Bæjarráð - 784. fundur - 11. febrúar 2013

Þetta var gert:

1.         Fundargerð nefndar.

            Fræðslunefnd 6/2.  328. fundur.

            Fundargerðin er í sjö liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.         

 

2.         Bréf Foreldrafélags leikskólans Sólborgar. - Áskorun er varðar öryggi barna á leikskólanum.  2013-02-0003.

            Lagt fram bréf frá Foreldrafélagi leikskólans Sólborgar á Ísafirði, þar sem skorað er á bæjarstjórn og starfsmenn Ísafjarðarbæjar, að bregðast við og fylgja eftir lausnum í öryggismálum í og við leikskólann Sólborg.  Bréfinu fylgir greinargerð og undirskriftalisti.

            Bæjarstjóri upplýsti að málið er þegar komið í vinnslu á skóla- og tómstundsviði í samráði við umhverfis- og eignasvið Ísafjarðarbæjar.

 

3.         Bréf nefndasviðs Alþingis. - Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll 174. mál.  2013-02-0010.

            Lagt fram bréf frá nefndasviði Alþingis dagsett 4. febrúar sl., ásamt tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll 174. mál.  Óskað er eftir umsögn um þingsályktunartillöguna fyrir 21. febrúar n.k.

            „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir þau rök sem fram koma í greinargerð þingsályktunartillögu um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, sérstaklega hvað varðar minni farþegaflugvélar í millilandaflugi og vélar í ferjuflugi, en gríðarlega mikilvægt er upp á flug þessara véla, að útstöðvar séu á suðaustan- og norðvestanverðu landinu, þ.e.a.s. á Höfn í Hornafirði og á Ísafirði.“

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að ofangreind umsögn verði samþykkt.

 

4.         Bréf nefndasviðs Alþingis. - Frumvarp til sveitarstjórnarlaga 204. mál.  2013-02-0009.  

            Lagt fram bréf frá nefndasviði Alþingis dagsett 4. febrúar sl., ásamt frumvari til sveitarstjórnarlaga, fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og efling íbúalýðræðis, 204. mál.  Óskað er eftir umsögn um frumvarpið og berist umsögnin fyrir 21. febrúar n.k.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

5.         Bréf nefndasviðs Alþingis. - Frumvarp til sveitarstjórnarlaga 449. mál.  2013-02-0009.

            Lagt fram bréf frá nefndasviði Alþingis dagsett 4. febrúar sl., ásamt frumvarpi til sveitarstjórnarlaga, 449. mál.  Óskað er eftir umsögn um frumvarpið og berist umsögnin fyrir 18. febrúar n.k.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

6.         Bréf LÍFStöltsins styrktarfélags. - Beiðni um styrk. 2013-02-0012.

            Lagt fram bréf frá LÍFStöltinu styrktarfélagi ódagsett, þar sem verið er að óska eftir styrk til stuðnings Kvennadeild Landspítalans.  Söfnunin er í tengslum við LÍFStöltið, mót sem haldið er í reiðhöll hestamannafélagsis Harðar í Mosfellsbæ.  Mótið er eingöngu fyrir konur.

            Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

 

7.         Bréf Vegagerðarinnar. - Niðurfelling vega af vegaskrá.  2012-05-0043.

            Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dagsett 1. febrúar sl., er varðar niðurfellingu vega af vegaskrá.  Óskað er eftir ákveðnum upplýsingum frá Ísafjarðarbæ um ástand ákveðinna vega í sveitarfélaginu.

            Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu á umhverfis- og eignarsviði.

 

8.         Afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. - Skýrsla starfshóps um bætt afnendingaröryggi raforku á Vestfjörðum.  2013-01-0015.

            Lögð fram skýrslan ,,Afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum“, sem unnin er af starfshópi um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum.  Skýrslan kom út í desember 2012.

            Skýrslan lögð fram til kynningar í bæjarráði og vísað til kynningar í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 8:30.

 

Þorleifur Pálsson, ritari

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs

Albertína F. Elíasdóttir

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?