Bæjarráð - 705. fundur - 14. júní 2011

Þetta var gert:

1.         Fundargerðir nefndar.

            Félagsmálanefnd 7/6.  357. fundur.

            Fundargerðin er í  sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Íþrótta- og tómstundanefnd 8/6.  123. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Bréf Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. - Fjárframlög Ísafjarðarbæjar.

            2010-11-0013.

            Lagt fram bréf Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði, undirritað af Margréti Gunnarsdóttur, skólastjóra.  Í bréfinu er gerð grein fyrir rekstri skólans undanfarin ár og þeim fjárhagsþrengingum er skólinn hefur búið við.  Þess er farið á leit við Ísafjarðarbæ, að hann taki frekari fjárhagslegan þátt í rekstri skólans.  Styrkur Ísafjarðarbæjar til Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar á þessu ári er kr. 4.668.000.-, en beiðni er um að hann hækki um kr. 250.000.- á mánuði miðað við alla mánuði ársins.

            Bæjarráð óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Listaskóla Rögnvalda Ólafssonar um erindið.

 

3.         Bréf Mýrarboltafélags Íslands. - Umsókn um leyfi fyrir Evrópumeistaramóti

            í Tungudal 30.-31. júlí 2011.   2011-06-0005.

            Lagt fram bréf frá Mýrarboltafélagi Íslands undirritað af Rúnari Óla Karlssyni, Ísafirði, þar sem gerð er grein fyrir þróun Mýrarboltamóta undanfarin ár og óskað er eftir að félagið fái áfram að nýta sér þá aðstöðu er það hefur haft í Tungudal í Skutulsfirði, til mótshalds.  Jafnframt er óskað eftir afslætti fyrir gesti mótsins á tjaldsvæði bæjarins, sem og afslætti af gjaldskrám sundlauga sveitarfélagsins.

            Bæjarráð tekur jákvætt í erindi Mýrarboltafélagsins og felur bæjarstjóra að ræða við mótshaldara.

 

4.         Bréf Leiðar ehf. - Svör við fyrirspurnum Ísafjarðarbæjar.  2011-02-0082.       

            Lagt fram bréf Leiðar ehf., Bolungarvík, dagsett 2. júní sl., þar sem félagið svarar fyrirspurnum Ísafjarðarbæjar frá 30. maí sl. hvað varðar uppsetningu skilta ofl.

            Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og eignasviðs og umhverfisnefndar.

 

5.         Minnisblað upplýsingafulltrúa. - Reglur um úthlutun menningarstyrkja.

            Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánarsonar, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dagsett 1. júní sl., þar sem fjallað er um drög að reglum um úthlutun styrkja Ísafjarðarbæjar til menningarmála.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir drög að reglum um úthlutun menningar-styrkja og leggja að nýju fyrir bæjarráð.

 

6.         Bréf Andat-lögmannastofu. - Greiðslustöðvun Spýtunnar ehf., Ísafirði.

            2011-06-0001.

            Lagt fram bréf frá Andat-lögmannastofu, Reykjavík, dagsett 6. maí sl., er varðar greiðslustöðvun Spýtunnar ehf., Ísafirði og fyrirhugaðan fund er halda átti með kröfuhöfum þann 10. júní 2011.  Í bréfinu kemur fram að fundurinn hafi verið afturkallaður, þar sem í ljós hefur komið að greiðslustöðvun muni ekki bera árangur.

            Lagt fram til kynningar. 

 

7.         Bréf Lögborgar lögfræðiþjónustu. - Greiðslustöðvun KNH ehf., Ísafirði.

            2011-05-0014.

            Lagt fram bréf frá Lögborg lögfræðiþjónustu, Reykjavík, dagsett 31. maí sl., er varðar greiðslustöðvun fyrirtækisins KNH ehf. og kröfur Ísafjarðarbæjar á félagið.  Í bréfinu kemur fram að framlenging hefur verið veitt á greiðslustöðvun félagsins til 18. ágúst n.k.

            Lagt fram til kynningar.

           

   8.      Bréf Húsafriðunarnefndar. - Friðun Sæbólskirkju á Ingjaldssandi.

            2011-06-0009.

            Lagt fram bréf frá Húsafriðunarnefnd dagsett 30. maí sl., þar sem fram kemur að mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveiði að fenginni tillögu Húsafriðunar-nefndar, að friða Sæbólskirkju á Ingjaldssandi í Önundarfirði.  Friðunin nær til kirkjunnar í heild sinni, sbr. meðfylgjandi friðunarskjal dagsett 18. maí 2011.

            Bæjarráð vísar bréfi Húsafriðunarnefndar til umhverfis- og eignasviðs, sem og til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

9.         Bréf Orkubús Vestfjarða ohf. - Uppsögn samnings um ótrygga orku.

            2011-06-0023.

            Lagt fram bréf frá Orkubúi Vestfjarða ohf., dagsett 8. júní sl., þar sem tilkynnt er um uppsögn á samningi/viðskiptum um ótrygga orku vegna sundlaugar á Þingeyri.  Uppsögn miðast við 1. júlí n.k., en unnið verður eftir núgildandi viðskiptakjörum til     31. desember 2011.   Vísað er til meðfylgjandi bréfs frá Landsvirkjun dagsettu 26. maí sl., hvað þetta varðar.

            Bæjarráð vísar bréfi Orkubús Vestfjarða til umhverfis- og eignasviðs.

