Bæjarstjórn - 196. fundur - 16. febrúar 2006

 

Fjarverandi aðalfulltrúi: Svanlaug Guðnadóttir í h. st. Björgmundur Ö. Guðmundsson.

 


Dagskrá: I. Fundargerðir bæjarráðs 6/2. og 13/2.


II. Fundargerð barnaverndarnefndar 9/2.


III. Fundargerð fræðslunefndar 7/2.


IV. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 8/2.


V. Fundargerð landbúnaðarnefndar 2/2.


VI. Fundargerð menningarmálanefndar 7/2.


VII. Fundargerð umhverfisnefndar 8/2.



I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Guðni G. Jóhannesson, Bryndís G. Friðgeirsdóttir, Ragnheiður Hákonardóttir, Ingi Þór Ágústsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Lárus G. Valdimarsson.

 

Bryndís G. Friðgeirsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögur ásamt greinargerð við 9. lið 469. fundargerðar bæjarráðs:


Tillögur við 9. lið 469. fundar bæjarráðs.


Tillaga eitt:Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela hafnarstjórn að kanna möguleika á að bjóða Landhelgisgæslunni fast pláss fyrir varðskip á Ísafirði og Þingeyri.


Tillaga tvö: Einnig samþykkir bæjarstjórn að vísa því til hafnarstjórnar að endurskoða gjaldskrá hafnarinnar með tilliti til hugsanlegrar aukinnar viðveru skipa Landhelgisgæslunnar í höfnum Ísafjarðarbæjar.


Greinargerð:


Í tengslum við umræðu um flutning ríkisstofnana hefur áður verið rætt um að Landhelgisgæslan verði staðsett á Ísafirði, t.d. er svo lagt til á 23. fundi atvinnumálanefndar 7/2 2003 og síðan samþykkt á 137. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20/2 2003 að óska eftir viðræðum við dómsmálaráðuneyti um málið. Þrátt fyrir að ekki hafi enn orðið af slíkum flutningi er ljóst að vilji yfirstjórnar í Landhelgisgæslunni stendur til þess að staðsetja heimahafnir varðskipa víðar en í Reykjavík, enda aðstaða þar lítil. Nauðsynlegt er hinsvegar að ákveðin hafnaraðstaða sé til reiðu þar sem skip yrðu staðsett.


Í Ísafjarðarbæ henta tvær hafnir sérstaklega vel fyrir varðskip, þ.e. á Þingeyri og Ísafirði. Á báðum stöðum er til reiðu viðlegurými fyrir varðskip. Á báðum stöðum er flugvöllur sem hentar en við áhafnaskipti getur Gæslan notast við eigin flugkosti. Í gegn um áratugina hefur Dýrafjörður gjarna verið notaður sem skipalægi fyrir varðskip enda miðsvæðis gegnt Vestfjarðamiðum. Á Þingeyri er einnig fyrir hendi nokkur þjónusta. Myndi regluleg viðvera varðskipa styrkja hana enn frekar. Á Ísafirði er stutt í fjölbreytta þjónustu með tilheyrandi margfeldisáhrifum.


Af ýmsum ástæðum leggjast varðskip þó sjaldan að bryggju jafnvel þó þau séu ekki að sinna verkefnum á hafi úti, en ein af þeim er kostnaður vegna hafnargjalda. Því er jafnframt lögð fram tillaga fyrir hafnarstjórn að semja sérstaklega um gjaldtöku af varðskipum sbr. 4 mgr. 17 gr. hafnalaga og má t.d. hugsa sér að heimildin verði nýtt ef samningar nást um að varðskip eigi heimahöfn í sveitarfélaginu. Jafnframt er ljóst að betur má nýta viðlegupláss í höfnum Ísafjarðarbæjar og miðar þessi tillaga að því, ásamt því að margfeldisáhrif vegna þjónustukaupa varðskipa eru augljós.

 

Bryndís G. Friðgeirsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu við 4. lið 469. fundargerðar bæjarráðs:


,,Legg til að 4. lið fundargerðar bæjarráðs frá 469. fundi verði vísað til fræðslunefndar til umfjöllunar."

 


Fundargerðin 6/2. 468. fundur.


1. liður. Tillaga landbúnaðarnefndar í 2. lið fundargerðar nefndarinnar frá 2. febrúar s.l., samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 13/2. 469. fundur.


4. liður. Tillaga Bryndísar G. Friðgeirsdóttur samþykkt 1-0.


9. liður. Fyrri tillaga Bryndísar G. Friðgeirsdóttur samþykkt 9-0.


9. liður. Síðari tillaga Bryndísar G. Friðgeirsdóttur samþykkt 5-1.


Guðni Geir Jóhannesson gerði grein fyrir mótatkvæði sínu.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



II. Barnaverndarnefnd.



Fundargerðin 9/2. 65. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



III. Fræðslunefnd.


Til máls tóku: Guðni G. Jóhannesson, Ragnheiður Hákonardóttir og Lárus G. Valdimarsson.

 


Fundargerðin 7/2. 233. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



IV. Íþrótta- og tómstundanefnd.



Fundargerðin 8/2. 57. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



V. Landbúnaðarnefnd.



Fundargerðin 2/2. 71. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



VI. Menningarmálanefnd.



Fundargerðin 7/2. 120. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



VII. Umhverfisnefnd.



Fundargerðin 8/2. 226. fundur.


1. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


4. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


5. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni samþykkt 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 19:10.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

 

Birna Lárusdóttir, forseti.

 

Guðni G. Jóhannesson. Björgmundur Ö. Guðmundsson.

 

Ragnheiður Hákonardóttir. Ingi Þór Ágústsson.

 

Lárus G. Valdimarsson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

 

Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?