Fundur með bæjarritara 2. júlí 2019

Erna, Wouter og Agnes sátu fundinn. Þórdís upplýsti að til stæði að breyta forminu og reglunum um framkvæmdaféð þar sem það hefði skapast ófyrirséð vandamál sem hægt væri að leysa með breyttu formi. Ekki neitt fast í hendi með það en vonandi yrði það komið á hreint fyrir næsta ár.

Íbúasamtökin höfðu útbúið lista yfir það sem óskað var eftir að framkvæma. Allt sem á listanum var samþykkt en þyrti að forgangsraða uppá nýtt.

Óskað var eftir að kaupa útiæfingatæki sem setja ætti upp á göngustígnum ofan við bæinn. Fara þarf betur yfir kostnað vegan uppsetningar slíkra tækja og þá hver ætti að framkvæma uppsetninguna.

Á listanum voru einnig slátturorf sem leigja mætti út til íbúanna, spurning hvernig sú framkvæmd gæti gengið og hvort það væri yfir höfuð æskilegt þar sem orfin væru í eigu Ísafjarðarbæjar og almennt leigir Ísafjarðarbær ekki út sín orf.

Einnig var enn og aftur komið inná samskiptavandamál, upplýsingaflæði og upplýsingagjöf.

Tankurinn kom einnig til umræðu ásamt þeirri staðreynd að engar framkvæmdir verða í sumar varðandi hann. Bæði vegna skorts á fjármagni, því undirbúningurinn kostaði meira en það fjármagn sem til staðar er nú þegar og einnig vegna þess að ekki hefur komið nægilega skýrt fram hvort lóðinn væri tilbúin til úthlutunar eða ekki.

Aðeins var komið inn á fyrirhugaðan heitan pott við sundlaugina á Þingeyri. Forstöðumaður hafði farið vel yfir þá möguleika sem eru í stöðunni og niðurstaðan var að hugsanlega nægðu þessar 5 milljónir, sem eru á fjárhagsáætlun, ekki fyrir því sem óskað var eftir. Málið er í skoðun.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?