Félagsmálanefnd - 272. fundur - 12. september 2006

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson formaður, Ásthildur Gestsdóttir, Hrefna R. Magnúsdóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir.  Jón Svanberg Hjartarson boðaði forföll og Bryndís Birgisdóttir varafulltrúi mætti í hans stað.


Jafnframt sat fundinn Margrét Geirsdóttir, ráðgjafi  Skóla- og fjölskylduskrifstofu, sem ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:



1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.


 


2. Sérstakar húsaleigubætur.


Lagðar fram upplýsingar um sérstakar húsaleigubætur.  Málinu frestað til  næsta fundar nefndarinnar.



3. Þjónustudeild Hlífar.   Nr. 2005-02-0121.


Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, ásamt tölulegum upplýsingum frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar.  Í bréfinu er lagt til að þjónustudeild Hlífar verði lögð niður í áföngum þar sem rekstur hennar hefur verið Ísafjarðarbæ mjög dýr vegna lágra daggjalda og þess að þar er veitt mun meiri þjónusta en sveitarfélaginu ber, lögum samkvæmt,  að veita. 


Félagsmálanefnd leggur til að komið verði á fundi á milli nefndarinnar og þjónustuhóps aldraðra þar sem málið yrði rætt frekar.  Starfsmanni falið að kanna áhrif hugsanlegra breytinga á þjónustuþörf og kostnað henni samfara.



4. Endurskoðun á reglum Ísafjarðarbæjar um veitingu fjárhagsaðstoðar.


Lögð fram drög að nýjum reglum Ísafjarðarbæjar um veitingu fjárhagsaðstoðar.  Málinu frestað til næsta fundar nefndarinnar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:00.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Ásthildur Gestsdóttir.           


Bryndís Birgisdóttir. 


Rannveig Þorvaldsdóttir.     


Hrefna R. Magnúsdóttir.     


Margrét Geirsdóttir.     


 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?