Bæjarstjórn - 212. fundur - 2. nóvember 2006

 

Dagskrá:


I. Fundargerðir bæjarráðs 23/10. og 31/10.


II. Fundargerð byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 10/10.


III. Fundargerð félagsmálanefndar 21/10.


IV. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 25/10.


V. Fundargerð landbúnaðarnefndar 24/10.


VI. Fundargerð stjórnar Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar 26/10.


VII. Fundargerð umhverfisnefndar 25/10.

 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Guðni G. Jóhannesson, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Ingi Þór Ágústsson og Magnús Reynir Guðmundsson. 

 


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta við 5. lið 499. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að ganga til samninga við Kómedíuleikhúsið, um tvíhliða samning til þriggja ára.  Bæjarstjóra er falið að vinna samningsdrög og leggja fyrir bæjarráð.?

 


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista að áskorun undir 13. lið 500. fundargerðar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar varar við þeim niðurskurði til framhaldsskóla á landinu sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2007.  Sérstaklega varar bæjarstjórn við þeim breytingum á reiknilíkani framhaldsskóla sem snúa að viðmiðunarfjölda í verklegum áföngum og faggreinum verknámsbrauta. Afleiðingar þess verða þær að iðn- og verkmenntabrautum í framhaldsskólum á landsbyggðinni er hætta búin.


Með því að þrengja kosti framhaldsskóla sem bjóða uppá verkmenntabrautir er verið að stefna í hættu öllu uppbyggingarstarfi sem átt hefur sér stað við Menntaskólann á Ísafirði undanfarin ár. Á síðustu árum hefur verknám verið eflt við Menntaskólann á Ísafirði með stuðningi félagasamtaka og fyrirtækja á svæðinu. Þannig var húsasmíðabraut komið á laggirnar á síðasta skólaári og unnið hefur verið að fullburða málmiðnbraut.


Með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2007, sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi eru hindranir lagðar fyrir slíka uppbyggingu og rekstur verknámsbrauta settur í uppnám. Auk þess eru nemendaígildi Menntaskólans skorin harkalega niður í frumvarpi til fjárlaga, miðað við aðsókn að skólanum síðustu ár.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á stjórnvöld að endurskoða forsendur fjárlaga fyrir framhaldsskóla landsins, sérstaklega verknámsskóla. Þá skorar bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar á þingmenn Norðvesturkjördæmis að standa vörð um þá uppbyggingu sem orðið hefur við Menntaskólann á Ísafirði á undanförnum árum.?


Undirritað af bæjarfulltrúum Í-lista.

 


Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista að bókun við 13. lið 500. fundargerðar bæjarráðs. 


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur ánægjulegt að nú skuli eiga að opna framhaldskóladeild í Vestur Barðastrandarsýslu, en telur að það hefði verið eðlilegra að gera það í tengslum við Menntaskólann á Ísafirði í stað Fjölbrautarskóla Snæfellinga á Grundarfirði, eins og tillaga menntamálaráðherra gerir ráð fyrir.


Þessi ákvörðun gengur þvert gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda um að byggja Ísafjörð upp sem byggðakjarna fyrir Vestfirði. Sú stefna birtist í samþykktri byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar og í Vaxtarsamningi Vestfjarða.


Menntaskólinn á Ísafirði er framhaldsskóli svæðisins og er það eðlilegt að hann þjónusti Vestur Barðastrandarsýslu, eins og gert var fyrir nokkrum árum, með góðum árangri. Menntaskólinn á Ísafirði býr yfir reynslu sem nýtist í þágu framhaldsskólanema á öllum Vestfjörðum og nú í haust var tekin í notkun nýr fjarfundabúnaður sem gerir skólanum kleift að sinna öflugu fjarnámi.


Rök menntamálaráðherra fyrir því að Fjölbrautaskóli Snæfellinga eigi að hafa umsjón með náminu eru erfiðar samgöngur milli Ísafjarðar og Vestur Barðastrandarsýslu. Vestfirðingar hafa lengi barist fyrir vetrartengingu á milli norðan- og sunnanverða Vestfjarða í formi jarðganga og það að lélegar samgöngur eigi nú að hamla frekari samskiptum milli svæðanna er forkastanlegt. Vestfirðingar hafa löngum átt í margháttuðu samstarfi sín á milli t.d. í sameiginlegu skattstjóra- og dómsumdæmi, samstarfi vestfirskra sveitarfélaga og nú nýlega í sameiningu lögregluumdæma á Vestfjörðum, auk þess að hafa verið lengi eitt kjördæmi.


