Bæjarráð - 649. fundur - 8. mars 2010


Þetta var gert:


1. Minnisblað bæjarritara. - Aukið stöðugildi við Grunnskólann á Ísafirði.  2010-02-0053.



 Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 5. mars sl., þar sem greint er frá beiðni Kristínar Óskar Jónasdóttur, grunnskólafulltrúa Ísafjarðarbæjar, um aukið stöðugildi stuðningsfulltrúa við Grunnskólann á Ísafirði.  Óskað er eftir 80% stöðugildi í þrjá og hálfan mánuð, áætlaður kostnaður kr. 740.000.-.


 Bæjarráð samþykkir beiðni grunnskólafulltrúa um aukið stöðugildi.



2. Bréf Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ. - Styrkir til framboða við sveitarstjórnarkosningar 2006.  2009-06-0015.


 Lagt fram bréf Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ dagsett 2. mars sl., þar sem gerð er grein fyrir fjárframlögum til framboðs Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ vegna sveitarstjórnarkosninganna 2006.  Upplýsingarnar eru sendar með tilvísun til samþykktar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á árinu 2009.


 Lagt fram til kynningar.


   


3. Bréf Rannís. - Umsókn um styrk fyrir Nýsköpunarsjóð námsmanna. 2009-01-0063.


Lagt fram bréf frá Rannís nýsköpunarsviði dagsett 26. febrúar sl., þar sem að nokkru er kynnt starfsemi Nýsköpunarsjóðs námsmanna.  Í bréfinu er hvatning til bæjarfélagsins um að styrkja sjóðinn um 1 milljón króna og undirstrika þannig mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í uppbyggingu Íslands.


 Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar til skoðunar.



4. Bréf JP Lögmanna. - Greiðslustöðvun Vallár hf.  2010-02-0043.


 Lagt fram bréf JP Lögmanna dagsett 2. mars sl., þar sem fram kemur að framlengd hafi verið greiðslustöðvun BM Vallár hf., til miðvikudagsins 24. mars 2010.  Ef nauðsyn þykir á að leita enn eftir framlengingu á heimild félagsins til greiðslustöðvunar verður efnt til fundar með lánadrottnum af því tilefni og verður þá boðað til hans sérstaklega.


 Bréfinu vísað til fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar. 



5. Bréf umhverfisráðuneytis. - Dagur umhverfisins 2010.  2010-03-0024.


 Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dagsett 2. mars sl., þar sem fram kemur að dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert, en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Erindi bréfsins er að hvetja félög, skóla og sveitarfélög til að taka virkan þátt í degi umhverfisins, t.d. með uppákomum eða fræðslu um líffræðilega fjölbreytni eða önnur umhverfismál.


 Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar og fræðslunefndar.



6. Bréf Skipulagsstofnunar. Formleg afgreiðsla mála er varða skipulag ofl. 2010-03-0011.


 Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 1. mars sl., þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 7. september 2009, mál nr. 114/2008, er varðar formlegar afgreiðslur nefnda og sveitarstjórna á málum sem varða m.a. beitingu dagsekta, deiliskipulags ofl. Ekki er nægjanlegt að staðfesta fundargerðir án umræðu.


 Bæjarráð vísar bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.     





7. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 772. stjórnarfundar.


 Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 772. fundi er haldinn var þann 26. febrúar sl. í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík.


 Lagt fram til kynningar. 



8. Umræður í bæjarráði um byggðakvóta fiskveiðiárið 2009/2010.


  Rætt um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2009/2010, með tilvísun til laga    nr. 116/2006 og reglugerðar nr. 82/2010.



9.  Umræður um eitt skjaldarmerki fyrir Ísafjarðarbæ.


 Magnús Reynir Guðmundsson vakti máls á því, að eitt skjaldarmerki skuli vera fyrir Ísafjarðarbæ í stað fjögurra eins og nú er.   


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 14:25.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.     


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?