Bæjarráð - 949. fundur - 24. október 2016

Dagskrá:

1.  

Kvennafrí 2016 - Kjarajafnrétti strax! - 2016100046

 

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur Þórðar Hjaltested, formanns Kennarasambands Íslands frá 20. október sl. ásamt minnisblaði Sædísar Jónatansdóttur og Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur um kynbundinn launamun.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og leggur fram eftirfarandi bókun:
"Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru aðeins 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðal atvinnutekjur en karlar nú árið 2016. Víða um land ætla konur að skunda út af vinnustöðum sínum í dag, 24. október, kl. 14:38 og mótmæla kynbundnum launamun. Samkvæmt þeim launamun sem mælist eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9-17.

Þegar þróun kynbundins launamunar er skoðuð má sjá að konur hafa grætt hálftíma á síðustu ellefu árum, tæpar þrjár mínútur á hverju ári. Með þessu áframhaldi þurfa konur að bíða til ársins 2068 eftir að hafa sömu laun og sömu kjör og karlar.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hvetur fyrirtæki og stofnanir til að taka ábyrga afstöðu með jafnrétti og ekki aðeins gefa konum frí eða loka vinnustöðum til að konur geti tekið þátt í baráttunni, heldur útrýma kynbundnum launamun með virkum aðgerðum, sem þrátt fyrir lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla hefur ekki verið náð.

Samkvæmt launakönnun sem framkvæmd var á árinu 2014 var ekki marktækur kynbundinn launamunur hjá Ísafjarðarbæ, þegar búið var að tala tillit til starfs, aldurs, álags og vakta- og yfirvinnu. Ísafjarðarbær hefur sett sér jafnréttisstefnu sem stofnunum sveitarfélagsins ber að fylgja.

Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun."

 

   

2.  

Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023

 

Frágangur á ofanflóðavörnum neðan Gleiðarhjalla.

 

Umræður voru um ofanflóðagarð 4a, sem ekki var skipulagður sem göngustígur og því varúðarskilti við ofanflóðagarðinn.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að bæta aðgengi og setja viðeigandi merkingar við ofanflóðagarðana svo nýta megi svæðið betur til útivistar.

 

 

Gestir

 

Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - 08:20

 

   

3.  

Sindragata 4b - umsókn um stofnframlag. - 2016100023

 

Lagt er fram afrit af umsókn Ísafjarðarbæjar um stofnframlög ríkisins til bygginga á almennum íbúðum sem send var Íbúðalánasjóði 14. október sl. Sveitarfélag þarf að samþykkja veitingu stofnframlags sveitarfélagsins áður en umsóknin er endanlega afgreidd frá Íbúðarlánasjóði.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa tillögu til bæjarstjórnar til að staðfesta að sveitarfélagið muni taka þátt í byggingu almennra íbúða.


Brynjar Þór Jónasson yfirgefur fundinn kl. 9:00.

 

   

4.  

Heillaóskaskeyti í tilefni af afmæli Ísafjarðarbæjar - 2016090058

 

Einar Skúlason göngugarpur og leiðandi í Wappinu, göngu appi, ætlar að ganga frá Reykjavík til Ísafjarðar seinni hlutann í október og þræðir gamlar þjóðleiðir eins og hægt er á leiðinni. Einar gerir ráð fyrir að afhenda Ísafjarðarbæ heillaóskaskeyti í tilefni af afmæli bæjarins þegar hann kemst á leiðarenda.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.  

Úttekt á reglum um rekstrarleyfi gististaða - 2016060047

 

Lagt er fram uppfært minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 21. október sl. um gistirými í Ísafjarðarbæ auk tillagna að reglum um umsagnir við umsóknir um rekstrarleyfi gististaða.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

 

   

6.  

Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa - 2016090040

 

Lagðar eru fram tilnefningar frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Ferðamálasamtökum Vestfjarða um fulltrúa í starfshópinn.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.  

Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Lögð eru fram drög að rekstrareikningi Ísafjarðarbæjar 2017, ásamt sundurliðaðri rekstraráætlun og rekstraryfirliti.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

Gestir

 

Edda María Hagalín, fjármálastjóri - 09:11


Edda María Hagalín yfirgaf fundinn kl. 9:32.

 

   

8.  

Hafnarstjórn - 187 - 1610013F

 

Lögð er fram fundargerð 187. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 21. október sl., fundargerðin er í 2 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:36

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?