Byggingarnefnd - 23. fundur - 20. febrúar 2008

Mættir eru Þorsteinn Jóhannesson, formaður, Svanlaug Guðnadóttir, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, Jóhanna Ásgeirsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs, er jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta var gert:





1. Skólalóð Grunnskólans á Ísafirði.


Lögð fram teikning unnin af Teiknistofunni Eik af skólalóðinni.


Farið yfir tillöguna, fram komu athugasemdir og starfsmönnum falið að vinna með arkitekt að útfærslu.



2. Innréttingar og laus búnaður.


Sviðstjóri umhverfissviðs fór yfir stöðu mála.


Byggingarnefnd felur sviðstjóra umhverfissviðs að halda áfram með málið.



3. Breytingar innanhúss í núverandi skóla.


Fara þarf í breytingar í núverandi skóla vegna færslu á bókasafni, tengigangs frá viðbyggingunni yfir í núverandi skóla og ýmsum öðrum stöðum.  Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 11 millj. í þessar breytingar.


Byggingarnefnd leggur til að arkitekt verði falið að leggja fram teikningu af vinnuaðstöðu kennara og kennarastofu í samráði við skólastjórnendur.



4. Framkvæmdir við viðbyggingu Grunnskólans á Ísafirði.


Farið yfir stöðu mála og að mati eftirlitsmanns er verkið á áætlun.  Greiðslur til verktaka eru komar í kr. 288.651.888,-.



5. Vettvangsferð.


Byggingarnefnd fór í vettvangsferð um viðbygginguna með verktaka.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:30.


Þorsteinn Jóhannesson, formaður.


Svanlaug Guðnadóttir.    


Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?