Fræðslunefnd - 255. fundur - 8. maí 2007

Mætt voru: Einar Pétursson formaður, Kristín Hálfdánardóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir,  Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi og Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirm Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Elías Oddsson boðaði forföll, enginn mætti í hans stað. Kolbrún Sverrisdóttir boðaði forföll, í hennar stað mætti Gylfi Þór Gíslason.


Fundarritari: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.



Leikskólamál:


Mættur áheyrnarfulltrúi, Elsa María Thompson f.h. leikskólastjóra.



1. Grænmeti í alla leikskóla.    2007-04-0016.


Lagt fram bréf frá Kaupþing á Íslandi dags. 4. apríl s.l., þar sem kynnt er gjöf Kaupþings til leikskóla landsins. Gjöfin er efni, áhöld, fræ og könnur og fleira sem þarf til að útbúa lítinn matjurtagarð, sem gefin er til að fá börn til að borða meira grænmeti. Gjöfin er skilyrðislaus og er sveitarfélögum og einstökum skólum frjálst að afþakka hana, þyki ástæða til.


Fræðslunefnd telur rétt að einstakir leikskólastjórar taki ákvörðun um hvort gjöfin er þegin eða henni hafnað út frá aðstæðum hvers skóla.



Grunnskólamál:


Ellert Örn Erlingsson mættur f.h. grunnskólastjóra, Sigurður Hafberg og Sigríður Steinunn Axelssdóttir f.h. kennara.



2. Kennslustundaúthlutun.


Lagðar fram tillögur Skóla- og fjölskylduskrifstofu, um úthlutun kennslustunda næsta skólaár fyrir GÖ, GÍ og GS, ásamt rökstuðningi skólastjóra GÖ og GÍ fyrir breytingum.


Fræðslunefnd samþykkir tillögu um úthlutun upp á 171 kest. til GS, 147 kest til GÖ og 1.164 kest til GÍ. Að auki er samþykkt að SFS hafi til umráða 13 kest/viku eða 442 fyrir skólaárið, til að mæta tilfallandi og tímabundinni aukningu innan skólanna þegar sérstaklega stendur á. Samtals verða þá úthlutaðar 1.739 kest skólaárið  2007-2008.



3. Skóladagatöl grunnskóla Ísfjarðarbæjar.


Lögð fram skóladagatöl fyrir skólaárið 2007-2008 fyrir alla grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Allir skólar eru með 180 nemendadaga, en þar af eru 2 foreldradagar. Skólasetning verður 24. ágúst 2007 og skólaslit 5. júní 2008.


Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl grunnskólanna. 



4. Móttökuáætlun innflytjendabarna.


Lögð fram drög að móttökuáætlun innflytjendabarna í grunnskólum Ísafjarðarbæjar, áætlun sem er í vinnslu.


Lagt fram til kynningar.



5. Styrkir úr þróunarsjóði grunnskóla.  2007-04-0069.


Lagt fram bréf frá Skarphéðni Jónssyni, skólastjóra GÍ, dagsett 2. maí s.l., þar sem tilkynnt er um að skólinn fékk úthlutað kr. 400.000.- styrk til innleiðingar á uppbyggingarstefnunni. Einnig lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 24. apríl s.l., þar sem tilkynnt er um að Skóla- og fjölskylduskrifstofu var úthlutað úr sama sjóð kr. 300.000.-, til verkefnis um kennslu nýbúa.


Lagt fram til kynningar.



6. Endurskoðun grunnskólastefnu.


Lagðir fram minnispunktar frá fundum með kennurum grunnskólanna um  grunnskólastefnu.  Fundir voru haldnir með kennurum 18. apríl s.l. á Suðureyri og Flateyri, 20. apríl s.l. á Þingeyri og 7. maí s.l. á Ísafirði.


Fræðslunefnd felur starfsmönnum að koma samþykktum áherslum inn í drögin í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir fræðslunefnd á næsta fundi nefndarinnar.



7. Önnur mál


a. Lagt fram fréttabréf GÞ ásamt ýmsum gögnum frá GÍ.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00.


Einar Pétursson, formaður.


Gylfi Þór Gíslason.      


Kristín Hálfdánardóttir.


Guðrún Anna Finnbogadóttir.


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.    


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirm. Skóla- og fjölskylduskr.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?