttur Boltafélagsins af æfinga- og keppnissvæði er skilgreindur. 



Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar felur starfsmanni að leggja fullmótaða samninga fyrir bæjarstjórn. 



Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki samningana



 



4.      Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2010. 2010-12-0020.



Hermann V. Jósefsson vék af fundi undir þessum lið.



Val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2010. Sjö tilnefningar bárust nefndinni um íþróttamann Ísafjarðarbæjar að þessu sinni. Nefndin tók einróma ákvörðun um valið og verður sú ákvörðun kynnt sunnudaginn 23. janúar n.k. kl. 16:00 í hófi sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.



Kristján Þór Kristjánsson vék af fundi kl. 17:13.



 



       5.      Önnur mál.



Umsjónarmaður eigna tilkynnti að allir starfsmenn og kennarar í íþróttamannvirkjum í Ísafjarðarbæ hafi undirgengist hæfnispróf starfsmanna sundstaða.



 



 



Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:25.



 



 



 




Þórdís Jakobsdóttir.                                                               



Guðný Stefanía Stefánsdóttir.



Hermann V. Jósefsson.                                                          



Dagur H. Rafnsson.                                                                                                               



Margrét Geirsdóttir.                                                               



Kristján Þór Kristjánsson.



 



 



 






Er hægt að bæta efnið á síðunni?