Félagsmálanefnd - 284. fundur - 8. maí 2007

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Gestsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Jafnframt sat fundinn Margrét Geirsdóttir, starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, sem ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:



1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.



2. Reglur Ísafjarðarbæjar um veitingu fjárhagsaðstoðar.


Fram haldið vinnu nefndarinnar við endurskoðun reglna um veitingu fjárhagsaðstoðar.



3. Önnur mál.


Hrefna R. Magnúsdóttir spyrst fyrir um stöðu mála hjá Gamla Apótekinu.  Hvort formlega sé búið að loka þeirri aðstöðu, sem á að vera fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára.  Starfsmanni falið að leita svara við fyrirspurninni.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl.  17:40.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Rannveig Þorvaldsdóttir.   


Hrefna R. Magnúsdóttir.   


Ásthildur Gestsdóttir.      


Elín Halldóra Friðriksdóttir.     


Margrét Geirsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?