 

10.       Bréf Umhverfisstofnunar. - Nýting svæða í og við Ísafjarðardjúp.

            2011-06-0013.

            Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 3. júní sl., þar sem fram kemur ósk um upplýsingar um nýtingu svæða í og við Ísafjarðardjúp.  Fyrirspurnin grundvallast á umsókn Vesturskeljar ehf., um 2.000 tonna árlega kræklingarækt í og við Ísafjarðardjúp.  Í umsókninni eru tilgreindir ræktunarstaðir í Álftafirði, Seyðisfirði, Hestfirði og Skötufirði, sem og á Æðeyjargrunni.

            Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

11.       Bréf Kvennakórs Ísafjarðar. - Styrkbeiðni.  2011-03-0146.

            Lagt fram bréf frá Kvennakór Ísafjarðar dagsett 4. júní sl., þar sem kórinn óskar eftir styrk frá Ísafjarðarbæ, til að standa straum af kostnaði við vetrarstarfið.  Í bréfinu er rakin að nokkru starfsemi kórsins á þessu starfsári.

            Bæjarráð frestar afgreiðslu til úthlutunar á komandi hausti.

 

12.       Bréf Friðþjófs Þorsteinssonar. - Styrkumsókn vegna námskeiðs í

            ljósahönnun.  2011-06-0006.

            Lagt fram bréf frá Friðþjófi Þorsteinssyni, ljósahönnuði, dagsett 31. maí sl., þar sem hann gerir grein fyrir námskeiði í ljósahönnun og tækni fyrir almenning, er hann mun halda á vegum Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, helgina 9.-10. júlí n.k.  Sótt er um styrk í formi niðurgreiðslu námskeiðsgjalda.  Námskeiðsgjald er áætlað kr. 22.500.- pr. einstakling og óskað eftir 50% niðurgreiðslu af hálfu Ísafjarðarbæjar.

            Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

 

13.       Bréf Friðþjófs Þorsteinssonar. - Uppbygging aðstöðu fyrir sviðslistahópa.

            2011-06-0007.

            Lag fram bréf frá Friðþjófi Þorsteinssyni, ljósahönnuði, dagsett 31. maí sl., þar sem fram koma hugmyndir um uppbyggingu aðstöðu fyrir sviðslistahópa og nýtt yrði aðstaða í samkomuhúsum Ísafjarðarbæjar með það að markmiði að hámarka nýtingu húsanna, auka líkur á starfi atvinnusviðslistahópa í bænum og eflingu þess mannlífs sem fyrir er á svæðinu.  Fram kemur í bréfinu að Friðþjófur mun heimsækja Ísafjörð í júlí n.k. og óskar þá eftir fundi með bæjaryfirvöldum um málið.

            Bæjarráð er tilbúið til fundar með bréfritara í júlí n.k.

 

14.       Bréf umhverfisráðuneytis. - Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2011.

            2011-06-0025

            Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dagsett 3. júní sl., þar sem fram kemur að ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að 16. september ár hvert sé tileinkaður íslenskri náttúru.  Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, sem er þjóðkunnur fyrir margvísleg störf.  Það er ósk umhverfisráðherra Svandísar Svavarsdóttur, að m.a. með samstarfi við sveitarfélög megi ,,Dagur íslenskrar náttúru“ styrkja vitund landsmanna um þau auðæfi sem fólgin eru í náttúru landsins og verði árviss gleðidagur í lífi þjóðarinnar.

            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.

 

15.       Bréf Sædísar M. Jónatansdóttur, ráðgjafa á félagssviði. - Þakviðgerðir

            á Hlíf I og Hlíf II, Ísafirði.  2011-05-0033.

            Lagt fram bréf Sædísar M. Jónatansdóttur, ráðgjafa á félagssviði Ísafjarðarbæjar, dagsett 9. júní sl., þar sem gerð er grein fyrir innkomnum tilboðum í verkið ,,Hlíf, íbúðir aldraðra Ísafirði, þakviðgerðir“.  Neðangreindir aðilar buðu í verkið:

 

Fyrirtæki                          Aluzink                  Lit. bárujárn

Vestfirskir verktakar    30.889.000,-             33.399.000,-

GÓK-húsasmíði           30.951.000,-             34.160.000,-

Ísblikk                          31.359.750,-             35.703.825,-

 

Kostnaðaráætlun         26.915.610,-             30.680.285,-

 

            Lagt er til í bréfi Sædísar M. Jónatansdóttur, með tilvísun til meðfylgjandi bréfs Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Vestfirska verktaka ehf., Ísafirði, um verkið.

            Jafnframt kemur fram í bréfi Sædísar, að tilboðin verði lögð fyrir stjórnir húsfélaganna á Hlíf I og Hlíf II og í framhaldi fyrir húsfund í Húsfélagi Hlífar (heild).

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda um verkið, á grundvelli fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2011.

 

16.       Dreifing sjónvarpsútsendinga Símans og Vodafone í Ísafjarðarbæ utan

            Skutulsfjarðar.

            Rætt um sjónvarpsútsendingar Símans og Vodafone í Ísafjarðarbæ, þar sem fram kom, að íbúar í öðrum byggðakjörnum, en á Ísafirði, hafa ekki möguleika á aukasjónvarpsrásum á svokallaðri VOD þjónustu.  

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:05.

 

 

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                         

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?