Stjórnarfundur 7. september 2022

Fundargerð Íbúasamtökin Átak

Fundur 7. september 2022 kl 19:30

Blábankanum, Þingeyri.

Mætt: Helgi, Hanna Gerður, Elísa Björk, Valdís Bára, Guðrún D., Guðrún St. og Agnes sem áheyrnarfulltrúi ÖVD.

Dagskrá :

  1. Útnefning fulltrúa íbúasamtakanna í stjórn Blábankans.

Guðrún Steinþórsdóttir útnefnd og samþykkt, farið í ferli. Elísa Björk Jónsdóttir útnefnd til vara.

  1. Erindi til formanns um meltutankur á bryggju.

Formaður var beðinn af forsvarsmönnum að hlutast til um að finna tanknum stað.

Ákveðið að ítreka beiðni til Ísafjarðarbæjar um að koma á fundi með tilvonandi rekstraraðilum og gefa þeim tækifæri til að kynna sig og fyrirhugaða starfsemi fá fund sem fyrst í síðasta lagi fyrir árslok.

Taka svo aftur afstöðu eftir þann fund.

  1. Vegur fyrir neðan Tankinn

Vegur sem var fyrir neðan tankinn er orðinn lokaður en er inn á aðalskipulagi,

- Ákveðið var að afla meiri upplýsinga hjá Sveitarfélaginu, Ákvörðun rædd á næsta fundi

  1. Sláttur og viðhald innanbæjar.

Rætt að slá megi betur og tillögum og ábendingum sem sendar hafa verið varðandi viðhald og vorverk fylgt betur. Farið verður yfir plaggið og tillögurnar sendar aftur til bæjarins og vonast eftir góðu samstarfi við starfsmenn á þessu sviði. Varðandi Aspir við Félagsheimili, hvetjum við Ísafjarðarbæ til að tryggja að að greinar og lauf o.fl. valdi ekki tjóni á Félagsheimilinu.

  1. Framkvæmdasjóður ferðamanna.

Upplýst var um að búið væri að opna fyrir umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða og að bærinn hyggist sækja um nokkur verkefni í ár. Kynntar voru hugmyndir sem varða Dýrafjörð og Þingeyri

  • Göngustígur á Mýrarfelli, Göngustígur upp á Sandafelli, · Selaskoðun við grindarhliðið, · Merking náttúrstígs við fossaröð í Botni í Dýrafirði.
  • Stjórnin styður áform um að sækja um verkefni í sjóðinn og tekur undir þær hugmyndir sem liggja fyrir.

Önnur mál :

  1. Tiltekt í kringum fyrirtæki og í bænum almennt.

Ákveðið að taka fyrir á fundi í janúar, og ákveða alsherjar hreinsunardag í bænum sem myndi svo enda með grilli.

  1. Hvetjum Ísafjarðabæ til að hlutast til um að gamla bensínstöðin til móts við Hótel Sandafell verði fjarlægð af lóð Pálmars, í samráði við Höfrung.
  2. Hvetjum íbúa Þingeyrar til að senda inn erindi til formanns á ibusamtokin.atak@gmail.com til að hægt sé að koma þeim í formlegan farveg og umfjöllun hjá Átaki.

Fundi slitið kl 21:30

Fundarritari: Guðrún Steinþórsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?