Ráðherrar ríkisstjórnarinnar ættu að beita sér fyrir því að koma á mannsæmandi samgöngum milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða svo Vestfirðingar geti átt eðlileg samskipti sín á milli.?


Undirritað af bæjarfulltrúum Í-lista.

 


Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu við 14. lið 499. fundargerðar bæjarráðs.


,,Með því lagafrumvarpi sem nú er til umfjöllunar hjá Alþingi eru yfirráð sveitarfélaga yfir byggð, sem þau hafa skipulagt í landi sínu verulega takmörkuð. 


Undirrituð telur að betra hefði verið að heimila sveitarfélögum að leyfa fasta búsetu og skráningu lögheimilis í húsnæði sem byggt er á svæði sem skipulagt er sem frístundabyggð, en jafnframt að breyta lögum þannig að íbúar á slíkum svæðum nytu minni þjónustu en aðrir íbúar viðkomandi sveitarfélags.


Með því væri sveitarfélögum í sjálfsvald sett hvort þau vilja heimila slíkt í sínu sveitarfélagi og þá með hvaða skilyrðum.  Slíkt gerði væntanlega kröfur á sveitarfélög um að þau skilgreindu hvaða þjónusta verði í boði fyrir þá íbúa sem óska eftir að skrá lögheimili í frístundabyggð. 


Óskað er eftir því að bæjarstjórn geri athugasemdir við frumvarpsdrögin eins og þau eru í dag og reyni að fá þeim breytt þannig að þau takmarki ekki yfirráð sveitarfélaga yfir landi, sem er í þeirra forsjá, meira en nú er.?


Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, bæjarfulltrúa Í-lista.

 


Fundargerðin 23/10.  499. fundur.


3. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


4. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillaga meirihluta samþykkt 7-0.


Magnús Reynir Guðmundsson gerði grein fyrir atkvæði sínu með svohljóðandi bókun.


?Telur að skoða eigi stuðning við Kómedíuleikhúsið í tengslum við væntanlegan


menningarsamning Vestfjarða og  greiðir atkvæði með tillögunni í trausti


þess að það verði gert.?


6. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


13. liður.  Tillaga Í-lista að áskorun varðandi niðurskurð til framhaldsskóla samþykkt 9-0.


13. liður.  Tillaga Í-lista að bókun er varðar framhaldsskóladeild í Vestur


Barðastrandarsýslu samþykkt 9-0.


14. liður. Tillaga Jónu Benediktsdóttur samþykkt 5-4.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 31/10.  500. fundur.


2. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 7-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Ingi Þór Ágústsson, Guðni G. Jóhannesson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.


Fundargerðin 10/10.  16. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku: Sigurður Pétursson og Magnús Reynir Guðmundsson.


Fundargerðin 21/10.  274. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir.


Fundargerðin 25/10.  67. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Landbúnaðarnefnd.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.


Fundargerðin 24/10.  76. fundur.


6. liður.  Tillaga forseta um vísan þessa liðar til bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


VI. Stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar. 


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Ingi Þór Ágústsson og Guðni G. Jóhannesson.


Fundargerðin 26/10.  1. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VII. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir og Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi tillögu við 1. lið 243. fundargerðar umhverfisnefndar.  ,,Bæjarstjórn samþykkir að skólalóð verði lokuð fyrir allri umferð nema umferð vegna fatlaðra og neyðarbíla, þá daga sem skólinn starfar frá kl. 7:45 - 15:00, frá gatnamótum Austurvegar og Norðurvegar.  Jafnframt er samþykkt að gengið verði til viðræðna við rekstraraðila strætisvagna um að stöðva á Norðurvegi þegar flestir nemendur þurfa far með strætisvagninum.  Tímasetning verði ákveðin í samráði við stjórnendur Grunnskólans á Ísafirði.?

 


Fundargerðin 25/10.  243. fundur.


1. liður.  Tillaga bæjarstjóra samþykkt 8-0.


3. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


8. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 22:07.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti.


Guðni G. Jóhannesson.     


Ingi Þór Ágústsson.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.    


Sigurður Pétursson.


Arna Lára Jónsdóttir.     


Magnús Reynir Guðmundsson.


Jóna Benediktsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?