Bæjarstjórn - 219. fundur - 15. febrúar 2007


Fjarverandi aðalfulltrúar: Guðni G. Jóhannesson í h. st. Svanlaug Guðnadóttir.  Magnús Reynir Guðmundsson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.  Sigurður Pétursson í h. st. Lilja Rafney Magnúsdóttir.  Halldór Halldórsson í h. st. Guðný Stefanía Stefánsdóttir.

 

 

Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, er nú komin til starfa á ný eftir barnsburðarleyfi.

 

Dagskrá:


I. Fundargerðir bæjarráðs 5/2. og 12/2.


II. Fundargerð atvinnumálanefndar 31/1.


III. Fundargerð félagsmálanefndar 6/2.


IV. Fundargerð hafnarstjórnar 2/2.


V. Fundargerð landbúnaðarnefndar 1/2.


VI. Fundargerð menningarmálanefndar 6/2.


VII. Fundargerð  staðardagskrárnefndar 30/1. 


VIII. Fundargerð umhverfisnefndar 7/2.

 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir,  Gísli H. Halldórsson, Rannveig Þorvaldsdóttir, Þorleifur Pálsson, bæjarritari og Ingi Þór Ágústsson.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu að ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar vegna samgönguáætlunar, við 8. lið 514. fundar bæjarráðs. 

 

Lagt fram á bæjarstjórnarfundi 15. febrúar 2007, undir 8. lið 514. fundar bæjarráðs.


Tillaga að ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar vegna samgönguáætlunar.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar tillögu samgönguráðherra til þingsályktunar um samgönguáætlun. Áætlunin gerir ráð fyrir miklum samgöngubótum á Vestfjörðum og ber þar hæst tvenn ný jarðgöng, Óshlíðargöng og göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Samhliða því verður áfram unnið að stórverkefnum við Ísafjarðardjúp og á Vestfjarðavegi ásamt vegi um Arnkötludal. Einnig tryggir áætlunin að Þingeyrarflugvöllur verði fullbúinn tækjum til næturflugs innan skamms og fé komi til framkvæmda vegna olíuhafnar við Mávagarð á Ísafirði.


Þær áherslur í samgönguáætluninni sem lúta að vestfirskum vegum eru í góðu samræmi við þá stefnumótun í vegamálum sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum hafa fylgt eftir í nær áratug og samþykkt var á Fjórðungsþingi 1997. Hún var endurskoðuð og betrumbætt 2004 en forgangsröðun framkvæmda var óbreytt. Það er ánægjuefni að sjá að samgönguyfirvöld hafa í meginatriðum fylgt þessum áherslum heimamanna ásamt því að vinna hratt og örugglega að því að finna varanlega lausn fyrir umferð um Óshlíð.


Sú ákvörðun samgönguráðherra að leggja til göng frá Ósi við Bolungarvík að Skarfaskeri við Hnífsdal er að mati bæjarstjórnar skynsamleg lausn til framtíðar. Hvatt er til þess að við hönnun mannvirkisins og aðliggjandi leiða verði kannað hvort nýta megi það efni sem til fellur úr göngunum í lagfæringar á leiðinni frá Hnífsdal inn til Ísafjarðar, t.a.m. með færslu vegarins um Hnífsdal niður að sjávarmáli og gerð göngustígs milli þéttbýliskjarnanna.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar treystir því, að unnið verði í samræmi við þá áætlun, sem nú hefur verið lögð fram.  Samkeppnishæfni atvinnulífsins á Vestfjörðum byggir á samkeppnishæfum samgöngum og mikilvægi fyrirhugaðra samgöngubóta er því gríðarlegt.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði jafnframt fram undir 8. lið 514. fundargerðar bæjarráðs, til kynningar, sameiginlega ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur-kaupstaðar og óskaði eftir að hún yrði skráð í fundargerð.

 

Samþykkt í Einarshúsi í Bolungarvík þriðjudaginn 13. febrúar 2007.


Bæjarstjórnir Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar fagna þeirri ákvörðun samgönguráðherra að ráðast í gerð jarðganga milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar um svonefnda Skarfaskersleið, frá Ósi við Bolungarvík að Skarfaskeri í Hnífsdal. Óshlíðargöng munu leysa af hólmi veg um Óshlíð, þar sem vegfarendum hefur ætíð staðið ógn af snjóflóðum, aurskriðum og grjóthruni. Ásamt því að auka til muna umferðaröryggi milli tveggja stærstu þéttbýliskjarna á Vestfjörðum munu göngin leggja grunn að öflugra samstarfi einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á norðanverðum Vestfjörðum og gera þannig sveitarfélögin tvö að einu atvinnu- og þjónustusvæði.


Einnig lýsa bæjarstjórnirnar yfir ánægju með að framkvæmdir skuli hafnar við þverun Mjóafjarðar og Reykjarfjarðar við Ísafjarðardjúp. Á næstu dögum verður vegagerð um Arnkötludal boðin út og sjá þá íbúar á norðanverðum Vestfjörðum loks fyrir endann á því að leiðin inn á hringveg eitt verði öll bundin slitlagi.


