Bæjarráð - 833. fundur - 18. mars 2014

Þetta var gert:

1.      Verkefni bæjarráðs.

Bæjarstjóri fór yfir verkefni bæjarráðs.

 

2.      Fundargerð atvinnumálanefndar 12/3.

Atvinnumálanefnd 119. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

3.      Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 12/3.

Íþrótta- og tómstundanefnd 148. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

4.      Fundargerð umhverfisnefndar 12/3.

Umhverfisnefnd 409. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

5.      Hellulögn Tangagötu. 2014-01-0011.

Lagt er fram bréf Gröfuþjónustu Bjarna ehf., dags. 10. mars 2014.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

 

6.      Sundlaug Flateyri, barnalaug – vaðlaug, opnun tilboða. 2006-03-0084.

Lagt er fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 11. mars 2014.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Vestfirska Verktaka ehf., enda uppfylli þeir skilyrði innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

 

7.      Kaup á hátíðartjöldum fyrir viðburði í Ísafjarðarbæ. 2014-03-0084.

Lagt er fram bréf Ómars Helgasonar, f.h. Aldrei fór ég suður, Jóns Páls Hreinssonar f.h. Mýrarboltans og Kristbjörns R. Sigurjónssonar, f.h. Fossavatnsgöngunnar, dags. 14. mars 2014.

Ómar Helgason mætir til fundarins kl. 08:42. Ómar yfirgefur fundinn kl. 09:00.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að skoða málið betur.

 

8.      Markaðsátak Vestfjarða. 2013-11-0023.

Bæjarstjóri og bæjarritari gera munnlega grein fyrir stöðu verkefnisins.

 

9.      Eyrarskjól – Hjallastefnan. 2013-12-0025.

Lögð eru fram drög að samningi milli Hjallastefnunnar ehf. og Ísafjarðarbæjar um fag- og rekstrarlega inngöngu leikskólans Eyrarskjóls til Hjallastefnunnar ehf.

Bæjarráð vísar drögunum til fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar.

 

10.  Rannsókn á kalkþörungaseti á hafsbotni í Önundarfirði og Ísafjarðardjúpi. 2012-09-0004.

Lögð er fram beiðni Orkustofnunar um umsögn um umsókn Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., dags. 13. febrúar 2014.

            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

11.  Fasteignir í Ísafjarðarbæ í eigu fjármálastofnana. 2013-12-0001.

Lagður er fram tölvupóstur Ágústs Kr. Björnssonar, framkvæmdastjóra eignasviðs Íbúðalánasjóðs, frá 7. mars 2014.

            Bæjarráð hvetur Íbúðarlánasjóð að setja þær íbúðir sem eru til sölu og/eða auðar á útleigu . Bæjarráð óskar eftir minnisblaði frá bæjarstjóra þar sem tekin eru saman svör fjármálastofnanna við fyrirspurn Ísafjarðarbæjar frá 5. desember 2013.

 

12.  Önnur mál.

2014-03-0046. Arna Lára Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu að bókum fyrir næsta fund bæjarstjórnar:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á Alþingi að tryggja aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið, í samræmi við gefin fyrirheit. Með því mun ríkisstjórnin sýna að hún hefur vilja til að hlusta á þjóð sína og leiða þetta stóra mál til lykta þannig að sátt megi verða í samfélaginu.“

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:44.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Albertína F. Elíasdóttir                                                        

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?