Bæjarráð - 668. fundur - 23. ágúst 2010

Þetta var gert:


1. Málefni sveitarfélaga, landsþing, flutningur verkefna, umræður. 2010-07-0024


 Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fór yfir málefni sveitarfélaga, landsþing sveitarfélaga, flutning verkefna  frá ríki til sveitarfélaga ofl. á fundinum og um það urðu almennar umræður.  Engin gögn fylgdu þessum lið dagskrár. 


 


2. Tvö kauptilboð í dráttarbrautina á Suðurtanga á Ísafirði. 2010-06-0074.



 Lagt fram kauptilboð frá Aðalsteini Ómari Ásgeirssyni, f.h. Skipanausts ehf., Ísafirði, dagsett 13. ágúst sl., í dráttarbrautina á Suðurtanga á Ísafirði, ásamt aðliggjandi mannvirkjum, samkvæmt auglýsingu í BB á Ísafirði.  Tilboðið hljóðar upp á kr. 593.500.-


 Jafnframt er lagt fram kauptilboð frá Kjartani J. Haukssyni dagsett 15. ágúst sl., í dráttarbrautina á Suðurtanga á Ísafirði, ásamt því sem fylgja skal.  Tilboðið hljóðar upp á kr. 550.000.-.


 Bæjarráð vísar ofangreindum tilboðum til umsagnar í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar.



 3. Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. - Ársfjórðungsleg skil á


 upplýsingum úr bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga. 2010-03-0074.



 Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti dagsett 11. ágúst sl., er varðar ársfjórðungsleg skil á upplýsingum úr bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga. Bréfinu fylgir nýtt form til að gera skil á umbeðnum upplýsingum um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga.


 Bæjarráð vísar bréfinu til fjármálastjóra. Lagt fram til kynningar í bæjarráði. 



 4. Lánasjóður sveitarfélaga. - Þriðji og síðasti hluti lántöku skv. lánsloforði og


 fjárhagsáætlun.  Lántaka að upphæð kr. 100 milljónir króna.


Erindi til bæjarráðs vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.               
         Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga, að upphæð kr. 100 milljónir  króna, sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:


        ,,Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykki hér með, að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. til 14 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2010. Lántaki skuldbindur sig til að ráðstafa láninu til framangreinds verkefnis, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.?


        ,,Jafnframt er Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 250764-4059, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.?


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:00.





Þorleifur Pálsson, bæjarritari.


Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.


Albertína Elíasdóttir.


Arna Lára Jónsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?