Félagsmálanefnd - 321. fundur - 4. nóvember 2008

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Ásthildur Gestsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Elín Halldóra Friðriksdóttir og Hrefna R. Magnúsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.



Þetta var gert:



1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.



2. Liðveisla í skammtímavistun. 2007-09-0057


Lagt fram bréf dags. 23. september 2008 frá Sóleyju Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum. Bréfritari fjallar um samstarf S-Vest og Skóla- og fjölskylduskrifstofu í skammtímavistun og möguleika Ísafjarðarbæjar til að uppfylla þá tíma sem honum ber. Félagsmálanefnd óskar eftir aðstoð  S-Vest við að uppfylla samþykkta tíma eftir því sem þörf krefur, á kostnað Ísafjarðarbæjar.



3. Áætlun um heildargreiðslu sérstakra húsaleigubóta 2009. 2008-10-0031


Lögð fram til kynningar áætlun um heildargreiðslu sérstakra húsaleigubóta 2009 sem send var til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.



4. Þjónusta á Hlíf. 2008-11-0009


Lagður fram til kynningar Samningur um þjónustu hárskera á Hlíf, Torfnesi.



5. Stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar. 2007-12-0001


Unnið að stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.



6. Þjónustuhópur aldraðra. 2008-06-0016


Greint frá fundi sem haldinn var um byggingu hjúkrunarheimilis þann 30. október s.l. með fulltrúum félagsmálaráðuneytis og fulltrúum Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:45.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Hrefna R. Magnúsdóttir.


Ásthildur Gestsdóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi.


Guðný Steingrímsdóttir, félagsráðgjafi.


Anna Valgerður Einarsdóttir, ráðgjafi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?