Bæjarráð - Nr. 706. fundur - 20. júní 2011

Þetta var gert:

1.         Fundargerð nefndar.

            Umhverfisnefnd 15/6.  353. fundur.

            Fundargerðin er í  átján liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Bréf Jóhanns B. Helgasonar. - Gleiðarhjalli, umhverfismat.  2011-05-0032.

            Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar dagsett 15. júní sl., er varðar verðkönnun fyrir vinnu við umhverfismat á fyrirhuguðu snjóflóðavarnarsvæði undir Gleiðarhjalla á Ísafirði.  Neðangreindir aðilar tóku þátt í verðkönnuninni og eru tilboð þeirra sem hér segir.

                        Náttúrustofa Vestfjarða                      kr. 3.566.080.-

                        Tækniþjónusta Vestfjarða                   kr. 4.724.150.-

                        Hnit hf.                                               kr. 6.131.904.-

                        Mannvit hf.                                         kr. 7.280.000.-

            Framkvæmdasýsla ríkisins og Jóhann B. Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, mæla með að gengið verði til samninga við Náttúrustofu Vestfjarða á grundvelli tilboðs þeirra.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Náttúrustofu Vestfjarða á grundvelli tilboðs þeirra.

  

3.         Bréf Arnars Ingólfssonar. - Fasteignagjöld á Skíðheima 2011. 2011-06-0049.

            Lagt fram bréf frá Erni Ingólfssyni, Ísafirði, dagsett 16. júní sl., þar sem hann óskar eftir að gerður verði samningur við Hollvinafélag Skíðheima á Seljalandsdal, um niðurfellingu fasteignagjalda af Skíðheimum á Seljalandsdal.

            Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til greiðslu fasteignagjalda af Skíðheimum á Seljalandsdal.

 

4.         Bréf Skátafélagsins Einherjar-Valkyrjan. - Flöggun við Norðurtanga,

            Ísafirði.  2011-06-0024         

            Lagt fram bréf Skátafélagsins Einherjar-Valkyrjan, Ísafirði, dagsett 10. júní sl., ásamt afriti af bréfi sama aðila til Ísafjarðarhafnar dagsettu 8. júní sl., en í því bréfi er farið fram á að skátafélagið taki að sér flöggun á fánastöng við Norðurtanga á Ísafirði, gegn gjaldi.  Í bréfinu til Ísafjarðarbæjar er hins vegar farið fram á, að Ísafjarðarbær kosti kaup á fánum, samþykki hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar erindið er sent var Ísafjarðarhöfn.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra í samráði við hafnarstjóra, að ræða við bréfritara.

 

 

5.         Endurskoðuð drög að reglum Ísafjarðarbæjar um menningarstyrki. 2011-06-0050.

            Lagðar fram að nýju reglur um úthlutun styrkja til menningarmála hjá Ísafjarðarbæ.  Reglurnar voru fyrst lagðar fyrir 705. fund bæjarráðs, en hafa nú verið endurbættar í samræmi við umræður á þeim fundi.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglur Ísafjarðarbæjar um menningarstyrki verði samþykktar.

 

6.         Bréf Greips Gíslasonar f.h. Við Djúpið. - Beiðni um afnot af íþróttasal

            við Austurveg, Ísafirði. 2011-03-0047.

            Lagt fram bréf frá Greip Gíslasyni f.h. ,,Við Djúpið“, þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttasalnum í íþróttahúsinu við Austurveg á Ísafirði.  Óskað er eftir afnotum fyrir hádegi án endurgjalds dagana 21.-26. júní n.k.

            Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

 

 7.        Bréf sýslumannsins á Ísafirði. - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um

            rekstrarleyfi fyrir Krúsina, Ísafirði. 2011-06-0037.

            Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 15. júní sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Gróu M. Böðvarsdóttur, um rekstrarleyfi fyrir Krúsina á Ísafirði.

            Bæjarráð óskar umsagnar byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlitsmanns Ísafjarðar- bæjar.

           

   8.      Minnisblað bæjarritara. - Umsagnir byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlits-

            manns Ísafjarðarbæjar, vegna leyfisveitinga.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara um umsagnir byggingarfulltrúa og eldvarnar-eftirlitsmanns Ísafjarðarbæjar, vegna leyfisveitinga til neðangreindra gisti- og eða veitingastaða.

 

Hótel Sandafell, Þingeyri. - Endurnýjun á rekstrarleyfi.  2011-05-0055.

Í umsögnum byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlitsmanns Ísafjarðarbæjar kom ekki fram neinar athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis.

 

Orkusteinn ehf., Hafnarstræti 8, Ísafirði. - Rekstrarleyfi fyrir gistiheimili. 

2011-05-0046.

Í umsögnum byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlitsmanns Ísafjarðarbæjar kom ekki fram neinar athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis.

 

Slétt og slitrótt ehf., Ísafirði. - Endurnýjun og breyting á rekstrarleyfi. 

2011-05-0045.

Í umsögnum byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlitsmanns Ísafjarðarbæjar kom ekki fram neinar athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis.

 


Talisman - Fisherman Hótel, Suðureyri. - Endurnýjun á rekstrarleyfi. 

2011-05-0051.

Í umsögnum byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlitsmanns Ísafjarðarbæjar koma ekki fram neinar athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ekki verði gerðar athugasemdir við ofangreindar leyfisveitingar.

 

9.         Minnisblað bæjarritara. - Undirskriftarlisti frá íbúum í Holtahverfi vegna

            ástands leikvallar í hverfinu. 2011-06-0052.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 16. júní sl., ásamt undirskriftarlistum frá íbúum í Holtahverfi á Ísafirði, þar sem bent er á ástand leikvallar, sem staðsettur er í Holtahverfi.  Óskað er úrbóta og að leikvöllurinn sér þannig úr garði gerður, að hann verði barnvænn og skemmtilegur fyrir börn á öllu aldri.

            Bæjarráð þakkar bréf íbúasamtaka Holtahverfis og vísar málinu til úrvinnslu hjá umhverfis- og eignarsviði Ísafjarðarbæjar.          

 

10.       Áhorfendastúka við Torfnesvöll, Ísafirði. 2011-06-0053.

            Lagt fram bréf dagsett 16. júní sl., frá fimm einstaklingum fyrir hönd óstofnaðs eignarhaldsfélags, þar sem rætt er um byggingu áhorfendastúku við Torfnesvöll á Ísafirði og úthlutun byggingalóðar. Bréfið er undirritað af Jóhanni Torfasyni, Jóni Páli Hreinssyni, Guðmundi Valdimarssyni, Svavari Guðmundssyni og Samúel Samúelssyni.

            Bæjarráð vísar málinu til umræðu í bæjarstjórn og til íþrótta- og tómstundanefndar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 08:46.

 

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?