Stjórnarfundur 26. febrúar 2024

Fundur hverfisráðs Þingeyrar 26 febrúar 2024.

Mætt voru : Jovina M Sveinbjörnsdóttir, Marsibil Kristjánsdóttir og Guðrún Steinþórsdóttir.

Tekið fyrir að þessu sinni :

Ánægjulegt en í dag var tekið var mál af nýju brunnloki fyrir utan Litla Holt en lokið sem var fyrir var hættulegt en það var laust og var varasamt fyrir bæði bíla og börn, en lokið átti það til að færast til við mokstur ofl og höfðu bílar lent ofan í brunn gatinu. Það er vel að íbúar séu vakandi fyrir umhverfi sínu og láti vita af því sem þarfnast breytinga á.

Íbúi sem oft gengur um Þingeyri og nágrenni benti okkur einnig á að fyrir framan blokkina Fjarðargata 30, fyrir innan grunnskólann séu sígarettustubbar eins og hráviði um allt bílaplan og mikill sóðaskapur, svipað ástand er fyrir utan Hafnarstræti 1 en í báðum stöðum býr fólk af erlendum uppruna. Ákveðið var að útbúa bréf á þeirra tungumáli, taka fólkið tali og vinsamlega láta vita af því að þetta sé ekki ásættanlegt og hér á bæ teljist þetta sóðaskapur.

Olíportið, en það hafa heyrst bæði jákvæðar og neikvæðar raddir við hreinsunina sem fram fór þar fyrir áramót. T.d. fundust þarna hlutir frá Víkingum sem gleymst höfðu þarna og lágu undir skemmdum. Við sem sátum fundinn erum spennt að fá Gunnar í Blábankanum til að setja í gang hugmynda samkeppnina um olíu portið sem hann talaði um á síðasta fundi. Gæti verið áhugavert fyrir t.d. Grunnskóla nemendurnar hér á Þingeyri að koma með hugmyndir og jafnvel vera með í að fegra þetta svæði sem án efa getur orðið notalegur reitur í miðjum bænum við höfnina. En þarna þarf að hreinsa illgresi,  planta, setja upp bekki, athuga möguleika á að fá Sighvat skrúðgarðyrkjumann Ísafjarðar til liðs við okkur.

Varðandi bæði Víkingasvæði og Tankurinn útilistaverk.
Þar fýsir okkur að vita hver á og hver má ? Hvernig er með eignarhald ? Tankurinn er kominn til að vera og finnst okkur að þetta verk verði að klára og gera aðgengilegt bæði íbúum og ferðamönnum. Það þyrfti að klára svæðið í kringum tankinn, gera jafnvel nokkur bílastæði og merkja þetta “útilistaverk” þannig að fólk geti komist að þessu og skoðað. Væri einnig ákjósanlegt fyrir grunnskólann til útikennslu, en eignarhald þarf að vera á hreinu varðandi bæði svæðin Víkinga og Tankurinn, því þessu þarf bæði að viðhalda og halda hreinu.

Samþykkt var á fundinum að leggja til við Ísafjarðarbæ að fá uppsett upplýsinga skilti áður en komið er að gatnamótum eftir Dýrafjarðargöng Þingeyrar megin, þar sem hægt er að beygja af Ísafjörður /
Þingeyri og skoða hvað framundan er. Í framhaldi af því sjáum við fyrir okkur að setja upp vegprest þegar inn á Þingeyri er komið, sjáum fyrir okkur hornið á Hafnarstræti og Aðalstræti, vegprest eins og er á Silfurtorgi.

Íbúar hafa komið að máli við okkur vegna salt og sand kassa en í vetur hefur endurtekið verið hér mikil hálka og svell, það er einn kassi staðsettur við Tjörn og annar við leikskólann, kassinn við Tjörn mjög aðgengilegur og tæmist reglulega. Íbúar vilja sjá tvo kassa til viðbótar annan inn á fjarðargötu og hinn á horninu á Brekkugötu og Vallargötu að utanverðu. Þar sem hér eru ekki tæki til staðar til að sanda tekur þetta oft dáltinn tíma þar til sandað er og þurfa því íbúar að hafa gott aðgengi að hálkuvörnum.

Sighvatur starfsmaður Ísafjarðarbæjar kom að máli við formann íbúasamtakanna varðandi ösp/aspir sem til stendur að fella við félagsheimilið og þar sem fyrirspurn eða ósk um fjarlægingu hefur komið
upp áður á borð til íbúasamtakanna og var þá þeirri ósk neitað, vill Sighvatur fá samþykkt inn á borð Ísafjarðarbæjar með samþykki íbúasamtakanna. Spurning um að leggja þetta fyrir aðalfund
íbúasamtakanna sem fyrirhugað er að halda í apríl.

Sighvatur vill einnig fella niður ösp sem stendur á horni Hafnarstrætis og Aðalstrætis en hún stendur að hans mati alltof nálægt ljósastaur sem stendur þar á horninu.

Sterk ósk íbúa hér á Þingeyri að fá aðstöðu port, fyrir þá sem vilja eða þurfa að geyma hluti til lengri eða skemmri tíma eins og t.d. Veiðarfæri, báta sem eru teknir upp á haustin, gáma ofl. til að hlutir séu ekki dreifðir hér út um allan bæ því menn vita ekki hvar þeir mega geyma þessa hluti og ekki allir í þörf fyrir aðstöðu hús en aðstöðu port.

Ekki ráð nema í tíma sé tekið, viljum panta jólastjörnur / skraut á ljósastaurana hjá okkur hér á Þingeyri fyrir næstu jól.

Vorverka og plokkdagur ákveðinn sunnudaginn 28 apríl n.k. Tala við Artic Fish og fá þá til liðs við okkur eins og í fyrra, aðstoð við að taka upp ruslið víðsvegar um bæinn og bjóða svo upp á pylsur í Bólu að tiltekt lokinni. 

Ráðgerum að hafa opinn íbúafund / aðalfund 22 apríl n.k. ef það passar, og viljum gjarnan hafa bæjarstjórann með okkur og jafnvel Sighvat garðyrkjufulltrúa.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 21.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?