Í tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun á Alþingi er einnig gert ráð fyrir að hafist verði handa við gerð jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar í beinu framhaldi af Óshlíðargöngum. Það er fagnaðarefni og árétta bæjarstjórnirnar mikilvægi þess að tengja suður- og norðursvæði Vestfjarða með öruggum heilsárssamgöngum.


Bolungarvík 13. febrúar 2007.

 

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista undir 6. lið 514. fundar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, að tilnefna Eirík Gíslason, verkfræðing, sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í starfshópi Fjórðungssambands Vestfirðinga, um svæðisskipulag og framtíðarsýn.  Eiríkur er verðugur fulltrúi sveitarfélagsins með menntun, er hentar sérlega vel í þá vinnu, sem er framundan hjá starfshópnum, jafnframt hefur hann aflað sér víðtækrar þekkingar og reynslu sem leiðsögumaður innanlands sem utan, sem nýtast ætti vel í starfinu.?


Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Jónu Benediktsdóttur, Lilju Rafney Magnúsdóttur og Rannveigu Þorvaldsdóttur.

 

Lilja Rafney Magnúsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 10. lið 514. fundar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn samþykkir að beina því til Vegagerðar og Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, að úttekt verði gerð á því hvaða varaleiðir sé hægt að nýta í neyð ef Vestfjarðagöng lokast vegna slysa, eldsvoða eða óhappa vegna flutnings hættulegra efna eða annarra ófyrirsjáanlegra orsaka.  Einnig verði lögð áhersla á við endurskoðun viðbragðsáætlunar fyrir Vestfjarðagöng, sem nú stendur yfir hjá Vegagerðinni á Ísafirði og Slökkvilið Ísafjarðarbæjar tekur þátt í, að skoðaðir verði möguleikar á að nýta Botns- og Breiðadalsheiðar, sem neyðarleið yfir sumarið ef Vestfjarðagöngin lokast og koma þarf fólki strax undir læknishendur eða t.d. slökkvibúnaði frá Ísafirði yfir á firðina vestan megin við göngin.?


Greinargerð:


Viðbragðsáætlun fyrir Vestfjarðagöng var gerð þegar göngin voru opnuð árið 1996 og stendur nú yfir endurskoðun á henni og reiknar Vegagerðin á Ísafirði með að því verki ljúki í vor.  Við þá endurskoðun verður m.a. haft samráð við bæjaryfirvöld og Slökkvilið Ísafjarðarbæjar og er mjög mikilvægt, að allar hugsanlegar aðstæður verði skoðaðar sem skapast gætu ef Vestfjarðagöng lokast í lengri eða skemmri tíma.  Víða á landinu eru sumarvegir með lágmarksviðhaldi og gætu Botns- og Breiðadalsheiðar flokkast sem slíkir vegir og nýttir í neyðartilfellum.  Nauðsynlegt er að tryggja íbúum það öryggi sem hægt er ef Vestfjarðagöng lokast og koma þarf fólki vestan heiða á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði eða t.d. að kalla út aðalslökkviliðið á Ísafirði til aðstoðar á fjörðunum.  Brýnt er að kynna íbúum í Ísafjarðarbæ  ,,Brunavarnaáætlun 2007? og viðbragðsáætlun fyrir Vestfjarðagöng þegar endurskoðun hennar er lokið.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 7. lið 513. fundar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir athugasemdir bæjarráðs, um skamman fyrirvara sem sveitarstjórnir fá til að gera athugasemdir við lagafrumvörp frá Alþingi.  Bæjarstjórnin beinir þeim tilmælum til Alþingis Íslendinga, að frestur sem gefinn er til slíkra umsagna verði með þeim hætti að sveitarstjórnum sé gert mögulegt, að vinna þær með faglegum hætti.?

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta bæjarstjórnar undir 6. lið 514. fundar bæjarráðs. 


,,Meirihluti bæjarstjórnar telur eðlilegt, að Svanlaug Guðnadóttir, formaður umhverfisnefndar, taki sæti í undirbúningshópi Fjórðungssambands Vestfirðinga vegna svæðisskipulags og framtíðarsýnar fyrir Vestfirði.  Unnið er að aðalskipulagi fyrir Ísafjarðarbæ undir stjórn umhverfisnefndar. Með setu formanns umhverfisnefndar í undirbúningshópnum mun skapast góð tenging við þá vinnu, sem farið hefur fram hjá Ísafjarðarbæ og góðir möguleikar til að samræma þá vinnu sem framundan er.  Án efa mun undirbúningshópur FV leita víða fanga hjá fagfólki og sérfræðingum við gerð svæðisskipulagsins.?


Undirritað af Gísla H. Halldórssyni, Inga Þór Ágústssyni, Guðnýu Stefaníu Stefánsdóttur, Svanlaugu Guðnadóttur og Birnu Lárusdóttur.

