Byggingarnefnd - 13. fundur - 27. janúar 2006

Árið 2006, mánudaginn 27. janúar kl. 16:00 kom byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði saman til fundar á tæknideild Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.. Mættir eru Kristján Kristjánsson, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Skarphéðinn Jónsson og Jóhann Birkir Helgason, er jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta var gert:



1. Bráðabirgðastofur fyrir nemendur sem nú eru í gamla barnaskólanum.


Nefndin leggur til að efri hæð í sundhöllinni verði innréttuð m.t.t. skólahúsnæðis og annað nærliggjandi húsnæði í eigu bæjarins nýtt eftir þörfum.  Byggt verði stigahús á bakhlið sundhallarhússins.  Með skipulagsbreytingum innanhúss í Grunnskólanum á Ísafirði telur nefndin að um viðunandi lausn sé að ræða.  Samhliða þessu er nauðsynlegt að bæta aðstöðu á skólalóð.


Nefndin bendir á að framkvæmdum við efri hæð í sundhöllinni þurfi að vera lokið eigi síðar en 1. ágúst 2006.



2. Grunnskólinn á Ísafirði, 2. áfangi.


Fyrir liggja hönnunargögn vegna 2. áfanga við Grunnskólann á Ísafirði. 


Nefndin bendir á að tæknilega séð er ekkert því til fyrirstöðu að bjóða verkið út.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:50.





Kristján Kristjánsson.      


Jóna Benediktsdóttir.


Svanlaug Guðnadóttir.    


Skarphéðinn Jónsson. 


Jóhann Birkir Helgason.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?