 

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi viðauka við tillögu Birnu Lárusdóttur, forseta, að ályktun bæjarstjórnar undir 8. lið 514. fundar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar treystir því, að unnið verði í samræmi við þá áætlun sem nú hefur verið lögð fram.  Samkeppnishæfni atvinnulífsins á Vestfjörðum byggir á samkeppnishæfum samgöngum og mikilvægi fyrirhugaðra samgöngubóta er því gríðarlegt.?

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 4. lið 513. fundar bæjarráðs.


,,Í-listinn bendir á að í nýgerðum leigusamningi var sett inn athugasemd þar sem kveðið er á um að leigutaki greiði sjálfur allan hugsanlegan kostnað við endurbætur á húsnæðinu á leigutímanum og sjálfsagt er að slíkt sé almenn regla til að tryggja að bærinn beri ekki kostnað af útleigu eigna sinna.?


Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Lilju Rafney Magnúsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur og Rannveigu Þorvaldsdóttur.   

 


Fundargerðin 5/2. 513. fundur.


5. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


7. liður.  Tillaga Í-lista að bókun samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 12/2. 514. fundur.


5. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


6. liður.  Tillaga Í-lista felld 5-4.


6. liður.  Tillaga meirihluta bæjarráðs samþykkt 5-0.


8. liður.  Ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um samgöngumál samþykkt 8-0.


Jóna Benediktsdóttir gerði grein fyrir hjásetu sinni.


10. liður.  Tillaga Í-lista samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ingi Þór Ágústsson.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 4. lið 70. fundar atvinnumálanefndar.  ,,Í-listinn tekur undir með atvinnumálanefnd sem hvetur bæjarstjórn til að fylgja eftir hugmyndum um að rannsóknarstofnun í jarðkerfafræðum verði sett á stofn á Ísafirði.  Í-litinn bendir á að iðnaðarráðherra hefur nú nýverið lýst vilja ríkisstjórnarinnar til að efla menntun, nýsköpun og háskólanám á svæðinu.  Verkefni af þessu tagi væri kjörin leið að þeim markmiðum sem sett hafa verið af hálfu ríkisins og sveitarfélaga í þeim tilgangi að efla atvinnulíf og búsetuskilyrði á svæðinu.?


Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Lilju Rafney Magnúsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur og Rannveigu Þorvaldsdóttur.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta bæjarstjórnar við 4. lið 70. fundar atvinnumálanefndar.


,,Meirihluti bæjarstjórnar bendir á að verkefni þessu var hrint í framkvæmd af einstaklingum í Ísafjarðarbæ með dyggum stuðningi bæjaryfirvalda.  Meirihlutinn mun áfram vinna að framgangi verkefnisins í góðu samstarfi við þá sem stýra þróun þess.?


Bókunina undirrita Birna Lárusdóttir, Svanlaug Guðnadóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Ingi Þór Ágústsson og Gísli H. Halldórsson.

 

Lilja Rafney Magnúsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 7. lið 70. fundar atvinnumálanefndar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að ýta sem fyrst úr vör starfi atvinnumálanefndar og hafnarstjórnar, um að vinna að tillögum um aukin umsvif og þjónustu Ísafjarðarhafna sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá 5. október 2006.  Meðal annars verði skoðaðir sérstaklega möguleikar á að efla og styrkja Ísafjarðarhöfn, sem þjónustumiðstöð fyrir Austur-Grænland.  Einnig að kannaðir verði möguleikar á að umskipunarhöfn fyrir siglingar í norðurhöfum verði staðsett á Vestfjörðum með vísan til tillögu til þingsályktunar, sem liggur fyrir Alþingi þskj. 825-553 mál um þjónustu fyrir útgerð og siglingar í norðurhöfum, flutt af Lilju Rafney Magnúsdóttur og fleirum og fylgir hér með sem fylgiskjal.?


Undirritað af Lilju Rafney Magnúsdóttur, Jónu Benediktsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur og Rannveigu Þorvaldsdóttur.

 


Fundargerðin 31/1.  70. fundur.


7. liður.  Tillaga Í-lista samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


III. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku: Rannveig Þorvaldsdóttir og Jóna Benediktsdóttir.


 


Fundargerðin 6/2.  279. fundur.


2. liður.  Athugasemdir félagsmálanefndar staðfestar 8-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Hafnarstjórn.  


Fundargerðin 2/2.   123. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Landbúnaðarnefnd.


Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir.

 


Fundargerðin 23/1.  251. fundur.


1. liður.  Tillaga landbúnaðarnefndar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


VI. Menningarmálanefnd.


Til máls tóku:  Jóna Benediktsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir og Ingi Þór Ágústsson. 


 


Fundargerðin 6/2.  135. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VII. Staðardagskrárnefnd.


Fundargerðin 30/1.  31. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VIII. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir.

 


Fundargerðin 7/2.  252. fundur.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 

Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð.  Fundi slitið kl.  20:42.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.     


Ingi Þór Ágústsson.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Svanlaug Guðnadóttir.    


Jóna Benediktsdóttir.     


Arna Lára Jónsdóttir. 


Rannveig Þorvaldsdóttir.    


Lilja Rafney Magnúsdóttir.

 

 

 

 

 

 

 

 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?